Guðmundur Felix með augum Golla

Myndröð ársins tók Kjartan Þorbjörnsson, Golli, af Guðmundi Felix Grétarssyni en Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 og hefur þurft hjálp við daglegt líf síðan. Verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2013 voru afhent í Gerðarsafni í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem Golli ljósmyndari á Morgunblaðinu og mbl.is hlýtur verðlaun fyrir myndröð ársins.

Á sýningunni Bestu myndir ársins eru bestu myndir félaga í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands frá árinu 2013, ásamt bestu myndskeiðum fréttatökumanna. Um 1.000 myndir voru sendar inn í myndasamkeppni BLÍ en sex manna dómnefnd valdi þær 160 myndir sem prýða sýninguna.

Árið 2013 fór Guðmundur Felix til Frakklands þar sem þarlendir læknar hafa ákveðið að reyna að græða á hann nýjar hendur. Síðustu vikuna fyrir brottför var mikið að gera og ljósmyndari fylgdist með.

Umsögn dómnefndar: Frábær og vel unnin myndröð sem lýsir vel þeim erfiðleikum sem Guðmundur Felix Grétarsson þarf að mæta daglega. Hér er á ferðinni myndröð með mörgum góðum og sterkum myndum.

Dómnefnd valdi einnig þær myndir sem þóttu skara fram úr í hverjum flokki auk þess að velja mynd ársins.

Á neðri hæð Gerðarsafns opnaði BLÍ einnig sérsýningu á myndum Sigurgeirs Jónassonar, ljósmyndara úr Vestmannaeyjum – Eyjar í 65 ár.

Að sama tilefni var jafnframt valið myndskeið ársins frá fréttatökumönnum ljósavakamiðla. Myndskeið ársins tók Baldur Hrafnkell Jónsson.

Mynd ársins tók Páll Stefánsson af Maylis Lasserre, franskri stúlku sem var týnd á Vestfjörðum í tvo daga. Myndin var einnig valin portrettmynd ársins.

Umsögn dómnefndar: Tilfinningaþrungið portrett sem fangar athygli áhorfenda samstundis, vekur óræðar tilfinningar og lætur áhorfandann vilja vita meira um viðfangsefnið: Hver er hún? Hvað kom fyrir?

Fréttamynd ársins tók Sigtryggur Ari Jóhannsson af Karli Vigni Þorsteinssyni er hann var færður fyrir héraðsdómara.

Umsögn dómnefndar: Þetta er ákaflega einföld og vel uppbyggð fréttamynd. Styrkur hennar felst í samspili magnþrunginnar birtu og einfaldleikans sem kallar fram sterk hughrif. Hún markar endalokin á langri og sorglegri sögu afbrotamanns sem öll þjóðin var meðvituð um.

Íþróttamynd ársins tók Árni Torfason af Anítu Hinriksdóttur.

Umsögn dómnefndar: Hin rísandi unga stjarna Aníta Hinriksdóttir er í brennipunkti þessarar listfengnu myndar sem kemur til skila bæði hraða og hreyfingu.

Umhverfismynd ársins tók Vilhelm Gunnarsson í Kolgrafafirði.

Umsögn dómnefndar: Áhrifarík mynd sem dregur skýrt fram hversu stór í sniðum síldardauðinn í Kolgrafafirði var. Val ljósmyndara á sjónarhorni gerir það að verkum að landið virðist „teppalagt“ af síld. Útkoman er á vissan hátt yfirþyrmandi en jafnframt súrrealísk.

Tímaritamynd ársins tók Kristinn Magnússon fyrir mynd sína af Ásgeiri Trausta.

Umsögn dómnefndar: Skemmtilega unnin mynd af tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta. Myndvinnsla í takt við hans tónlistarstefnu. Dæmi um einfalda hugmynd, sem virkar.

„Daglegt líf“-mynd ársins tók Kjartan Þorbjörnsson af uppvakningum á Hverfisgötu.

Umsögn dómnefndar: Snjöll innrömmun hjá ljósmyndaranum, að ná að fanga augnaráð pinup-stúlkunnar í glugganum, sem gjóir augunum að unga fólkinu í uppvakningagervinu. Tvinnar saman þeirra ólíku (þó ekki) menningarheima.

Bætt inn klukkan 16:20

Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður RÚV, hlaut blaðamannaverðlaun ársins en verðlaun Blaðamannafélags Íslands voru einnig afhent í dag.

Kastljós fékk verðlaun fyrir umfjöllun ársins um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra með afhjúpun á brotum Karls Vignis Þorsteinssonar.

Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson hjá DV fengu verðlaun fyrir Rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um hælisleitendur og Stígur Helgason fékk verðlaun fyrir viðtal ársins sem birtist í Fréttablaðinu við Maríu Rut Kristinsdóttur, formann Stúdentaráðs.

Viðtal ársins
Viðtal Stígs Helgasonar sem birtist í Fréttablaðinu er áhrifaríkt og segir margbrotna sögu Maríu á sterkan og beinskeyttan hátt, þar sem hugarfari, togstreitu og tilfinningum Maríu er listilega lýst.

 Stígur varpar ljósi á flókið tilfinningasamband fórnarlambs kynferðisofbeldis til gerandans og lýsir vangaveltum hennar um áhrif fortíðarinnar á lífsleið hennar vel – Eins og hvernig ofbeldið leiddi til þess að hún missti áhugann á lögfræði, sem hún vildi læra, þar sem trúin á réttarkerfið hvarf við sýknudóm fósturföðurins. Einnig heilabrota um hvort vantraust hennar á karlmönnum hafi verið ástæða þess að hún kaus að búa með konu.

