Breytt klukka send til umsagnar

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Málið var tekið formlega á dagskrá í nefndinni í morgun og sent út til umsagnar. En þess utan er auðvitað öllum frjálst að senda inn umsögn um það sem vilja,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, í samtali við mbl.is en þingsályktunartillaga um að klukkunni á Íslandi verði seinkað um eina klukkustund var tekið inn í nefndina í morgun.

Tillagan er lögð fram af ellefu þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi en samkvæmt henni verður ríkisstjórninni falið „að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund. Valin verði hentug tímasetning til þess að ráðast í aðgerðina, innan árs frá samþykkt tillögu þessarar, að lokinni tilhlýðilegri kynningu í þjóðfélaginu ásamt undirbúningi.“ Fyrsti flutningsmaður er Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.

Ingibjörg segist aðspurð telja fullan vilja í nefndinni til þess að afgreiða málið. Það eina sem gæti komið í veg fyrir það er að einhver stór mál kæmu inn í hana sem yrði að forgangsraða. En verkefnastaðan væri góð eins og staðan væri í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert