Þá getur fólk andað að sér hálendinu

Guðni á Hellismannaleiðinni. Séð yfir Vondugiljaaura og fjallasal við Landmannalaugar ...
Guðni á Hellismannaleiðinni. Séð yfir Vondugiljaaura og fjallasal við Landmannalaugar og Laugahraunið frá 1477. mbl.is

Guðni Olgeirsson þekkir Hellismannaleið eins og lófann á sér, enda hefur hann gengið hana ótalsinnum, fyrst til að stika hana og síðar sér til ánægju. Hann ætlar að ganga þessa leið með góðum hópi í sumar og í leiðinni verður gengið í gegnum jarðsöguna, Íslandssöguna, útilegumannasöguna, þjóðsögurnar og sögur úr smalamennskum, því Guðni leggur sig fram um að varpa ljósi á það allt saman.

Ég geri þetta fyrir sjálfan mig og ég er í eftirlitsferð í leiðinni. Fyrir mig er nauðsynlegt að fara þarna í eina lúxusferð á ári með fólki sem nennir að ganga með mér,“ segir Guðni Olgeirsson en hann er fararstjóri og leiðsögumaður ferðar í sumar um hið margbrotna landslag sem Hellismannaleið geymir. Gönguleiðin er um 81 km löng og gengið er frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum. Guðni hefur ásamt fjölskyldu og vinum stikað þessa leið. „Ég er búinn að ganga þetta svo oft og ég veit hvaða fyrirkomulag virkar best. Til dæmis er allur matur sameiginlegur í þessum ferðum, en það er miklu ódýrara heldur en að hver og einn komi með sinn skrínukost. Ég skipulegg ferðina í samráði við hópinn sem gengur með mér hverju sinni, við höldum saman fund, ákveðum matseðil og fleira í þeim dúr. Ég smala saman fólki sem ég þekki og þekkist innbyrðis, en líka einhverjum sem þekkjast ekki. Þetta verður því ný ferð í hvert sinn.“

Þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gaman

Guðni segist vera hrifnastur af því fyrirkomulagi að ganga alla leiðina á fjórum dögum en hafa svo fimmta og síðasta daginn alveg frjálsan. „Þá getur fólk andað að sér hálendinu og gert það sem því sýnist. Sumir fara að veiða silung í Ljótapolli eða öðrum þeirra ótal vatna sem þarna eru, aðrir slaka á og lesa eða prjóna, aðrir ganga á eitt fjall til viðbótar. Svo er grillað saman um kvöldið. Mér finnst of hratt farið að ganga alla þessa leið og keyra svo beint heim. Fólk þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gaman í restina, skálastemningu og kertaljós.“

Guðni þekkir afar vel allt það svæði sem leiðin liggur um, enda er hann fæddur og uppalinn í Nefsholti í Holtum í Rangárvallasýslu. „Ég hafði samt aldrei gengið þessar dagleiðir fyrr en fyrir nokkrum árum. Pabbi rak okkur áfram í því að stika þessa leið og líka þeir sem vildu fá fleiri gönguleiðir á þessu svæði sem valkost við Laugaveginn. Við byrjuðum á einni dagleið og bættum svo smátt og smátt við sem og aukakrókum. Ég fer á hverju vori í eina vinnuferð með ýmsum sem hafa áhuga á þessu svæði, til að halda leiðinni við og laga það sem þarf, og fyrir vikið er mjög gott ástand á leiðinni sjálfri.“

