Hreiðar og Sigurður mættu ekki

Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson.
Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson. Mynd/mbl.is

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, mættu ekki í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu hófst. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var heldur ekki viðstaddur.

Þeir Hreiðar og Sigurður eru á meðal ákærðra í málinu en tekin verður skýrsla af þeim síðar í meðferð málsins fyrir dómi. Málið verður fyrir dómi til 22. maí. Hins vegar var jafnvel búist við að þeir myndu vera viðstaddir aðalmeðferðina í morgun þar sem þeir afplána nú dóma sína vegna Al-Thani málsins og eiga rétt á því að vera viðstaddir málsmeðferðina.

Skýrsla er tekin í dag af Pétri Kristni Guðmarssyni, fyrrverandi verðbréfasala eigin viðskipta í Kaupþingi og eins ákærða í málinu, en aðrir ákærðir sem mættu í réttarsal í morgun voru Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta í bankanum, og Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta bankans.

Ítarleg fréttaskýring mbl.is um málið: Mál án fordæma

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert