Guðmundur Felix með augum Golla

Myndröð ársins tók Kjartan Þorbjörnsson, Golli, af Guðmundi Felix Grétarssyni en Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 og hefur þurft hjálp við daglegt líf síðan. Verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2013 voru afhent í Gerðarsafni í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem Golli ljósmyndari á Morgunblaðinu og mbl.is hlýtur verðlaun fyrir myndröð ársins.

Á sýningunni Bestu myndir ársins eru bestu myndir félaga í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands frá árinu 2013, ásamt bestu myndskeiðum fréttatökumanna. Um 1.000 myndir voru sendar inn í myndasamkeppni BLÍ en sex manna dómnefnd valdi þær 160 myndir sem prýða sýninguna.

Árið 2013 fór Guðmundur Felix til Frakklands þar sem þarlendir læknar hafa ákveðið að reyna að græða á hann nýjar hendur. Síðustu vikuna fyrir brottför var mikið að gera og ljósmyndari fylgdist með.

Umsögn dómnefndar: Frábær og vel unnin myndröð sem lýsir vel þeim erfiðleikum sem Guðmundur Felix Grétarsson þarf að mæta daglega. Hér er á ferðinni myndröð með mörgum góðum og sterkum myndum.

Dómnefnd valdi einnig þær myndir sem þóttu skara fram úr í hverjum flokki auk þess að velja mynd ársins.

Á neðri hæð Gerðarsafns opnaði BLÍ einnig sérsýningu á myndum Sigurgeirs Jónassonar, ljósmyndara úr Vestmannaeyjum – Eyjar í 65 ár.

Að sama tilefni var jafnframt valið myndskeið ársins frá fréttatökumönnum ljósavakamiðla. Myndskeið ársins tók Baldur Hrafnkell Jónsson.

Mynd ársins tók Páll Stefánsson af Maylis Lasserre, franskri stúlku sem var týnd á Vestfjörðum í tvo daga. Myndin var einnig valin portrettmynd ársins.

Umsögn dómnefndar: Tilfinningaþrungið portrett sem fangar athygli áhorfenda samstundis, vekur óræðar tilfinningar og lætur áhorfandann vilja vita meira um viðfangsefnið: Hver er hún? Hvað kom fyrir?

Fréttamynd ársins tók Sigtryggur Ari Jóhannsson af Karli Vigni Þorsteinssyni er hann var færður fyrir héraðsdómara.

Umsögn dómnefndar: Þetta er ákaflega einföld og vel uppbyggð fréttamynd. Styrkur hennar felst í samspili magnþrunginnar birtu og einfaldleikans sem kallar fram sterk hughrif. Hún markar endalokin á langri og sorglegri sögu afbrotamanns sem öll þjóðin var meðvituð um.

Íþróttamynd ársins tók Árni Torfason af Anítu Hinriksdóttur.

Umsögn dómnefndar: Hin rísandi unga stjarna Aníta Hinriksdóttir er í brennipunkti þessarar listfengnu myndar sem kemur til skila bæði hraða og hreyfingu.

Umhverfismynd ársins tók Vilhelm Gunnarsson í Kolgrafafirði.

Umsögn dómnefndar: Áhrifarík mynd sem dregur skýrt fram hversu stór í sniðum síldardauðinn í Kolgrafafirði var. Val ljósmyndara á sjónarhorni gerir það að verkum að landið virðist „teppalagt“ af síld. Útkoman er á vissan hátt yfirþyrmandi en jafnframt súrrealísk.

Tímaritamynd ársins tók Kristinn Magnússon fyrir mynd sína af Ásgeiri Trausta.

Umsögn dómnefndar: Skemmtilega unnin mynd af tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta. Myndvinnsla í takt við hans tónlistarstefnu. Dæmi um einfalda hugmynd, sem virkar.

„Daglegt líf“-mynd ársins tók Kjartan Þorbjörnsson af uppvakningum á Hverfisgötu.

Umsögn dómnefndar: Snjöll innrömmun hjá ljósmyndaranum, að ná að fanga augnaráð pinup-stúlkunnar í glugganum, sem gjóir augunum að unga fólkinu í uppvakningagervinu. Tvinnar saman þeirra ólíku (þó ekki) menningarheima.

Bætt inn klukkan 16:20

Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður RÚV, hlaut blaðamannaverðlaun ársins en verðlaun Blaðamannafélags Íslands voru einnig afhent í dag.

Kastljós fékk verðlaun fyrir umfjöllun ársins um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra með afhjúpun á brotum Karls Vignis Þorsteinssonar.

Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson hjá DV fengu verðlaun fyrir Rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um hælisleitendur og Stígur Helgason fékk verðlaun fyrir viðtal ársins sem birtist í Fréttablaðinu við Maríu Rut Kristinsdóttur, formann Stúdentaráðs.

Viðtal ársins
Viðtal Stígs Helgasonar sem birtist í Fréttablaðinu er áhrifaríkt og segir margbrotna sögu Maríu á sterkan og beinskeyttan hátt, þar sem hugarfari, togstreitu og tilfinningum Maríu er listilega lýst.

 Stígur varpar ljósi á flókið tilfinningasamband fórnarlambs kynferðisofbeldis til gerandans og lýsir vangaveltum hennar um áhrif fortíðarinnar á lífsleið hennar vel – Eins og hvernig ofbeldið leiddi til þess að hún missti áhugann á lögfræði, sem hún vildi læra, þar sem trúin á réttarkerfið hvarf við sýknudóm fósturföðurins. Einnig heilabrota um hvort vantraust hennar á karlmönnum hafi verið ástæða þess að hún kaus að búa með konu.

Stígur sýndi viðmælanda sínum verðskuldaða virðingu án þess að draga neitt undan. Viðtalið er hnitmiðað, áhrifaríkt og varpaði ljósi á óvenjulegar aðstæður í baráttu stúdenta við yfirvöld.  En fyrst og fremst vekur viðtalið von um að hægt sé að styrkjast við raunir lífisins.

 Rannsóknarblaðamennska ársins
Í umfjöllun sinni um hælisleitendur á Íslandi varpa blaðamennirnir, Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson, ljósi á aðstæður fólks hér á landi sem fæstir láta sig varða.

Þeir leiða lesendur sína inn í skúmaskotin, gefa röddum hælisleitenda vægi, benda á neikvæð og niðurlægjandi viðhorf, sýna fram á brotalamir í kerfinu og síðast en ekki síst fylgja mörgum þráðum vel eftir.

Með umfjölluninni í heild er vakin verðskulduð athygli á aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda á Íslandi og þá um leið á málaflokki sem hefur vaxið að umfangi í íslensku samfélagi síðustu misserin.

Umfjöllun ársins
Verðlaun fyrir umfjöllun ársins fær ritstjórn Kastljóss fyrir áhrifamikla umfjöllun um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra. Kastljós afhjúpaði ítarleg kynferðisbrot Karl Vignis Þorsteinssonar með játningum hans og afhjúpaði um leið vanmátt samfélagsins til að takast á við brot hans. Umfjöllun Kastljóss um vanmátt samfélagsins gagnvart kynferðisbrotum hélt áfram með áhrifamiklum viðtölum við Hilmar Þorbjörnsson og Eirík Guðmundsson um kærur þeirra fyrir kynferðisbrot á hendur kennara á Ísafirði. Einnig fjallaði Kastljós um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur sem fluttist frá heimabæ sínum eftir að hluti bæjarbúa studdi dæmdan nauðgara hennar opinberlega. Vönduð umfjöllun Kastljóss sýndi berlega hve erfitt það getur verið að leggja fram kæru vegna kynferðisbrots og standa í kjölfarið keikur gagnvart gagnrýni nærsamfélagsins en áhrifamáttur umfjöllunarinnar sást líka greinilega í verulegri fjölgun kæra í kjölfar hennar.

Blaðamannaverðlaun ársins
Bergljót Baldursdóttir hefur um árabil fjallað um margháttuð vísindastörf og rannsóknir. Hefur hún farið inná ólík fræðasvið, ekki síst heilbrigðismál og þannig með tíma og fyrirhöfn aflað sér víðtækrar þekkingar. Með því hefur henni tekist að gefa innsýn í flóknar sérgreinar. Á það bæði við um innlendar sem erlendar rannsóknir.

Bergljót hefur undanfarið leitt heilbrigðismálateymi fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ásamt  henni skipa það fréttamennirnir Sunna Valgerðardóttir og Valgeir Örn Ragnarsson. Teymið hefur fjallað um heilbrigðismál á landsvísu og dregið fram margháttaðan vanda sem oftar en ekki á rót sína að rekja til sílækkandi fjárframlaga og aðhalds í rekstri. Umfjöllun Fréttastofu Ríkisútvarpsins sem Bergljót leiddi reis hæst í október þegar hún ræddi við starfsfólk og sjúklinga á þremur lyflækningadeildum Landspítalans.  Þessar fréttir drógu í senn fram með skýrum hætti að ekki yrði gengið lengra í aðhaldi og sparnaði.

Sjá nánar á vef Blaðamannafélags Íslands

mbl.is

Innlent »

Níu og hálft tonn af rusli

07:00 Sjálfboðaliðar söfnuðu níu og hálfu tonni af rusli í Bolungarvík á Hornströndum í tveimur ferðum þangað í sumar, en þangað fara þeir nú árlega í þeim tilgangi. Er það met því áður höfðu safnast um það bil fimm tonn í hverri hreinsunarferð. Meira »

Hlýjast á Suðurlandi í dag

06:51 Veðurstofan spáir 10 til 18 stiga hita í dag. Hlýjast verður á Suðurlandi en á Norðausturlandi á morgun.  Meira »

Fleiri skrá heimagistingu

06:10 Tíðni skráninga á heimagistingu hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist talsvert frá því að samningur um eflingu Heimagistingavaktar við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var undirritaður 27. júní sl. Meira »

Eru ekki að gefast upp

05:30 „Við erum ekkert að gefast upp í baráttunni. Við erum eins og kona í fæðingu þegar barnið er alveg að koma – fáum einhvern aukakraft. Þannig er hljóðið í okkur núna,“ segir Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir. Meira »

Sektir eða fangelsi reynist dýrið friðað

05:30 Umdeilt dráp hvalsins sem talið er að gæti verið steypireyður gæti haft afleiðingar í för með sér fyrir Hval hf. reynist hvalurinn vera steypireyður, sem er alfriðuð tegund. Meira »

Einungis fimm fíkniefnahundar standa vaktina hér á landi

05:30 „Það hefur nær engin umgjörð verið í kringum þennan málaflokk,“ segir Heiðar Hinriksson lögreglumaður, sem umsjón hefur með fíkniefnahundi lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Meira »

1.300 tonn fylgja Guns N' Roses

Í gær, 22:20 Margvíslegur búnaður verður fluttur til landsins vegna tónleika Guns N' Roses, sem fram fara á Laugardalsvelli 24. júlí. Vegur búnaðurinn alls um 1.300 tonn, en 65 metra breitt svið verður smíðað á þjóðarleikvanginum og sérstakt gólf lagt yfir grasið. Meira »

Fullt hús á fundi ljósmæðra

Í gær, 22:03 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir mikinn samhug ríkja meðal ljósmæðra en þær funduðu í kvöld í húsnæði BHM. Hún fullyrðir í samtali við mbl.is að kröfur ljósmæðra muni ekki koma til með að hafa launaskrið í för með sér. Meira »

Lögreglan varar við svikapóstum

Í gær, 21:48 Lögreglan á höfuborgarsvæðinu varar við svikapóstum, sem sendir hafa verið til fólks að undanförnu. Í svikapóstunum segir að móttakandi tölvupóstsins hafi verið á klámsíðum og að sendandi póstsins hafi sýkt tölvuna af tölvuvírus, vefmyndavél tölvunnar verið virkjuð og myndband tekið af viðkomandi. Meira »

Rannsaka á hvaða dýpi kvikan er

Í gær, 21:00 Kvikuinnskot eru líklegasta skýring þeirrar aflögunar sem orðið hefur á Öræfajökli sl. tvö ár að mati Michelle Parks, eldfjallasérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Rannsóknir eru þó enn á frumstigi en vísindamenn vinna nú að því að komast að því á hvaða dýpi kvikan er. Meira »

Telja ákvæði um salerni úrelt

Í gær, 20:35 Dóra Björt Guðjónsdóttir segir reglugerð um húsnæði vinnustaða komna til ára sinna en nýsamþykkt tillaga mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar um ókyngreind salerni í húsnæði borgarinnar, brýtur í bága við 22. gr. reglugerðarinnar. Meira »

Áhrif hvalveiða verði tekin út

Í gær, 20:15 Fara verður í mat á umhverfisáhrifum og dýraverndunarsjónarmiðum, en einnig samfélagslegum áhrifum og áhrifum á íslenskt efnahagslíf áður en leyfi til hvalveiða verður úthlutað að nýju. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

„Þetta mun sjást í áratugi“

Í gær, 19:30 „Þetta mun sjást í áratugi,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustuna í Kerlingarfjöllum, um náttúruspjöllin sem urðu til vegna utanvegaaksturs tveggja franskra ferðamanna, í samtali við mbl.is. Meira »

Norskur framleiðandi sýnir Íslandi áhuga

Í gær, 18:30 Halldór Gíslason, landbúnaðarstjóri sveitarfélagsins Hå, segir í samtali við mbl.is fóðurskortinn í Noregi alvarlegan og „Norðmenn kaupa allt það hey sem þeir komast yfir.“ Maren Bjorland, hjá Fiskå Mølle staðfestir við blaðamann að fyrirtækið er að skoða innflutning frá Íslandi. Meira »

Hjólhýsi valt út af Vesturlandsvegi

Í gær, 18:21 Bíll með hjólhýsi í afturdragi fauk út af Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á sjötta tímanum í kvöld. Enginn slasaðist en hjólhýsið er illa farið, brotið að framan og dót fokið úr því. Ökumaður og kona hans voru á leið út úr bænum þegar snörp vindhviða feykti bílnum yfir á öfugan vegarhelming og þaðan út í vegkant. Meira »

Þyrla flutti slasaðan hestamann

Í gær, 18:19 Kona féll af hestbaki í reiðtúr við Löngufjörur á sunnanverðu Snæfellsnesi og hlaut áverka. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til ásamt björgunarsveitum af öllu Vesturlandi. Konan var flutt með þyrlu á Landspítala til skoðunar. Meira »

Ríkisstjórnin ekki rætt lög á ljósmæður

Í gær, 18:00 Ekki hefur komið til tals að setja lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Þetta segja bæði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Þjónustukort Byggðastofnunar kynnt

Í gær, 17:41 Vefsjáin thjonustukort.is var opnuð í dag og er það fyrsti áfangi í þróun þjónustukortsins sem nær yfir þjónustu á sviði löggæslu-, fræðslu- og heilbrigðismála. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tryggja frekari öflun gagna og samræmingu til þess að haldið verður áfram með verkefnið. Meira »

Ártúnsbrekka malbikuð

Í gær, 17:22 Malbikunarframkvæmdir hefjast í Ártúnsbrekku í kvöld, í aksturstefnu í átt að miðborg Reykjavíkur. Tvær akreinar verða malbikaðar í kvöld og nótt og ein til viðbótar á morgun. Vegarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: SUMAR: 23/7...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...