Lífsglaður LEGO-meistari hyggur á byggingu Titanic

Brynjar Karl Birgisson.
Brynjar Karl Birgisson.

Brynjar Karl Birgisson er 11 ára gamall einhverfur drengur sem dreymir um að heimsækja LEGO-verksmiðjurnar í Danmörku, en hann hyggur á smíði líkans af  risaskipinu Titanic. Til þess þarf mörg hundruð þúsund kubba og í myndskeiði á YouTube biðlar Brynjar Karl til danska leikfangaframleiðandans að bjóða sér í heimsókn og aðstoða sig við smíðina.

Brynjar Karl gengur í Langholtsskóla og er mikill áhugamaður um tölvur, forritun, skip og LEGO-kubba og sækir forritunarnámskeið fyrir börn. „Hann er mjög félagslyndur þótt hann sé einhverfur, en það hangir ekki alltaf saman. Einhverfa er svo mismunandi, það átta sig ekki allir á því. Hann er einstaklega lífsglaður 11 ára strákur sem á sína drauma, rétt eins og allir jafnaldrar hans,“ segir Bjarney Lúðvíksdóttir, móðir Brynjars.

Óttalegur markaðsmaður í sér

Myndskeiðið settu þau mæðgin inn í dag og viðbrögðin hafa verið afar jákvæð. „Ég er hálfundrandi á því hvað allir eru jákvæðir og hvað við fáum flottar móttökur. Þetta virðist höfða til margra og það er mjög jákvætt,“ segir Bjarney. Hún segir hugmyndina hafa komið frá Brynjari Karli. „Hann er óttalegur markaðsmaður í sér og hann á algjörlega þessa hugmynd. Hann sagðist vilja senda bréf til kallsins sem stjórnar LEGO-landi. Ég sagði að það væri örugglega hægt, en við ákváðum síðan að koma þessu frá okkur á þennan hátt. “

Hvað sem eðlilegur þýðir eiginlega!

Í myndskeiðinu útskýrir Brynjar Karl einhverfu fyrir áhorfendum. „Það getur verið svolítið erfitt að vera einhverfur. Ég þarf að ná stjórn á huga mínum og líkama og á hverjum degi læri ég að haga mér, rétt eins og eðlileg börn. Hvað sem eðlilegur þýðir eiginlega! Ég er svo mikið að reyna að átta mig á því. En fyrst og fremst er ég listrænn. Ég er listrænn og skapandi.“

LEGO-kubbarnir eins og fjölskyldumeðlimir

„Ég elska að byggja úr LEGO-kubbum,“ segir Brynjar Karl í myndskeiðinu og greinir frá því að hann byggi úr kubbunum nánast á hverjum degi og að hann hafi nú þegar gert teikningar og útreikninga varðandi byggingu Titanic, sem verði að öllum líkindum 16,33 metra langt. Til þess þurfi hann mörg þúsund kubba og aðstöðu í verksmiðjunni. „Nú þarf ég bara ykkar hjálp. því ég á ekki svona marga kubba,“ segir Brynjar Karl. „Ég vil geta sýnt heiminum að ég er sannur LEGO-meistari.“

„Hann hefur leikið sér svo mikið með LEGO-kubba að þeir eru orðnir eins og fjölskyldumeðlimir,“ segir Bjarney. Hún segir leikinn með kubbana hafa hjálpað Brynjari Karli við að þróa hæfileika sína og skynjun. Skip eru í mestu uppáhaldi hjá honum og hann byggir þau ýmist samkvæmt forskriftum sem fylgja kubbakössunum eða hannar sín eigin. Þá byggir hann gjarnan flugvélar, þekktar byggingar og ýmis mannvirki.

Vinnur að heimildamynd um Brynjar Karl

Bjarney er kvikmyndagerðarkona og vinnur að heimildamynd um son sinn. Hún segir það vera lið í því að skilja hann betur, hvernig hann tjái sig og hvernig hann lifi með einhverfunni. „Ég aðstoða hann eftir bestu getu við að ná markmiðum sínum. Við ákváðum í sameiningu að búa til þessi skilaboð, þetta myndskeið á YouTube og vonum að það nái á réttan stað.“ 

Þeir sem vilja hvetja LEGO til að taka á móti Brynjari Karli í verksmiðju sinni geta skrifað athugasemd við myndskeiðið og merkt það með #lego eða #legoland

)

„Ég elska að byggja úr LEGO-kubbum,“ segir Brynjar Karl í ...
„Ég elska að byggja úr LEGO-kubbum,“ segir Brynjar Karl í myndskeiðinu. lego.dk
mbl.is

Innlent »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...