Guðmundur Felix með augum Golla

Myndröð ársins tók Kjartan Þorbjörnsson, Golli, af Guðmundi Felix Grétarssyni en Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 og hefur þurft hjálp við daglegt líf síðan. Verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2013 voru afhent í Gerðarsafni í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem Golli ljósmyndari á Morgunblaðinu og mbl.is hlýtur verðlaun fyrir myndröð ársins.

Á sýningunni Bestu myndir ársins eru bestu myndir félaga í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands frá árinu 2013, ásamt bestu myndskeiðum fréttatökumanna. Um 1.000 myndir voru sendar inn í myndasamkeppni BLÍ en sex manna dómnefnd valdi þær 160 myndir sem prýða sýninguna.

Árið 2013 fór Guðmundur Felix til Frakklands þar sem þarlendir læknar hafa ákveðið að reyna að græða á hann nýjar hendur. Síðustu vikuna fyrir brottför var mikið að gera og ljósmyndari fylgdist með.

Umsögn dómnefndar: Frábær og vel unnin myndröð sem lýsir vel þeim erfiðleikum sem Guðmundur Felix Grétarsson þarf að mæta daglega. Hér er á ferðinni myndröð með mörgum góðum og sterkum myndum.

Dómnefnd valdi einnig þær myndir sem þóttu skara fram úr í hverjum flokki auk þess að velja mynd ársins.

Á neðri hæð Gerðarsafns opnaði BLÍ einnig sérsýningu á myndum Sigurgeirs Jónassonar, ljósmyndara úr Vestmannaeyjum – Eyjar í 65 ár.

Að sama tilefni var jafnframt valið myndskeið ársins frá fréttatökumönnum ljósavakamiðla. Myndskeið ársins tók Baldur Hrafnkell Jónsson.

Mynd ársins tók Páll Stefánsson af Maylis Lasserre, franskri stúlku sem var týnd á Vestfjörðum í tvo daga. Myndin var einnig valin portrettmynd ársins.

Umsögn dómnefndar: Tilfinningaþrungið portrett sem fangar athygli áhorfenda samstundis, vekur óræðar tilfinningar og lætur áhorfandann vilja vita meira um viðfangsefnið: Hver er hún? Hvað kom fyrir?

Fréttamynd ársins tók Sigtryggur Ari Jóhannsson af Karli Vigni Þorsteinssyni er hann var færður fyrir héraðsdómara.

Umsögn dómnefndar: Þetta er ákaflega einföld og vel uppbyggð fréttamynd. Styrkur hennar felst í samspili magnþrunginnar birtu og einfaldleikans sem kallar fram sterk hughrif. Hún markar endalokin á langri og sorglegri sögu afbrotamanns sem öll þjóðin var meðvituð um.

Íþróttamynd ársins tók Árni Torfason af Anítu Hinriksdóttur.

Umsögn dómnefndar: Hin rísandi unga stjarna Aníta Hinriksdóttir er í brennipunkti þessarar listfengnu myndar sem kemur til skila bæði hraða og hreyfingu.

Umhverfismynd ársins tók Vilhelm Gunnarsson í Kolgrafafirði.

Umsögn dómnefndar: Áhrifarík mynd sem dregur skýrt fram hversu stór í sniðum síldardauðinn í Kolgrafafirði var. Val ljósmyndara á sjónarhorni gerir það að verkum að landið virðist „teppalagt“ af síld. Útkoman er á vissan hátt yfirþyrmandi en jafnframt súrrealísk.

Tímaritamynd ársins tók Kristinn Magnússon fyrir mynd sína af Ásgeiri Trausta.

Umsögn dómnefndar: Skemmtilega unnin mynd af tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta. Myndvinnsla í takt við hans tónlistarstefnu. Dæmi um einfalda hugmynd, sem virkar.

„Daglegt líf“-mynd ársins tók Kjartan Þorbjörnsson af uppvakningum á Hverfisgötu.

Umsögn dómnefndar: Snjöll innrömmun hjá ljósmyndaranum, að ná að fanga augnaráð pinup-stúlkunnar í glugganum, sem gjóir augunum að unga fólkinu í uppvakningagervinu. Tvinnar saman þeirra ólíku (þó ekki) menningarheima.

Bætt inn klukkan 16:20

Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður RÚV, hlaut blaðamannaverðlaun ársins en verðlaun Blaðamannafélags Íslands voru einnig afhent í dag.

Kastljós fékk verðlaun fyrir umfjöllun ársins um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra með afhjúpun á brotum Karls Vignis Þorsteinssonar.

Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson hjá DV fengu verðlaun fyrir Rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um hælisleitendur og Stígur Helgason fékk verðlaun fyrir viðtal ársins sem birtist í Fréttablaðinu við Maríu Rut Kristinsdóttur, formann Stúdentaráðs.

Viðtal ársins
Viðtal Stígs Helgasonar sem birtist í Fréttablaðinu er áhrifaríkt og segir margbrotna sögu Maríu á sterkan og beinskeyttan hátt, þar sem hugarfari, togstreitu og tilfinningum Maríu er listilega lýst.

 Stígur varpar ljósi á flókið tilfinningasamband fórnarlambs kynferðisofbeldis til gerandans og lýsir vangaveltum hennar um áhrif fortíðarinnar á lífsleið hennar vel – Eins og hvernig ofbeldið leiddi til þess að hún missti áhugann á lögfræði, sem hún vildi læra, þar sem trúin á réttarkerfið hvarf við sýknudóm fósturföðurins. Einnig heilabrota um hvort vantraust hennar á karlmönnum hafi verið ástæða þess að hún kaus að búa með konu.

Stígur sýndi viðmælanda sínum verðskuldaða virðingu án þess að draga neitt undan. Viðtalið er hnitmiðað, áhrifaríkt og varpaði ljósi á óvenjulegar aðstæður í baráttu stúdenta við yfirvöld.  En fyrst og fremst vekur viðtalið von um að hægt sé að styrkjast við raunir lífisins.

 Rannsóknarblaðamennska ársins
Í umfjöllun sinni um hælisleitendur á Íslandi varpa blaðamennirnir, Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhannsson, ljósi á aðstæður fólks hér á landi sem fæstir láta sig varða.

Þeir leiða lesendur sína inn í skúmaskotin, gefa röddum hælisleitenda vægi, benda á neikvæð og niðurlægjandi viðhorf, sýna fram á brotalamir í kerfinu og síðast en ekki síst fylgja mörgum þráðum vel eftir.

Með umfjölluninni í heild er vakin verðskulduð athygli á aðbúnaði og aðstæðum hælisleitenda á Íslandi og þá um leið á málaflokki sem hefur vaxið að umfangi í íslensku samfélagi síðustu misserin.

Umfjöllun ársins
Verðlaun fyrir umfjöllun ársins fær ritstjórn Kastljóss fyrir áhrifamikla umfjöllun um kynferðisbrot og afleiðingar þeirra. Kastljós afhjúpaði ítarleg kynferðisbrot Karl Vignis Þorsteinssonar með játningum hans og afhjúpaði um leið vanmátt samfélagsins til að takast á við brot hans. Umfjöllun Kastljóss um vanmátt samfélagsins gagnvart kynferðisbrotum hélt áfram með áhrifamiklum viðtölum við Hilmar Þorbjörnsson og Eirík Guðmundsson um kærur þeirra fyrir kynferðisbrot á hendur kennara á Ísafirði. Einnig fjallaði Kastljós um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur sem fluttist frá heimabæ sínum eftir að hluti bæjarbúa studdi dæmdan nauðgara hennar opinberlega. Vönduð umfjöllun Kastljóss sýndi berlega hve erfitt það getur verið að leggja fram kæru vegna kynferðisbrots og standa í kjölfarið keikur gagnvart gagnrýni nærsamfélagsins en áhrifamáttur umfjöllunarinnar sást líka greinilega í verulegri fjölgun kæra í kjölfar hennar.

Blaðamannaverðlaun ársins
Bergljót Baldursdóttir hefur um árabil fjallað um margháttuð vísindastörf og rannsóknir. Hefur hún farið inná ólík fræðasvið, ekki síst heilbrigðismál og þannig með tíma og fyrirhöfn aflað sér víðtækrar þekkingar. Með því hefur henni tekist að gefa innsýn í flóknar sérgreinar. Á það bæði við um innlendar sem erlendar rannsóknir.

Bergljót hefur undanfarið leitt heilbrigðismálateymi fréttastofu Ríkisútvarpsins. Ásamt  henni skipa það fréttamennirnir Sunna Valgerðardóttir og Valgeir Örn Ragnarsson. Teymið hefur fjallað um heilbrigðismál á landsvísu og dregið fram margháttaðan vanda sem oftar en ekki á rót sína að rekja til sílækkandi fjárframlaga og aðhalds í rekstri. Umfjöllun Fréttastofu Ríkisútvarpsins sem Bergljót leiddi reis hæst í október þegar hún ræddi við starfsfólk og sjúklinga á þremur lyflækningadeildum Landspítalans.  Þessar fréttir drógu í senn fram með skýrum hætti að ekki yrði gengið lengra í aðhaldi og sparnaði.

