Ítreka óskir um svör ráðherra

Fiskistofa.
Fiskistofa. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsfólk Fiskistofu hefur að nýju sent Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tvær spurningar sem óskað er svara við. Er það gert eftir fund með ráðherra fyrir helgi en á honum hafi komið fram að ekkert væri því til fyrirstöðu að spurningunum verði svarað.

Fyrst sendu starfsmennirnir Sigurði Inga umræddar spurningar 5. desember sl. Fulltrúar starfsmanna Fiskistofu áttu í kjölfarið fund með ráðherra og þremur starfsmönnum ráðuneytisins og kom á þeim fundi kom fram, að mati starfsmanna Fiskistofu, að ekkert væri því til fyrirstöðu að svara umræddum spurningum. Einungis komu fram þeir fyrirvarar, af hálfu ráðuneytis, að óvíst væri um jafn nákvæma sundurliðun á áætluðum kostnaði og spurt er um.

Umræddar spurningar eru eftirfarandi:

1. Hver er áætlaður kostnaður við flutning höfuðstöðva Fiskistofu með tilvísum til fjárlaga frumvarps, svar óskast sundurliðað m.v. eftirfarandi atriði?

a. Áætlaðan kostnað við húsaleigu
b. Áætlaðan kostnað við breytingar á húsnæði nýrra höfuðstöðva
c. Áætlaðan kostnað á flutningi á búnaði úr núverandi höfuðstöðvum í nýjar höfuðstöðvar
d. Áætlaðan kostnað við ný ráðningar og þjálfun starfsfólks
e. Áætlaðan kostnað vegna greiðslu launa í uppsagnarfresti
f. Áætlaðan kostnað vegna flutnings styrkja
g. Áætlaðan kostnað vegna verkefnisstjóra úr forsætisráðuneyti
h. Áætlaðan kostnað vegna annarra þátta er snerta þá ákvörðun ráðherra að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu

2. Ráðherra sagði í fréttum RUV (sjónvarp): „Ég efa það ekki að ef við horfum bara til reynslu til þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norðmanna sem að hafa staðið í slíkum flutningum á störfum frá höfuðborgarsvæðinu út um land þá hefur reynslan verið sú að starfsemin blómstrar eftir á en það tekur auðvitað alltaf ákveðinn tíma?“

a. Starfsmenn Fiskistofu óska eftir að ráðherra leggi fram gögn sem staðfesta þessa fullyrðingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert