Hvenær má lögreglan nota skotvopn?

Lögregla má notast við skammbyssu, haglabyssu, vélbyssu og riffil. Ekki …
Lögregla má notast við skammbyssu, haglabyssu, vélbyssu og riffil. Ekki er þó gefið upp hvaða tegund eða hlaupstærð er um að ræða. Wikipedia

Lögreglan hefur heimild til að nota skotvopn ef verja þarf virkjanir, stjórnarstofnanir, sendiráð og aðrar stofnanir sem þykja þjóðfélagslega mikilvægar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í reglum um valdbeitingu lögreglunnar sem innanríkisráðuneytið birti í dag. Skilgreind eru skammbyssa, haglabyssa, vélbyssa og riffill sem skotvopn sem lögreglu er heimilt að beita.

Í reglunum er heimildum lögreglunnar til að nota skotvopn útlistað, en hún hefur heimild til að nota skotvopn til að verjast lífshættulegri árás á sig eða þriðja aðila, þegar yfirbuga á afbrotamenn sem teljast hættulegir lífi fólks eða öryggi ríkisins og til að koma í veg fyrir alvarlegt ofbeldi gegn fólki eða að verulegu tjóni sé valdið á þjóðfélagslega mikilvægum hagsmunum eða stofnunum.

Virkjanir, stjórnarstofnanir og sendiráð

Þegar skýrt er nánar hvað felist í þjóðfélagslega mikilvægum stofnunum eru sendiráð, stjórnarstofnanir og virkjanir nefndar, en það er ekki tæmandi listi. Gefin eru tvö dæmi í reglugerðinni um mögulegar uppákomur þar sem beiting skotvopna er heimil:

„Sem dæmi má nefna að lögreglumaður á verði við virkjun verði þess var að maður ætlar að sprengja virkjunina í loft upp. Hér þarf að bregðast skjótt við til að afstýra tjóni. Eftir sem áður er það ófrávíkjanlegt skilyrði að önnur úrræði muni augljóslega ekki duga. Þá má nefna sem dæmi að mikill mannfjöldi skapi mikla yfirvofandi hættu fyrir fólk eða þjóðarhagsmuni. Gegn mannfjölda sem starfar markvisst að því að valda verulegum skaða er einungis heimilt að beita skotvopnum til að dreifa honum og ef lögreglan er búin að missa stjórn á ástandinu og aðrar aðferðir duga ekki til.“

Þá skal ríkislögreglustjóri halda sérstaka skrá um vopnaeign lögreglu, en þegar sagt var frá vopnainnflutningi Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á síðasta ári var ekki uppgefið hver heildarfjöldi skotvopna í umsjá lögreglu væru.

Mega geyma vopn í bílum

Geymsla skotvopna, auk gasvopna, sprengivopna og hvellvopna, skal vera geymdur á lögreglustöð samkvæmt reglunum og getur ríkislögreglustjóri sett sérstakar reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum.

Frétt mbl.is: Mega nota skotvopn í brýnni neyð

Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar, sem lögreglumenn um …
Þýska fyrirtækið Heckler & Koch framleiðir MP5-hríðskotabyssurnar, sem lögreglumenn um allan heim nota. Slíkar byssur voru fluttar inn á síðasta ári fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluna en bíða enn á tollsvæði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert