Gleðigangan setur svip sinn á borgina

Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Það hefur varla farið framhjá neinum að Gleðigangan fer fram í dag. Hefst gangan klukkan 14 frá Vatnsmýrarvegi og verður gengið niður á Arnarhól. Vegna göngunnar verða töluverðar lokanir á götum í miðborginni eins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu útskýrir á meðfylgjandi mynd.

Lögreglan biður íbúa gatnanna afsökunar á óþægindunum sem kunna að skapast vegna lokananna. Þá hvetur hún fólk til að kynna sér lokanirnar til þess að forðast tafir og sektir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert