Ákærð fyrir manndráp af gáleysi

Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést þann 6. apríl 2013.
Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést þann 6. apríl 2013.

Kona sem varð völd að dauða 17 ára gamallar stúlku, Lovísu Hrundar Svavarsdóttur, á Akrafjallsvegi í apríl, hefur verið ákærð fyrir manndráp af gáleysi, of hraðan akstur, undir áhrifum og fleiri umferðarlagabrot.

Ákæruvaldið, sem er sýslumaðurinn á Akranes, fer fram að konan verði dæmd til 12-18 mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Auk þess að hún verði svipt ökuréttindum. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt 215 gr. almennra hegningarlaga.

Konan, sem er 43 ára, játaði skýlaust sök við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Vesturlands í gær.

Undir miklum áhrifum áfengis

Fram kemur í ákærunni að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu. 

Afleiðingarnar voru árekstur við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Þar sat Lovísa Hrund undir stýri og lést hún samstundis af áverkum sem hún hlaut við áreksturinn. Lovísa var fædd árið 1995, búsett á Akranesi og var á leið heim frá vinnu þegar slysið varð.

Foreldrar Lovísu Hrundar, þau Svavar Skarphéðinn Guðmundsson og Hrönn Ásgeirsdóttir, komu fram í Kastljósi í september og gagnrýndu harðlega að ekki væri tekið harðar á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi.

Jeppinn var á röngum vegarhelmingi

Nafn stúlkunnar sem lést í bílslysinu

Banaslys á Akrafjallsvegi

mbl.is

Bloggað um fréttina