„Þannig að hér heilsast engir“

Gísli Rafn Ólafsson að störfum á hamfarasvæðinu í Haítí eftir ...
Gísli Rafn Ólafsson að störfum á hamfarasvæðinu í Haítí eftir jarðskjálftana árið 2010.

„Alls staðar þar sem að ég fer er líkamshiti minn mældur og ég þarf ítrekað að þrífa bæði skó og hendur með sótthreinsandi efnum. Jafnframt er öll líkamleg snerting bönnuð, þannig að hér heilsast engir.“

Þannig lýsir Gísli Rafn Ólafsson, sem nú er staddur í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, ástandinu. Landið hefur orðið hvað verst úti í ebólufaraldrinum og hundruð manna látist.

Gísli starfar fyrir hjálparsamtökin NetHope og er hlutverk hans m.a. að gera úttekt á fjarskiptakerfi landsins. Hann hefur oftsinnis aðstoðað á hamfarasvæðum víða um heim.

Gísli býr á hóteli sem uppfyllir allar þær kröfur sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna gera varðandi ástand og öryggismál. „Ég er ekki neins staðar nálægt því þar sem verið er að meðhöndla sjúklinga. Ég er einungis á fundum með viðbragðsaðilum, fulltrúum ríkisstjórnarinnar og fjarskiptafyrirtækja.“

Ástandið í Líberíu fer sífellt versnandi. Tæplega 4.300 manns hafa smitast af ebóluveirunni og um 2.500 látist. „Í landi þar sem fyrir voru einungis 50 læknar fyrir 3,9 milljónir íbúa er ansi erfitt að hemja útbreiðslu veirunnar,“ segir Gísli. „Fjöldi hjálparstofnana hefur verið hér frá því í vor þegar ebóla skaut fyrst upp kollinum og á síðustu vikum hefur hjálparstarfsmönnum fjölgað verulega. Enn vantar þó stórlega upp á að nægilega mikið af læknum og hjúkrunarfólki sé til þess að sinna sjúkum.“

Allt kallar þetta á góða samhæfingu og samskipti á milli þeirra mörgu hjálparstarfsmanna og ríkisstarfsmanna sem vinna við að koma böndum á útbreiðslu veirunnar. „Fjarskipta- og upplýsingatæknikerfi landsins eru hins vegar einnig á frekar einföldu stigi, sér í lagi á dreifbýlum svæðum utan höfuðborgarinnar Monróvíu,“ segir Gísli. Hlutverk NetHope, hjálparsamtakanna sem hann starfar fyrir, er að samhæfa alla þætti sem snúa að fjarskipta- og upplýsingatækninni.

„Við vinnum með samstarfsaðilum okkar, sem eru yfir fjörutíu af stærstu hjálparsamtökum í heimi, m.a. Rauði krossinn, Barnaheill og SOS Barnaþorp, og leitum leiða til þess að koma á fjarskiptum og einfalda miðlun upplýsinga á milli hjálparsamtaka.“

Vilja bæta samskipti á hamfarasvæðum

NetHope vinnur einnig mjög náið með fjarskiptafyrirtækjum í landinu og stórfyrirtækjum í upplýsingatæknigeiranum um allan heim við að finna leiðir til þess að bæta fjarskipta- og upplýsingatækikerfi.

„Þetta er auðvitað líka gert í góðri samvinnu við ríkisstjórn landsins og vinnan er studd af stórfyrirtækjum, góðgerðarsjóðum og af bandaríska ríkinu. Mitt hlutverk í þessari ferð hefur verið að gera úttekt á stöðu fjarskiptakerfisins. Verður skýrslan sem ég tek saman kynnt í Hvíta húsinu í næstu viku á fundi sem helstu stjórnendur stærstu upplýsinga- og fjarskiptafyrirtækja heims sitja. Á þeim fundi verður rætt hvernig tæknin getur aðstoðað í baráttunni við ebólu.“

Oftsinnis aðstoðað á hamfarasvæðum

Hjálparstarf sem þetta er ekkert nýtt fyrir Gísla. Fyrir tveimur áratugum byrjaði hann sem sjálfboðaliði í Björgunarsveit Hafnarfjarðar og var síðar virkur í björgunarsveitum í Bandaríkjunum þar sem hann bjó um tíma. 

„Undanfarin níu ár hefur þó fókusinn verið meira á björgunarstarf á erlendum vettvangi og hef ég í því sambandi tekið þátt í skipulagi og viðbragði við ýmsum stærstu hamförum undanfarinn áratug, m.a. fellibylnum Haiyan á Filippseyjum í nóvember í fyrra og jarðskjálftanum og flóðbylgjunni í Japan árið 2011. Ég var jafnframt stjórnandi íslensku alþjóðbjörgunarsveitarinnar þegar hún fór til Haítí eftir jarðskjálftann mikla þar árið 2010.“

Gísli hefur ekki áður verið í Líberíu en hefur margsinnis komið til Afríku. „Fyrsta alþjóðlega útkallið mitt var þó ekki fjarri Líberíu. Það var í flóðum í Gana árið 2007, en þar fór ég á vegum Sameinuðu þjóðanna.“

Frétt mbl.is: Gísli Rafn segist fara að öllu með gát

Útimarkaður í Monróvíu.
Útimarkaður í Monróvíu. AFP
Gísli á Haítí.
Gísli á Haítí.
Gísli á hamfarasvæði í Japan eftir jarðskjálftana og flóðbylgjuna árið ...
Gísli á hamfarasvæði í Japan eftir jarðskjálftana og flóðbylgjuna árið 2011.
mbl.is

Innlent »

Náttúran verði látin um hvalhræin

22:15 Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir best að láta náttúruna um að hylja grindhvalahræin sem fundust í Löngufjörum í síðustu viku, en talið er að þau hafi verið þar í allt að þrjár vikur. Meira »

„Það er svo auðvelt að gefast upp“

21:45 „Ég hef verið með þetta sund í hausnum í einhver tvö ár. Síðan var gaman að geta gert þetta núna vegna þess að Eyjólfur Jónsson synti sömu leið í júlí árið 1959, fyrir sextíu árum. Þannig að það var skemmtilegt að gera þetta honum til heiðurs.“ Meira »

Enginn í vegi fyrir framkvæmdum — enn

21:05 Framkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum, við veginn yfir til Ófeigsfjarðar, eru á áætlun. Þetta segir Friðrik Friðriksson, talsmaður VesturVerks, sem leggur veginn. Meira »

Fjallahjólaæði gerir vart við sig á sumrin

20:45 Nóg er um að vera á skíðasvæðunum í sumar, þó að fáa hefði grunað það. Skíðalyftur eru nýttar til fjallahjólreiða á sumrin og hefur það verið gert í 10 ár að sögn Magne Kvam hjólabrautahönnuðar, sem hannaði hjólabrautirnar í Skálafelli. Hann segir íþróttina, sem eitt sinn var álitin jaðarsport, hafa vaxið í vinsældum. Meira »

Sjúkragögn SÁÁ sögð hafa farið á flakk

19:45 Persónuvernd hefur fengið tvær tilkynningar vegna meðferðar gagna sem sögð eru varða innlagnir sjúklinga á Vík, meðferðarheimili SÁÁ. Gögnin eru í fórum Hjalta Þórs Björnssonar, fyrrverandi dagskrárstjóra hjá SÁÁ, en SÁÁ og Hjalta greinir á um hvernig á því stendur að gögnin eru í hans höndum. Meira »

Lækka tolla til að bregðast við skorti

19:35 Ráðgjafarnefnd hefur lagt til að tollar á lambahryggi verði lækkaðir tímabundið í ágúst. Félag atvinnurekenda segir það hafa legið fyrir vikum saman að það stefndi í skort. Meira »

