Óveður undir Hafnarfjalli

Vegir eru að mestu greiðfærir um sunnanvert landið samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, allt frá Faxaflóa austur fyrir Djúpavog. Þó eru hálkublettir á fáeinum vegum, s.s. á Mosfellsheiði og á kafla vestan Kirkjubæjarklausturs.

Hálka  eða hálkublettir eru nú víða á vegum á Vesturlandi. Óveður er undir Hafnarfjalli. Það er hálka eða hálkublettir allvíða á Vestfjörðum, einkum á heiðum og hálsum. Þoka er einnig á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðurlandi vestra  eru hálkublettir mjög víða en hálka á Þverárfjalli, í Langadal og á Vatnsskarði. Norðaustanlands er hálka á flestum vegum en þæfingsfærð á Dettifossvegi. Á  Austurlandi er víðast hvar hálka eða snjóþekja en að mestu autt með ströndinni.

Sjá nánar um veðurhorfur á veðurvef mbl.is.

Frétt mbl.is: Spáð stormi á landinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert