Strætó fellir niður ferðir á landsbyggðinni

mbl.is/Styrmir Kári

Strætó hefur fellt niður nokkrar ferðir leiðar 57 á landsbyggðinni vegna veðurs og ófærðar. Frá Akranesi til Reykjavíkur kl. 14:20, frá Reykjavíkur í Borgarnes 15:30, frá Akureyri til Reykjavíkur kl. 16:35 og frá Reykjavík til Akureyrar kl. 17:30.

Þá hafa allar ferðir á leiðum 58, 59 og 82 verið felldar niður sem og leið 51 milli Hafnar í Hornafirði og Reykjavíkur. Leið 52 ekur aðeins á Hvolsvöll þar sem Herjólfur siglir ekki í Landeyjahöfn í dag. Herjólfur stefnir á að sigla til Þorlákshafnar í dag, en þar sem veður fer versnandi gæti sú ferð fallið niður. Ef Herjólfur siglir fer vagn í Þorlákshöfn frá BSÍ kl. 17:15 og Mjódd kl. 17:30.

Ekki hafa verið felldar niður ferðir milli Selfoss og Reykjavíkur enn sem komið er, en farþegar eru beðnir að fylgjast með fréttum á heimasíðu strætó, www.straeto.is, og á facebooksíðu strætó, www.facebook.com/Straeto.

Ennfremur kemur fram að á höfuðborgarsvæðinu sé mikil hálka og leiðinleg færð á öllum leiðum. „Við hvetjum að sjálfsögðu til öryggis umframtímaáætlunar og að haga akstri eftir aðstæðum. Því má búast við einhverjum seinkunum á flestum ef ekki öllum leiðum innanbæjar í dag. Takk fyrir sýnda biðlund og þolinmæði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert