Þá getur fólk andað að sér hálendinu

Guðni á Hellismannaleiðinni. Séð yfir Vondugiljaaura og fjallasal við Landmannalaugar ...
Guðni á Hellismannaleiðinni. Séð yfir Vondugiljaaura og fjallasal við Landmannalaugar og Laugahraunið frá 1477. mbl.is

Guðni Olgeirsson þekkir Hellismannaleið eins og lófann á sér, enda hefur hann gengið hana ótalsinnum, fyrst til að stika hana og síðar sér til ánægju. Hann ætlar að ganga þessa leið með góðum hópi í sumar og í leiðinni verður gengið í gegnum jarðsöguna, Íslandssöguna, útilegumannasöguna, þjóðsögurnar og sögur úr smalamennskum, því Guðni leggur sig fram um að varpa ljósi á það allt saman.

Ég geri þetta fyrir sjálfan mig og ég er í eftirlitsferð í leiðinni. Fyrir mig er nauðsynlegt að fara þarna í eina lúxusferð á ári með fólki sem nennir að ganga með mér,“ segir Guðni Olgeirsson en hann er fararstjóri og leiðsögumaður ferðar í sumar um hið margbrotna landslag sem Hellismannaleið geymir. Gönguleiðin er um 81 km löng og gengið er frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum. Guðni hefur ásamt fjölskyldu og vinum stikað þessa leið. „Ég er búinn að ganga þetta svo oft og ég veit hvaða fyrirkomulag virkar best. Til dæmis er allur matur sameiginlegur í þessum ferðum, en það er miklu ódýrara heldur en að hver og einn komi með sinn skrínukost. Ég skipulegg ferðina í samráði við hópinn sem gengur með mér hverju sinni, við höldum saman fund, ákveðum matseðil og fleira í þeim dúr. Ég smala saman fólki sem ég þekki og þekkist innbyrðis, en líka einhverjum sem þekkjast ekki. Þetta verður því ný ferð í hvert sinn.“

Þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gaman

Guðni segist vera hrifnastur af því fyrirkomulagi að ganga alla leiðina á fjórum dögum en hafa svo fimmta og síðasta daginn alveg frjálsan. „Þá getur fólk andað að sér hálendinu og gert það sem því sýnist. Sumir fara að veiða silung í Ljótapolli eða öðrum þeirra ótal vatna sem þarna eru, aðrir slaka á og lesa eða prjóna, aðrir ganga á eitt fjall til viðbótar. Svo er grillað saman um kvöldið. Mér finnst of hratt farið að ganga alla þessa leið og keyra svo beint heim. Fólk þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gaman í restina, skálastemningu og kertaljós.“

Guðni þekkir afar vel allt það svæði sem leiðin liggur um, enda er hann fæddur og uppalinn í Nefsholti í Holtum í Rangárvallasýslu. „Ég hafði samt aldrei gengið þessar dagleiðir fyrr en fyrir nokkrum árum. Pabbi rak okkur áfram í því að stika þessa leið og líka þeir sem vildu fá fleiri gönguleiðir á þessu svæði sem valkost við Laugaveginn. Við byrjuðum á einni dagleið og bættum svo smátt og smátt við sem og aukakrókum. Ég fer á hverju vori í eina vinnuferð með ýmsum sem hafa áhuga á þessu svæði, til að halda leiðinni við og laga það sem þarf, og fyrir vikið er mjög gott ástand á leiðinni sjálfri.“

Best að hugsa eins og sauðkind til að finna bestu leiðina

En hvernig verður dagleið til? „Fyrsti ramminn voru sæluhúsin fyrir þá sem smala þetta svæði, svokölluð gangnamannahús, síðan var okkar verk að finna bestu leiðirnar á milli staðanna. Það gekk ekkert alltaf mjög vel, það var mjög lærdómsríkt ferli og við gerðum fullt af mistökum. Þetta voru ekki gönguleiðir heldur aðeins kindaslóðar og svæði þar sem menn höfðu smalað á hestum. En til að finna bestu leiðina er best að hugsa eins og sauðkind. Við höfum líka fengið fólk til liðs við okkur sem þekkir best til á hverjum stað. Stundum þarf að taka krók til að komast að fallegum stað. Það eru nokkrir staðir á leiðinni sem okkur finnst nauðsynlegt að fólk skoði og njóti. Eftir að við lukum við að stika þessa leið og eftir að hafa gengið þetta svona oft, þá finnst mér heildin svo áhugaverð, það er skemmtilegt að ganga í gegnum jarðsöguna, Íslandssöguna, útilegumannasögur, þjóðsögurnar og sögur úr smalamennskum. Ég legg mig fram um að varpa ljósi á það allt saman í þessum ferðum mínum. Það er gaman að fá að kynnast gömlu fólki sem bjó þarna, eldgömlum eldgosum og ísöldinni,“ segir Guðni og bætir við að til standi að gefa út göngubækling um þetta svæði, fyrir Ferðamannafélag íslands..

Gengið í sumar með Guðna

Guðni verður með leiðsögn og fararstjórn í gönguferð um Hellismannaleiðina í sumar, snemma í ágúst. Allt að 20 manns geta komist í ferðina, sem er kjörin fyrir íslenskan gönguhóp eða nokkra smærri hópa.