Sjá nánar á vef Blaðamannafélags Íslands

mbl.is

Innlent »

Brjóta niður menningarmúra á Norðurpólnum

20:35 Ellefu konur frá jafn mörgum löndum náðu þeim áfanga í fyrradag að ganga síðustu breiddargráðuna að Norðurpólnum.   Meira »

Vörur ORA sköruðu fram úr í Brussel

20:18 Iceland's Finest-vörulínan frá ORA, sem inniheldur rjómakennda loðnuhrognabita, stökka kavíarbita og ljúffenga humarsúpu, hefur verið valin vörulína ársins á sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem lýkur í dag. Meira »

Hin lánsömu yfirgefa ekki húsið

19:30 „Þetta er mjög auðug fjölskylda sem býr í húsinu sínu en gjaldið fyrir velsældina eru strangar reglur og ein þeirra er að þau mega aldrei yfirgefa húsið.“ Svona lýsir slóvaski danshöfundurinn Anton Lachky nýju verki sínu sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á föstudag. mbl.is kíkti á æfingu. Meira »

Máli vegna kreditkortasvika vísað aftur í hérað

19:10 Hæstiréttur hefur vísað máli pars, sem var svik­ið um 1,4 millj­ón­ir króna á Teneri­fe árið 2015 og sak­ar Ari­on banka og Valitor um al­var­lega van­rækslu, aftur í hérað. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

18:55 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann yfir Sigurði Kristinssyni sem er grunaður um að vera viðriðinn smygl á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni til landsins. Sigurður var handtekinn í lok janúar þegar hann kom til landsins frá Spáni. Meira »

Hálkublettir á nokkrum fjallvegum

18:38 Vegir eru víðast hvar greiðfærir á láglendi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum.  Meira »

Vinnuvél í ljósum logum í malarnámu

17:28 Eldur kom upp í vélarrými í hjólaskóflu á stórri vinnuvél í malarnámu við Hólabrú, rétt norðan við Hvalfjarðargöngin í morgun. Meira »

Mikil fjölgun skráðra umferðalagabrota

17:44 Alls voru 1.311 umferðalagabrot skráð í mars á höfuðborgarsvæðinu og fjölgar brotunum mikið milli mánaða. Í febrúar voru til að myndaskráð 907 brot og 790 brot í janúar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu um lykiltölur í afbrotafræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Reyndi að fá konu til að snerta hann

16:58 Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að brjótast inn á heimili konu að kvöldlagi fyrir tveimur árum síðan, afklæðast fyrir framan hana, hóta henni kynferðislegu ofbeldi og hafa af henni fimm þúsund krónur. Meira »

Beiðni um tvo matsmenn hafnað

16:36 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Valitors um dómkvaðningu tveggja matsmanna í máli fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Prodictions gegn Valitor. Meira »

Gylfi nýr formaður bankaráðs

15:35 Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur kosið Gylfa Magnússon formann bankaráðs Seðlabanka Íslands. Jafnframt hefur ráðið kosið Þórunni Guðmundsdóttur varaformann ráðsins. Meira »

Langflestir vilja fella strompinn

15:26 Alls vildu 94,25 prósent þeirra sem tóku þátt í kosningu um framtíð stromps Sementsverksmiðju ríkisins láta fella hann.  Meira »

Hrepparígur tilheyrir fortíðinni

15:23 „Ef það kæmi þetta laxeldi, þá yrðum við orðnir nokkuð sáttir í bili. Við nennum alveg að vinna ef við fáum vinnu og við getum alveg bjargað okkur ef við fáum leyfi til þess,“ segir Kristján Jón Guðmundsson í Bolungarvík. Hann segir samvinnu Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar vera æ meiri. Meira »

„Gríðarlegur áfangasigur“

14:35 „Ég er mjög ánægð með þetta. Það er gleðidagur að hafa náð þessu loksins,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um samþykkt NPA-frumvarpsins svokallaða. Meira »

Umdeildu frumvarpi vísað til ríkisstjórnar

13:17 Umdeildu frumvarpi um bann við umskurði drengja verður væntanlega vísað til ríkisstjórnarinnar í næstu viku, en ekki til áframhaldandi þinglegrar meðferðar. Þetta herma heimildir mbl.is. Meira »

Vill breyta kjörum æðstu embættismanna

15:04 Frumvarp um breytt fyrirkomulag á kjörum æðstu embættismanna ríkisins verður lagt fram á Alþingi í haust.  Meira »

Alþingi samþykkti NPA-frumvarpið

14:03 Alþingi samþykkti í dag með 45 samhljóða atkvæðum lagafrumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Meira »

„Við erum bara komnar með nóg“

12:13 „Þetta fól í rauninni í sér að skerða þjónustuna, en við teljum að hún sé fullkomlega sniðin að þörfum skjólstæðinga eins og hún er í dag. Við vorum ekki tilbúnar að fórna því til að hækka launin okkar. Það var leiðin sem átti að fara. Skerða þjónustuna og nýta þann pening í að hækka launin.“ Meira »
Kínverskur antik skápur
Mjög glæsilegur kínverskur antik skápur til sölu. Hæð 2.20 Breidd 1.50 Þykkt ...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
FJÖLSKYLDUFERÐ Í SÓLINA. Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallar...
 
20739 þróunarsamvinna
Tilkynningar
Auglýst ferli nr. 20739 - Þróunars...
Rafvirki óskast
Önnur störf
Rafvirki óskast Óskum eftir rafvirkja ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa klþ 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...