Best að hugsa eins og sauðkind til að finna bestu leiðina

En hvernig verður dagleið til? „Fyrsti ramminn voru sæluhúsin fyrir þá sem smala þetta svæði, svokölluð gangnamannahús, síðan var okkar verk að finna bestu leiðirnar á milli staðanna. Það gekk ekkert alltaf mjög vel, það var mjög lærdómsríkt ferli og við gerðum fullt af mistökum. Þetta voru ekki gönguleiðir heldur aðeins kindaslóðar og svæði þar sem menn höfðu smalað á hestum. En til að finna bestu leiðina er best að hugsa eins og sauðkind. Við höfum líka fengið fólk til liðs við okkur sem þekkir best til á hverjum stað. Stundum þarf að taka krók til að komast að fallegum stað. Það eru nokkrir staðir á leiðinni sem okkur finnst nauðsynlegt að fólk skoði og njóti. Eftir að við lukum við að stika þessa leið og eftir að hafa gengið þetta svona oft, þá finnst mér heildin svo áhugaverð, það er skemmtilegt að ganga í gegnum jarðsöguna, Íslandssöguna, útilegumannasögur, þjóðsögurnar og sögur úr smalamennskum. Ég legg mig fram um að varpa ljósi á það allt saman í þessum ferðum mínum. Það er gaman að fá að kynnast gömlu fólki sem bjó þarna, eldgömlum eldgosum og ísöldinni,“ segir Guðni og bætir við að til standi að gefa út göngubækling um þetta svæði, fyrir Ferðamannafélag íslands..

Gengið í sumar með Guðna

Guðni verður með leiðsögn og fararstjórn í gönguferð um Hellismannaleiðina í sumar, snemma í ágúst. Allt að 20 manns geta komist í ferðina, sem er kjörin fyrir íslenskan gönguhóp eða nokkra smærri hópa.

Gengið verður frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum og fimmta daginn er aukadagur hugsaður í göngu að Fjallabaki nálægt Landmannahelli. Gist verður í góðum skálum á Rjúpnavöllum, Áfangagili og þrjár nætur í Landmannahelli.

Laugardagur 2. ágúst: Keyrt að Heklusetrinu á Leirubakka í Landsveit, 110 km frá Reykjavík. Hægt að byrja á kaffi á Leirubakka með skoðun á Heklusetri. Gengið að Rjúpnavöllum og gist þar í góðum skála með rafmagni. 25. km. Sunnudagur 3. ágúst: Gengið í Áfangagil. Gist þar í uppbyggðum gangnamannakofa. 18,5 km. Mánudagur 4. ágúst: Gengið í Landmannahelli, gist í Höfða. 22 km. Þriðjudagur 5. ágúst: Gengið í Landmannalaugar. Bað í lauginni eftir göngu. Skutl til baka í Höfða við Landmannahelli. 16,5. km. Miðvikudagur 6. ágúst: Hvíldardagur/göngudagur að fjallabaki. Skipt liði. Hægt að veiða silung í vötnum, ganga á Löðmund eða ganga á vit ævintýra í nágrenninu. Gist í Höfða. Fimmtudagur 7. ágúst: Heimferð. Áhugasamir geta sent Guðna skilaboð á netfanginu: gudni.olgeirsson@gmail.com.

Við Landmannahelli. Vala Hjörleifsdóttir og Angel Ruiz-Angulo búa í Mexíkó ...
Við Landmannahelli. Vala Hjörleifsdóttir og Angel Ruiz-Angulo búa í Mexíkó en gengu með Guðna síðastliðið sumar. Löðmundarvatn í baksýn. mbl.is
mbl.is
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

„Bullandi meðvindur“ í Reykjadal

08:36 Betur viðrar nú á hjólaliðin í A- og B-flokki en fremstu lið nálgast nú Laugar í Reykjadal í „bullandi meðvindi“ að sögn liðsmanna Airport Direct. Hópur af kindum hægði á ferð Chris Bukard í morgun þar sem þær fóru heldur hægar yfir en hann á hjólinu. Meira »

Kúlan ekki úr eynni fyrr en 2047

08:18 Listaverkið „Orbis et Globus“, er ekki á leiðinni úr Grímsey í bráð, að minnsta kosti ekki fyrr en árið 2047 þegar heimskautsbaugurinn yfrgefur eyna. Þetta staðfestir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála á Akureyrarstofu. Meira »

Fylgjast með ferðaþjónustu

07:57 Sérstakt eftirlit verður í sumar af hálfu vettvangseftirlits ríkisskattstjóra með starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Þar er með talin starfsemi erlendra ferðaþjónustuaðila á Íslandi, en að minnsta kosti tveir hópar munu á vegum embættis RSK fara í sérstakar eftirlitsferðir í öllum landsfjórðungum. Meira »

105.000 krónur fyrir fram

07:37 „Við lítum svo á að þetta standi öllum þeim sem eru með lausa kjarasamninga hjá okkur til boða,“ segir Sverrir Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins, um samkomulag um frestun kjaraviðræðna fram í ágúst. Meira »

Fer yfir 25 stig í dag

06:56 Hiti fór yfir 20 stig austanlands í gær og gera spár ráð fyrir að hann gæti farið yfir 25 stig á stöku stað þar í dag. Um helgina er útlit fyrir kólnandi veður og að á Norðausturlandi fari hitinn ekki yfir 7 stig. Meira »

Eiríkur hættur keppni

05:36 Eiríkur Ingi Jóhannsson er hættur keppni í einstaklingsflokki í WOW Cyclot­hon-keppninni, samkvæmt færslu á Facebook-síðu hans. Meira »

Samþykktu deiliskipulag Stekkjarbakka

05:30 „Elliðaárdalurinn er eins og Central Park í New York nema Elliðadalurinn er miklu merkilegri,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann og aðrir fulltrúar í minnihluta greiddu atkvæði gegn nýju deiliskipulagi fyrir nýtt þróunarsvæði á Stekkjabakka í skipulags- og samgönguráði í gær. Meira »

Ragna rýfur karlavígi til 426 ára

05:30 Mikil tímamót verða á Alþingi 1. september nk. þegar Helgi Bernódusson lætur af starfi skrifstofustjóra Alþingis og við þessu starfi æðsta embættismanns þingsins tekur Ragna Árnadóttir, fyrst kvenna. Meira »

Þurfa að sækja um framlengingu

05:30 Lög um framlengda heimild til ráðstöfunar á séreignarsparnaði í tvö ár eða til 30. júní 2021 voru samþykkt á Alþingi 7. júní sl. Í Morgunblaðinu í maí sagði Ingvar Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri að eðlilegt væri að með einhverju móti yrði leitað eftir afstöðu þeirra sem voru inni í kerfinu, hvort þeir vilji halda áfram að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán eftir 30. júní. Meira »

Verðmæti flugvallarsvæðis

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. um skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll vera mikil tímamót. Meira »

Sea Shepherd í Reykjavíkurhöfn

05:30 Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf. Meira »

Bíða kátir eftir flugheimild á Ísafirði

05:30 Keppendur í Greenland Air Trophy 2019, sem flugu frá Reykjavík, lentu á Ísafirði um þrjú leytið í gær.   Meira »

Rúmur þriðjungur seldur

05:30 Fjárfestar hafa endurmetið söluáætlanir nýrra íbúða í miðborginni og gera jafnvel ráð fyrir hverfandi hagnaði vegna dræmrar sölu. Einn fjárfestir áætlaði að salan tæki 12 mánuði en miðar nú við 18 mánuði. Annar gerir nú ráð fyrir að 12 mánuðir bætist við sölutímann. Meira »

Skúli bættist óvænt í hópinn

Í gær, 23:29 Ekta íslenskt sumarveður herjar á keppendur í A- og B-flokkum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon.  Meira »

„Bara hjóla hratt og stoppa ekki“

Í gær, 22:33 „Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum.“ Meira »

Norðmaður vann 220 milljónir

Í gær, 22:07 Heppinn Norðmaður vann rúmar 220 milljónir króna í Víkingalottóinu í kvöld eftir að hafa hlotið annan vinning.  Meira »

Ný ábendingalína aðlöguð börnum

Í gær, 21:51 Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar var opnuð á vef Barnaheilla í dag, en hún er sniðin að þörfum ólíkra aldurshópa með það að markmiði að auðvelda börnum að senda inn tilkynningu um óæskilega hegðun á netinu. Meira »

Hittust eftir hálfa öld

Í gær, 21:50 Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Meira »

„Nei Ásmundur“

Í gær, 21:24 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engan skulda Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, afsökunarbeiðni. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Óska eftir íbúð til leigu.
Óska eftir lítilli íbúð til leigu (25fm+) allt frá stúdíó til 2 herbergja íbúð. ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...