„Dregin inn í málið af Jónínu“

Bjarki Diego, Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrverandi ritstjóri Pressunnar, Ingibjörg Ólöf …
Bjarki Diego, Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrverandi ritstjóri Pressunnar, Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir og Ásta Sigríður Knútsdóttir. mbl.is/Þórður

Ein þeirra kvenna sem kærðu Gunnar Þorsteinsson, kenndan við Krossinn, fyrir kynferðisofbeldi á árinu 2011 sagðist ekki hafa ætlað sér að gera neitt í málinu, hvorki stíga fram opinberlega eða kæra, fyrr en hún fékk skilaboð frá Jónínu Benediktsdóttur, eiginkonu Gunnars.

Eins og komið hef­ur fram á mbl.is höfðaði Gunn­ar meiðyrðamál á hend­ur tveim­ur kon­um, fyrr­ver­andi rit­stjóra Press­unn­ar og út­gáfu­fé­lagi Press­unn­ar vegna frétta­flutn­ings af kon­um sem sökuðu Gunn­ar um kyn­ferðis­brot.

Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein þeirra kvenna sem í nóvember 2010 sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi og kærðu hann í kjölfarið í mars 2011, sagði við aðalmeðferð í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hún hafi verið tólf ára þegar hún fór í Krossinn með foreldrum sínum. Fimmtán ára hafi Gunnar farið að áreita hana munnlega og líkamlega þegar hún var 19 ára.

Hún sagði brot Gunnars endurtekin. „Hann Gunnar strauk brjóst mín utan- og innanklæða. Hann fór með hendur undir nærbuxur og strauk kynfæri mín og hann fór með fingur upp í kynfæri oftar en einu sinni,“ sagði hún. Brotin hafi átt sér stað árið 1986.

Vildi stoppa Gunnar

Ólöf segist hafa fengið tvö símtöl 17. nóvember 2010. Þá hafi henni verið tjáð að konur séu að hittast og tala saman, konur sem lent hafi í Gunnari. „Þá kom ég af fjöllum og vissi ekki neitt um þetta mál. En þetta fékk á mig og það rifnuðu upp gömul sár.“

Hún sagðist hins vegar ekkert hafa ætlað að gera í málinu fyrr en hún fékk skilaboð frá Jónínu Benediktsdóttur 20. nóvember 2010. Þá hafi hún beðið Ólöfu að koma á fund. „Ég afþakkaði þann fund en þá sá ég að Jónína og Gunnar voru búin að draga mig inn í þetta mál sín á milli. Það var greinilega búið að nefna mig í sambandi við þetta mál. Þannig að ég var eiginlega dregin inn í málið af Jónínu. [...] Ég vildi stoppa Gunnar ef hann væri enn að áreita ungar konur.“

Eins og hjá öðrum konum var Ólöfu tilkynnt af ríkissaksóknara að meint brot Gunnars væru fyrnd.

Frétt mbl.is: Vildi smakka á brjóstamjólk mágkonu

Frétt mbl.is: Ein geðveik og önn­ur súlu­dans­mær

Frétt mbl.is: Hrædd­ar vegna áreit­is Gunn­ars

Frétt mbl.is: Rek­ur málið til hjóna­bands síns

Frétt mbl.is: Thelma fær að bera vitni

Frétt mbl.is: Thelma fær ekki að bera vitni

Frétt mbl.is: Gunn­ar vildi fjöl­miðlabann

Frétt mbl.is: Gunn­ar hyggst stefna Press­unni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert