Þá getur fólk andað að sér hálendinu

Guðni á Hellismannaleiðinni. Séð yfir Vondugiljaaura og fjallasal við Landmannalaugar ...
Guðni á Hellismannaleiðinni. Séð yfir Vondugiljaaura og fjallasal við Landmannalaugar og Laugahraunið frá 1477. mbl.is

Guðni Olgeirsson þekkir Hellismannaleið eins og lófann á sér, enda hefur hann gengið hana ótalsinnum, fyrst til að stika hana og síðar sér til ánægju. Hann ætlar að ganga þessa leið með góðum hópi í sumar og í leiðinni verður gengið í gegnum jarðsöguna, Íslandssöguna, útilegumannasöguna, þjóðsögurnar og sögur úr smalamennskum, því Guðni leggur sig fram um að varpa ljósi á það allt saman.

Ég geri þetta fyrir sjálfan mig og ég er í eftirlitsferð í leiðinni. Fyrir mig er nauðsynlegt að fara þarna í eina lúxusferð á ári með fólki sem nennir að ganga með mér,“ segir Guðni Olgeirsson en hann er fararstjóri og leiðsögumaður ferðar í sumar um hið margbrotna landslag sem Hellismannaleið geymir. Gönguleiðin er um 81 km löng og gengið er frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum. Guðni hefur ásamt fjölskyldu og vinum stikað þessa leið. „Ég er búinn að ganga þetta svo oft og ég veit hvaða fyrirkomulag virkar best. Til dæmis er allur matur sameiginlegur í þessum ferðum, en það er miklu ódýrara heldur en að hver og einn komi með sinn skrínukost. Ég skipulegg ferðina í samráði við hópinn sem gengur með mér hverju sinni, við höldum saman fund, ákveðum matseðil og fleira í þeim dúr. Ég smala saman fólki sem ég þekki og þekkist innbyrðis, en líka einhverjum sem þekkjast ekki. Þetta verður því ný ferð í hvert sinn.“

Þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gaman

Guðni segist vera hrifnastur af því fyrirkomulagi að ganga alla leiðina á fjórum dögum en hafa svo fimmta og síðasta daginn alveg frjálsan. „Þá getur fólk andað að sér hálendinu og gert það sem því sýnist. Sumir fara að veiða silung í Ljótapolli eða öðrum þeirra ótal vatna sem þarna eru, aðrir slaka á og lesa eða prjóna, aðrir ganga á eitt fjall til viðbótar. Svo er grillað saman um kvöldið. Mér finnst of hratt farið að ganga alla þessa leið og keyra svo beint heim. Fólk þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gaman í restina, skálastemningu og kertaljós.“

Guðni þekkir afar vel allt það svæði sem leiðin liggur um, enda er hann fæddur og uppalinn í Nefsholti í Holtum í Rangárvallasýslu. „Ég hafði samt aldrei gengið þessar dagleiðir fyrr en fyrir nokkrum árum. Pabbi rak okkur áfram í því að stika þessa leið og líka þeir sem vildu fá fleiri gönguleiðir á þessu svæði sem valkost við Laugaveginn. Við byrjuðum á einni dagleið og bættum svo smátt og smátt við sem og aukakrókum. Ég fer á hverju vori í eina vinnuferð með ýmsum sem hafa áhuga á þessu svæði, til að halda leiðinni við og laga það sem þarf, og fyrir vikið er mjög gott ástand á leiðinni sjálfri.“

Best að hugsa eins og sauðkind til að finna bestu leiðina

En hvernig verður dagleið til? „Fyrsti ramminn voru sæluhúsin fyrir þá sem smala þetta svæði, svokölluð gangnamannahús, síðan var okkar verk að finna bestu leiðirnar á milli staðanna. Það gekk ekkert alltaf mjög vel, það var mjög lærdómsríkt ferli og við gerðum fullt af mistökum. Þetta voru ekki gönguleiðir heldur aðeins kindaslóðar og svæði þar sem menn höfðu smalað á hestum. En til að finna bestu leiðina er best að hugsa eins og sauðkind. Við höfum líka fengið fólk til liðs við okkur sem þekkir best til á hverjum stað. Stundum þarf að taka krók til að komast að fallegum stað. Það eru nokkrir staðir á leiðinni sem okkur finnst nauðsynlegt að fólk skoði og njóti. Eftir að við lukum við að stika þessa leið og eftir að hafa gengið þetta svona oft, þá finnst mér heildin svo áhugaverð, það er skemmtilegt að ganga í gegnum jarðsöguna, Íslandssöguna, útilegumannasögur, þjóðsögurnar og sögur úr smalamennskum. Ég legg mig fram um að varpa ljósi á það allt saman í þessum ferðum mínum. Það er gaman að fá að kynnast gömlu fólki sem bjó þarna, eldgömlum eldgosum og ísöldinni,“ segir Guðni og bætir við að til standi að gefa út göngubækling um þetta svæði, fyrir Ferðamannafélag íslands..

Gengið í sumar með Guðna

Guðni verður með leiðsögn og fararstjórn í gönguferð um Hellismannaleiðina í sumar, snemma í ágúst. Allt að 20 manns geta komist í ferðina, sem er kjörin fyrir íslenskan gönguhóp eða nokkra smærri hópa.

Gengið verður frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum og fimmta daginn er aukadagur hugsaður í göngu að Fjallabaki nálægt Landmannahelli. Gist verður í góðum skálum á Rjúpnavöllum, Áfangagili og þrjár nætur í Landmannahelli.

Laugardagur 2. ágúst: Keyrt að Heklusetrinu á Leirubakka í Landsveit, 110 km frá Reykjavík. Hægt að byrja á kaffi á Leirubakka með skoðun á Heklusetri. Gengið að Rjúpnavöllum og gist þar í góðum skála með rafmagni. 25. km. Sunnudagur 3. ágúst: Gengið í Áfangagil. Gist þar í uppbyggðum gangnamannakofa. 18,5 km. Mánudagur 4. ágúst: Gengið í Landmannahelli, gist í Höfða. 22 km. Þriðjudagur 5. ágúst: Gengið í Landmannalaugar. Bað í lauginni eftir göngu. Skutl til baka í Höfða við Landmannahelli. 16,5. km. Miðvikudagur 6. ágúst: Hvíldardagur/göngudagur að fjallabaki. Skipt liði. Hægt að veiða silung í vötnum, ganga á Löðmund eða ganga á vit ævintýra í nágrenninu. Gist í Höfða. Fimmtudagur 7. ágúst: Heimferð. Áhugasamir geta sent Guðna skilaboð á netfanginu: gudni.olgeirsson@gmail.com.

Við Landmannahelli. Vala Hjörleifsdóttir og Angel Ruiz-Angulo búa í Mexíkó ...
Við Landmannahelli. Vala Hjörleifsdóttir og Angel Ruiz-Angulo búa í Mexíkó en gengu með Guðna síðastliðið sumar. Löðmundarvatn í baksýn. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Sigraði anorexíuna

13:55 Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Toyota
Toyota Corolla til sölu Árg. `98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilb...
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Jónínu Brynju frá Bolungarvík, vélarstærð 685 kw Nánari uppl...
Einn glæsilegur. MERCEDES BENZ GAZELLE
Einn glæsilegur. MERCEDES BENZ GAZELLE ( REPLICA) Árg. 1979. útlitið er M-Benz 1...