Stígur sýndi viðmælanda sínum verðskuldaða virðingu án þess að draga neitt undan. Viðtalið er hnitmiðað, áhrifaríkt og varpaði ljósi á óvenjulegar aðstæður í baráttu stúdenta við yfirvöld.  En fyrst og fremst vekur viðtalið von um að hægt sé að styrkjast við raunir lífisins.

 Rannsóknarblaðamennska ársins
Í umfjöllun sinni um hælisleitendur á Íslandi varpa blaðamennirnir, Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson, ljósi á aðstæður fólks hér á landi sem fæstir láta sig varða.

Þeir leiða lesendur sína inn í skúmaskotin, gefa röddum hælisleitenda vægi, benda á neikvæð og niðurlægjandi viðhorf, sýna fram á brotalamir í kerfinu og síðast en ekki síst fylgja mörgum þráðum vel eftir.

Með umfjölluninni í heild er vakin verðskulduð athygli á aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda á Íslandi og þá um leið á málaflokki sem hefur vaxið að umfangi í íslensku samfélagi síðustu misserin.

Umfjöllun ársins
Verðlaun fyrir umfjöllun ársins fær ritstjórn Kastljóss fyrir áhrifamikla umfjöllun um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra. Kastljós afhjúpaði ítarleg kynferðisbrot Karl Vignis Þorsteinssonar með játningum hans og afhjúpaði um leið vanmátt samfélagsins til að takast á við brot hans. Umfjöllun Kastljóss um vanmátt samfélagsins gagnvart kynferðisbrotum hélt áfram með áhrifamiklum viðtölum við Hilmar Þorbjörnsson og Eirík Guðmundsson um kærur þeirra fyrir kynferðisbrot á hendur kennara á Ísafirði. Einnig fjallaði Kastljós um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur sem fluttist frá heimabæ sínum eftir að hluti bæjarbúa studdi dæmdan nauðgara hennar opinberlega. Vönduð umfjöllun Kastljóss sýndi berlega hve erfitt það getur verið að leggja fram kæru vegna kynferðisbrots og standa í kjölfarið keikur gagnvart gagnrýni nærsamfélagsins en áhrifamáttur umfjöllunarinnar sást líka greinilega í verulegri fjölgun kæra í kjölfar hennar.

Blaðamannaverðlaun ársins
Bergljót Baldursdóttir hefur um árabil fjallað um margháttuð vísindastörf og rannsóknir. Hefur hún farið inná ólík fræðasvið, ekki síst heilbrigðismál og þannig með tíma og fyrirhöfn aflað sér víðtækrar þekkingar. Með því hefur henni tekist að gefa innsýn í flóknar sérgreinar. Á það bæði við um innlendar sem erlendar rannsóknir.

Bergljót hefur undanfarið leitt heilbrigðismálateymi fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ásamt  henni skipa það fréttamennirnir Sunna Valgerðardóttir og Valgeir Örn Ragnarsson. Teymið hefur fjallað um heilbrigðismál á landsvísu og dregið fram margháttaðan vanda sem oftar en ekki á rót sína að rekja til sílækkandi fjárframlaga og aðhalds í rekstri. Umfjöllun Fréttastofu Ríkisútvarpsins sem Bergljót leiddi reis hæst í október þegar hún ræddi við starfsfólk og sjúklinga á þremur lyflækningadeildum Landspítalans.  Þessar fréttir drógu í senn fram með skýrum hætti að ekki yrði gengið lengra í aðhaldi og sparnaði.

Sjá nánar á vef Blaðamannafélags Íslands

mbl.is

Innlent »

Jörð skelfur í Grindavík

Í gær, 21:55 Jarðskjálfti af stærð 3,5 mældist um kílómetra norðaustur af Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann hafa fundist vel í bænum og fjölmargar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni. Meira »

Íslendingur í annað sinn

Í gær, 21:48 Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. Meira »

8-10 vikna bið eftir dagvistun

Í gær, 21:41 Biðtími eftir dagvistunarplássi fyrir yngstu börn í Hafnarfirði er á bilinu 8-10 vikur samkvæmt þeim biðlista sem eru upplýsingar um hjá daggæslufulltrúa Hafnarfjarðar. Þetta segir Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar. Meira »

Páskaegg í búðir 10 vikum fyrir páska

Í gær, 21:17 Þrátt fyrir að enn séu um 10 vikur í páska eru páskaegg komin í sölu, alla vega í einni verslun Hagkaupa. Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í verslun fyrirtækisins í Skeifunni var búið að koma upp einni appelsínugulri körfu þar sem hægt var að finna lítil páskaegg í stærð tvö. Meira »

Kastaðist út úr bílnum

Í gær, 20:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld eftir að bíll valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist úr bílnum og var hann fluttur með þyrlunni á bráðamóttökuna í Fossvogi. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

Í gær, 19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

Í gær, 18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

Í gær, 18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

Í gær, 18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

Í gær, 18:16 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Meira »

Gul viðvörun víða um land

Í gær, 16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

Í gær, 15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

Í gær, 15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

Í gær, 12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

Í gær, 11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

Í gær, 13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

Í gær, 12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Borgarlína og spítali

Í gær, 11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...