Enn enginn dómur í máli Gunnars

Gunnar Þorsteinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Gunnar Þorsteinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þórður

Þrátt fyrir að meira en fjórar vikur séu liðnar frá því að meiðyrðamál Gunnars Þorsteinssonar, sem jafnan er kenndur við Krossinn, var dómtekið af Héraðsdómi Reykjavíkur bólar ekkert á dómi í málinu. Samkvæmt heimildum mbl.is óskaði dómari málsins eftir fresti og urðu málsaðilar við óskinni.

Málið höfðaði Gunn­ar á hend­ur tveim­ur kon­um, fyrr­ver­andi rit­stjóra Press­unn­ar og út­gáfu­fé­lagi Press­unn­ar vegna frétta­flutn­ings af nokkrum kon­um sem sökuðu Gunn­ar um kyn­ferðis­brot. Gunnar krefst 15 millj­óna króna í skaðabæt­ur, fimm millj­óna frá hverj­um aðila fyr­ir sig, og af­sök­un­ar­beiðni.

Einar Hugi Bjarna­son, lögmaður Gunn­ars, sagði við aðalmeðferð málsins að umfjöllun Pressunnar hefði lagt líf Gunnars í rúst. „Þetta hef­ur haft í för með sér óbæt­an­leg­an skaða fyr­ir stefn­anda enda nafn hans um ald­ur og ævi tengt kyn­ferðis­brot­um. Brot­um sem hann hef­ur ávallt neitað fyr­ir og aldrei dæmd­ur fyr­ir.“

Meðal um­mæla sem kraf­ist er ómerk­ing­ar á eru:

Eins og áður segir fór aðalmeðferð í málinu fram í síðasta mánuði og var það dómtekið 21. maí. Í lögum um meðferð einkamála segir að dómur skuli kveðinn upp svo fljótt sem unnt er og hafi dómur ekki verið kveðinn upp í máli sem munnlega var flutt innan fjögurra vikna frá því það var dómtekið skuli það flutt á ný nema dómari og aðilar telji það óþarft.

Samkvæmt heimildum mbl.is óskaði dómari málsins eftir allt að átta vikna fresti og samþykktu allir málsaðilar þá ósk og lýstu yfir að ekki væri ástæða til að flytja málið á ný. 

Hér má lesa fleiri fréttir af meiðyrðamáli Gunnars Þorsteinssonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert