Þá getur fólk andað að sér hálendinu

Guðni á Hellismannaleiðinni. Séð yfir Vondugiljaaura og fjallasal við Landmannalaugar ...
Guðni á Hellismannaleiðinni. Séð yfir Vondugiljaaura og fjallasal við Landmannalaugar og Laugahraunið frá 1477. mbl.is

Guðni Olgeirsson þekkir Hellismannaleið eins og lófann á sér, enda hefur hann gengið hana ótalsinnum, fyrst til að stika hana og síðar sér til ánægju. Hann ætlar að ganga þessa leið með góðum hópi í sumar og í leiðinni verður gengið í gegnum jarðsöguna, Íslandssöguna, útilegumannasöguna, þjóðsögurnar og sögur úr smalamennskum, því Guðni leggur sig fram um að varpa ljósi á það allt saman.

Ég geri þetta fyrir sjálfan mig og ég er í eftirlitsferð í leiðinni. Fyrir mig er nauðsynlegt að fara þarna í eina lúxusferð á ári með fólki sem nennir að ganga með mér,“ segir Guðni Olgeirsson en hann er fararstjóri og leiðsögumaður ferðar í sumar um hið margbrotna landslag sem Hellismannaleið geymir. Gönguleiðin er um 81 km löng og gengið er frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum. Guðni hefur ásamt fjölskyldu og vinum stikað þessa leið. „Ég er búinn að ganga þetta svo oft og ég veit hvaða fyrirkomulag virkar best. Til dæmis er allur matur sameiginlegur í þessum ferðum, en það er miklu ódýrara heldur en að hver og einn komi með sinn skrínukost. Ég skipulegg ferðina í samráði við hópinn sem gengur með mér hverju sinni, við höldum saman fund, ákveðum matseðil og fleira í þeim dúr. Ég smala saman fólki sem ég þekki og þekkist innbyrðis, en líka einhverjum sem þekkjast ekki. Þetta verður því ný ferð í hvert sinn.“

Þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gaman

Guðni segist vera hrifnastur af því fyrirkomulagi að ganga alla leiðina á fjórum dögum en hafa svo fimmta og síðasta daginn alveg frjálsan. „Þá getur fólk andað að sér hálendinu og gert það sem því sýnist. Sumir fara að veiða silung í Ljótapolli eða öðrum þeirra ótal vatna sem þarna eru, aðrir slaka á og lesa eða prjóna, aðrir ganga á eitt fjall til viðbótar. Svo er grillað saman um kvöldið. Mér finnst of hratt farið að ganga alla þessa leið og keyra svo beint heim. Fólk þarf að ná sálinni í þetta, syngja saman og hafa gaman í restina, skálastemningu og kertaljós.“

Guðni þekkir afar vel allt það svæði sem leiðin liggur um, enda er hann fæddur og uppalinn í Nefsholti í Holtum í Rangárvallasýslu. „Ég hafði samt aldrei gengið þessar dagleiðir fyrr en fyrir nokkrum árum. Pabbi rak okkur áfram í því að stika þessa leið og líka þeir sem vildu fá fleiri gönguleiðir á þessu svæði sem valkost við Laugaveginn. Við byrjuðum á einni dagleið og bættum svo smátt og smátt við sem og aukakrókum. Ég fer á hverju vori í eina vinnuferð með ýmsum sem hafa áhuga á þessu svæði, til að halda leiðinni við og laga það sem þarf, og fyrir vikið er mjög gott ástand á leiðinni sjálfri.“