Gengið verður frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum og fimmta daginn er aukadagur hugsaður í göngu að Fjallabaki nálægt Landmannahelli. Gist verður í góðum skálum á Rjúpnavöllum, Áfangagili og þrjár nætur í Landmannahelli.

Laugardagur 2. ágúst: Keyrt að Heklusetrinu á Leirubakka í Landsveit, 110 km frá Reykjavík. Hægt að byrja á kaffi á Leirubakka með skoðun á Heklusetri. Gengið að Rjúpnavöllum og gist þar í góðum skála með rafmagni. 25. km. Sunnudagur 3. ágúst: Gengið í Áfangagil. Gist þar í uppbyggðum gangnamannakofa. 18,5 km. Mánudagur 4. ágúst: Gengið í Landmannahelli, gist í Höfða. 22 km. Þriðjudagur 5. ágúst: Gengið í Landmannalaugar. Bað í lauginni eftir göngu. Skutl til baka í Höfða við Landmannahelli. 16,5. km. Miðvikudagur 6. ágúst: Hvíldardagur/göngudagur að fjallabaki. Skipt liði. Hægt að veiða silung í vötnum, ganga á Löðmund eða ganga á vit ævintýra í nágrenninu. Gist í Höfða. Fimmtudagur 7. ágúst: Heimferð. Áhugasamir geta sent Guðna skilaboð á netfanginu: gudni.olgeirsson@gmail.com.

Við Landmannahelli. Vala Hjörleifsdóttir og Angel Ruiz-Angulo búa í Mexíkó ...
Við Landmannahelli. Vala Hjörleifsdóttir og Angel Ruiz-Angulo búa í Mexíkó en gengu með Guðna síðastliðið sumar. Löðmundarvatn í baksýn. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »

Íbúar til fyrirmyndar

Í gær, 20:19 Íbúar í Fornhagablokkinni í Vesturbæ Reykjavíkur láta umhverfismál sig varða og stofnuðu umhverfisnefnd í fyrra. Hún stefnir að því að leggja umhverfisstefnu fyrir blokkina á aðalfundi íbúanna í vor. Meira »

Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir

Í gær, 19:38 Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir eftir því að losna undan gerðardómi í lok mars, að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vinna stendur yfir við nýja kröfugerð og hyggur félagið á ferðalag um landið til að heyra hljóðið í hjúkrunarfræðingum. Meira »

Dýrara að leggja í bílastæðahúsum

Í gær, 19:25 Stöðumælagjald í langtímastæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar hækkaði um áramótin. Auk þess hækkar fyrsta klukkustundin í skammtímastæði. Meira »

Versta afkoman í áratug

Í gær, 19:20 Framlegð fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi reyndist að meðaltali 10,61% á árinu 2017 og hafði ekki mælst lægri í áratug þar á undan. Hæst reyndist framlegðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækkaði án afláts frá árinu 2011 þegar hún mældist 19,1%. Meira »

„Erum að ýta á að fá svör“

Í gær, 19:08 „Það er kominn tími á að fara að hreyfa við þessum málum hvernig sem það verður gert,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Allsherjar verkföll séu þó ekki leiðin til að ná saman. Þriðji fundur stéttarfélaganna fjögurra með Samtökum atvinnulífsins verður hjá sáttasemjara á morgun. Meira »

Vildu að fjárveiting yrði stöðvuð

Í gær, 19:01 „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið. Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem bendir á að sjálfstæðismenn hafi þegar 2015 lagt til að fjárveiting til braggans í Nauthólsvík yrði stöðvuð. Meira »

Óeðlilegt að óska eftir sakamálarannsókn

Í gær, 18:12 „Undir engum kringumstæðum finnst mér eðlilegt að ósk um sakamálarannsókn komi frá pólitískum vettvangi borgarstjórnar. Gætum þess hvaða fordæmi við viljum setja hér í dag,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í umræðum um braggamálið í borgarstjórn í dag. Meira »

Möguleiki á opnun Bláfjalla í næstu viku

Í gær, 17:09 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, sem er bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Dagur segir Eyþór hafa hlaupið á sig

Í gær, 16:41 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hörðum orðum um þá fulltrúa minnihlutans sem stóðu að og studdu tillögu um að vísa braggaskýrslu til héraðssaksóknara og lét að því liggja að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks segir borgarstjóra skorta auðmýkt. Meira »

Útgáfu bókar Jóns Baldvins frestað

Í gær, 16:06 Útgáfu bókar með ræðum, ritum og greinum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem gefa átti út í tilefni áttræðisafmælis hans í febrúar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta staðfestir Steingrímur Steinþórsson hjá útgáfufélaginu Skruddu í samtali við mbl.is. Meira »

„Eins og er þá er þetta lítið hlaup“

Í gær, 15:56 Hlaupið í Múlakvísl er lítið og vatnsborð, sem hækkaði fyrir hádegi, er á niðurleið. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði fylgst með ánni. Meira »

Framkvæmdaleyfi veitt vegna tvöföldunar

Í gær, 15:49 Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að tvöfalda vegakaflann á Reykjanesbraut frá Kaldárselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Meira »

Miðflokksmenn hafa ekki boðað komu sína

Í gær, 15:01 Hvorki Gunnar Bragi Sveinsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa boðað komu sína á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun, eins og nefndin hefur beðið um. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Breyttu framlagðri tillögu sinni

Í gær, 14:56 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lögðu fram breytingartillögu við framlagða tillögu sína til borgarstjórnar um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...