Of fá gjörgæslurými miðað við íbúafjölda

18:40 Heilbrigðisráðherra segir að bréf Reynis Guðmundssonar, sem bíður eftir því að komast í hjartaaðgerð á Landspítalanum, hafi vakið athygli stjórnvalda og það gefi tilefni til að fara ofan í saumanna á málinu. Það sé hins vegar Landspítalans að svara fyrir skipulag starfseminnar. Meira »

Ekki erfið ákvörðun að slökkva á skálanum

18:01 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir að ljósboginn sem myndaðist í álverinu í Straumsvík hafi komið fram inni í lokuðu keri. „Það er mikilvægt að menn átti sig á því. Þetta er annað heldur en ef ljósbogi fer frá keri og eitthvert annað,“ segir Rannveig í samtali við mbl.is. Meira »

Hættulegur farmur fær meira pláss

17:42 Öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallaðan „hot cargo“, á Keflavíkurflugvelli verður stækkað í framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á flugvellinum á vegum Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins. Meira »

Meirihluti andvígur göngugötum allt árið

17:07 Tæplega helmingur rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur er mjög andvígur göngugötum allt árið og 62% eru þeim ýmist mjög eða frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar í maímánuði. Meira »

„Algjört bull og ábyrgðarleysi“

16:31 Talsmaður hluta landeiganda í Seljanesi í Árneshreppi segist gáttaður á þeirri málsmeðferð sem fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur fengið. Segir hann allt tal um afturkræfni vera markleysu og að verið sé að ákveða næstu skref til að koma í veg fyrir framkvæmdirnar sem hófust í gær. Meira »

Tafir á Reykjanesbraut vegna malbikunar

16:20 Reykjanesbraut, á milli Grænásvegar og Þjóðbrautar í Keflavík, verður malbikuð á morgun milli klukkan 8 og 22. Annarri akreininni verður lokað á meðan og er umferð frá Keflavíkurflugvelli í átt til Reykjavíkur beint um hjáleið gegnum bæinn. Meira »

Gott að kaupa súrál frá sama birgja

16:05 Engin vandamál hafa verið með súrálið sem notað er í álveri Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði en einn af þremur kerskálum álversins í Straumsvík hefur verið stöðvaður vegna óróleika sem skapaðist í kerunum sökum súrálsins sem þar er notað. Meira »

Vill vita hvort hættuástandinu sé lokið

14:25 Aðaltrúnaðarmaður starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík hefur óskað eftir yfirlýsingu frá álverinu um stöðu mála vegna lokunar á kerskála þrjú og ljósbogans sem myndaðist þar. Meira »

Elís Poulsen látinn

14:23 Færeyski útvarpsmaðurinn Elís Poulsen er látinn 67 ára að aldri eftir erfið veikindi.  Meira »

Engin E. coli tilfelli annan daginn í röð

14:01 Engin E. coli tilfelli greindust í dag, annan daginn í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti landlæknis. Saursýni fjögurra einstaklinga voru rannsökuð í dag en enginn þeirra reyndist með sýkinguna. Engin breyting hefur orðið líðan barnanna sem fylgst er með á Barnaspítala Hringsins. Meira »

Eftir stendur að vextir hækka á alla

12:58 Vextir á verðtryggðum námslánum hefðu verið 4,5% fyrir áratug, ef fyrirhugað námslánakerfi, sem menntamálaráðherra hefur lagt fram, hefði verið við lýði. Þess í stað eru vextirnir 1%. Á þetta er bent í umsögn stúdentaráðs um frumvarpið, sem send var mbl.is. Meira »

Allt öðruvísi en árið 2006

12:09 Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir að allt annað hafi verið uppi á teningnum síðast þegar kerskála þrjú var lokað í álverinu í Straumsvík árið 2006 heldur en núna. Meira »

Vinnueftirlitið fylgist með framvindunni

10:35 Starfsmaður Vinnueftirlitsins sem hefur eftirlit með álverinu í Straumsvík hafði samband við álverið í gær eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist þar í fyrradag. „Við erum að fá upplýsingar frá þeim um hver staðan er,“ segir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...