Best að hugsa eins og sauðkind til að finna bestu leiðina

En hvernig verður dagleið til? „Fyrsti ramminn voru sæluhúsin fyrir þá sem smala þetta svæði, svokölluð gangnamannahús, síðan var okkar verk að finna bestu leiðirnar á milli staðanna. Það gekk ekkert alltaf mjög vel, það var mjög lærdómsríkt ferli og við gerðum fullt af mistökum. Þetta voru ekki gönguleiðir heldur aðeins kindaslóðar og svæði þar sem menn höfðu smalað á hestum. En til að finna bestu leiðina er best að hugsa eins og sauðkind. Við höfum líka fengið fólk til liðs við okkur sem þekkir best til á hverjum stað. Stundum þarf að taka krók til að komast að fallegum stað. Það eru nokkrir staðir á leiðinni sem okkur finnst nauðsynlegt að fólk skoði og njóti. Eftir að við lukum við að stika þessa leið og eftir að hafa gengið þetta svona oft, þá finnst mér heildin svo áhugaverð, það er skemmtilegt að ganga í gegnum jarðsöguna, Íslandssöguna, útilegumannasögur, þjóðsögurnar og sögur úr smalamennskum. Ég legg mig fram um að varpa ljósi á það allt saman í þessum ferðum mínum. Það er gaman að fá að kynnast gömlu fólki sem bjó þarna, eldgömlum eldgosum og ísöldinni,“ segir Guðni og bætir við að til standi að gefa út göngubækling um þetta svæði, fyrir Ferðamannafélag íslands..

Gengið í sumar með Guðna

Guðni verður með leiðsögn og fararstjórn í gönguferð um Hellismannaleiðina í sumar, snemma í ágúst. Allt að 20 manns geta komist í ferðina, sem er kjörin fyrir íslenskan gönguhóp eða nokkra smærri hópa.

Gengið verður frá Leirubakka í Landmannalaugar á fjórum dögum og fimmta daginn er aukadagur hugsaður í göngu að Fjallabaki nálægt Landmannahelli. Gist verður í góðum skálum á Rjúpnavöllum, Áfangagili og þrjár nætur í Landmannahelli.

Laugardagur 2. ágúst: Keyrt að Heklusetrinu á Leirubakka í Landsveit, 110 km frá Reykjavík. Hægt að byrja á kaffi á Leirubakka með skoðun á Heklusetri. Gengið að Rjúpnavöllum og gist þar í góðum skála með rafmagni. 25. km. Sunnudagur 3. ágúst: Gengið í Áfangagil. Gist þar í uppbyggðum gangnamannakofa. 18,5 km. Mánudagur 4. ágúst: Gengið í Landmannahelli, gist í Höfða. 22 km. Þriðjudagur 5. ágúst: Gengið í Landmannalaugar. Bað í lauginni eftir göngu. Skutl til baka í Höfða við Landmannahelli. 16,5. km. Miðvikudagur 6. ágúst: Hvíldardagur/göngudagur að fjallabaki. Skipt liði. Hægt að veiða silung í vötnum, ganga á Löðmund eða ganga á vit ævintýra í nágrenninu. Gist í Höfða. Fimmtudagur 7. ágúst: Heimferð. Áhugasamir geta sent Guðna skilaboð á netfanginu: gudni.olgeirsson@gmail.com.

Við Landmannahelli. Vala Hjörleifsdóttir og Angel Ruiz-Angulo búa í Mexíkó ...
Við Landmannahelli. Vala Hjörleifsdóttir og Angel Ruiz-Angulo búa í Mexíkó en gengu með Guðna síðastliðið sumar. Löðmundarvatn í baksýn. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Sjúkdómur unga fólksins

18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

17:24 Hlúð var að veikum böngsum á Bangsaspítalanum í dag. Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Auk fjölda barna og bangsa lét Guðni Th. Jóhannesson sig ekki vanta. Meira »

Gekk út með fulla kerru án þess að borga

17:18 Upp kom vélarbilun á tvíþekju á flugi nálægt Reykjavík rétt fyrir klukkan fimm í dag, en henni var lent á Reykjavíkurflugvelli án vandræða, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Framkvæmdir við Leirvogstungumel

16:27 Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið meðan á viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Ég þorði ekki að segja nei“

16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn, Jan Fabre sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »

Handtekinn eftir harðan árekstur

15:36 Einn var handtekinn um kl. 14 í gær í Borgarnesi í kjölfar harðs árekstrar. Er hinn handtekni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku en rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Jónas Hallgríms Ottóssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi. Meira »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Dartvörur í úrvali frá UNICORN.
Dartvörur í úrvali frá UNICORN. pingpong.is Síðumúla 35 (að aftanverðu) Sími 568...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...