13 skjálftar stærri en fimm stig

Eldgos í Holuhrauni
Eldgos í Holuhrauni

Mikil skjálftavirkni hefur verið í norðanverðum Vatnajökli í nótt en rúmlega þrjú varð jarðskjálfti sem mældist 5,5 stig við norðanverða brún Bárðarbunguöskjunnar. Frá 16. ágúst hafa 13 skjálftar stærri en 5 mælst á þessum slóðum.

Sigþrúður Ármannsdóttir, sérfræðingur á sviði jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, segir að alls hafi um 190 skjálftar mælst frá miðnætti. Flestir þeirra eru í kvikuganginum og í Herðubreiðartöglum en þar jókst jarðskjálftavirkni fyrir helgi. 

Í framhaldi af stóra skjálftanum um þrjúleytið í nótt jókst skjálftavirkni bæði á svæðinu nyrst undir Dyngjujökli suður af gosstöðvunum en þó sérstaklega í Herðubreiðartöglum.
Stærsti skjálftinn þar hingað til í dag er tæplega þrír að stærð.

Virkni í gosstöðvunum í Holuhrauni er svipuð og í gær en ný mæling á jaðri hraunsins var gerð af starfsmönnum Jarðvísindastofnunar kl. 14 í gær. Austurjaðar hraunsins hafði þá lítið þokast í nokkra klukkutíma eftir að hafa gengið fram um tvo kílómetra kvöldið áður og um nóttina. Hins vegar var verulegt hraunrennsli og jaðrar þess höfðu þykknað. Í framhaldinu má reikna með að jaðrarnir gefi sig og hraunið sæki fram. Skrykkjótt framrás af þessu tagi er alvanaleg í hraungosum, samkvæmt upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Rennsli úr gossprungunni síðasta sólarhringinn er talið hafa verið 100-150 m3/s, svipað og var daginn áður en u.þ.b. þrefalt minna en fyrsta daginn.

Lokun Almannavarna á leiðum á hálendinu norðausturlands, norðan Dyngjufjalla, er enn í gildi. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta. 

Nýtt hraunakort - staðan kl. 14:00, 2. september 2014 - …
Nýtt hraunakort - staðan kl. 14:00, 2. september 2014 - Eldgos í Holuhrauni Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
Smásjárljósmyndir af silikatbráðarinnlyksum í plagíóklaskristöllum
Smásjárljósmyndir af silikatbráðarinnlyksum í plagíóklaskristöllum Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
InSAR mælingar á jarðskorpuhreyfingum með ratsjárgervitunglum
InSAR mælingar á jarðskorpuhreyfingum með ratsjárgervitunglum Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert