Hafa ekki lokað á deildu.net

Deildu.net
Deildu.net

Vodafone hefur enn ekki lokað á síðurnar Piratebay og deildu.net, enda hefur sýslumaður ekki lagt á lögbann í samræmi við niðurstöðu dómsins

Vodafone segir jákvætt að niðurstaða héraðsdóms í máli STEFS gegn fjarskiptafyrirtækjunum Vodafone og Hringdu liggi fyrir, þar sé komin afstaða dómstóla til flókins máls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone. 

Héraðsdómur hefur lagt fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann við þeirri athöfn Vodafone og Hringdu að veita viðskiptamönnum sínum aðgang að deildu.net og Piratebay, en þar er deilt höfundarvörðu efni. 

„Lögmenn okkar munu nú leggja mat á niðurstöðuna, áður en ákvörðun um næstu skref er tekin. Þess má geta að Vodafone hefur ekki lokað á umræddar vefsíður á þessu stigi málsins enda hefur sýslumaður enn ekki lagt á lögbann í samræmi við niðurstöðu dómsins. Á grundvelli fyrrnefndrar niðurstöðu héraðsdóms má gera ráð fyrir að STEF fari fram á við öll fjarskiptafyrirtæki landsins að lokað verði á umræddar síður,“ segir í tilkynningu frá Vodafone.

Hér má sjá tilkynninguna í heild:

„Það er jákvætt að niðurstaða héraðsdóms í máli STEFS gegn fjarskiptafyrirtækjunum sé fengin. Þar er komin afstaða dómstóla til flókins máls. Lögmenn okkar munu nú leggja mat á niðurstöðuna, áður en ákvörðun um næstu skref er tekin. Þess má geta að Vodafone hefur ekki lokað á umræddar vefsíður á þessu stigi málsins enda hefur sýslumaður enn ekki lagt á lögbann í samræmi við niðurstöðu dómsins. Á grundvelli fyrrnefndrar niðurstöðu héraðsdóms má gera ráð fyrir að STEF fari fram á við öll fjarskiptafyrirtæki landsins að lokað verði á umræddar síður.“

Aðgangi að deildu.net lokað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert