Kanna hvort líkið sé af Frakka

Líkið fannst í Sauðdrápsgili í Laxárdal í Nesjum í síðustu ...
Líkið fannst í Sauðdrápsgili í Laxárdal í Nesjum í síðustu viku. mbl.is

Lögreglan á Suðurlandi og kennslanefnd ríkislögreglustjóra kanna meðal annars hvort líkið sem fannst í Sauðdrápsgili í Laxárdal í Nesjum í síðustu viku sé af tvítugum Frakka sem kom hingað til lands í október á síðasta ári og skilaði sér ekki aftur til Frakklands. Flaug hann til Hafnar í Hornafirði og hefur ekki spurst til hans eftir það.

Samkvæmt heimildum mbl.is fór aldrei fram formleg leit að manninum en þó var svipast um eftir honum eftir að lögregluyfirvöld í Frakklandi höfðu samband við lögreglu á Íslandi vegna málsins. Leiðin frá Höfn í Hornafirði að Sauðdrápsgili er hátt í fimmtán kílómetrar en svæðið má sjá á korti sem fylgir fréttinni.

Sendu tannlæknaskýrslur

Líkt og áður hefur komið fram gekk göngufólk fram á líkið miðvikudaginn 19. ágúst. Um er að ræða lík af ungum karlmanni, um það bil 186 sentímetrar á hæð, með axlasítt hár klætt í svarta strigaskó með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar íþróttabuxur og hettupeysu með áletruninni „QUICKSILVER“.  

Frétt mbl.is: Hafa ekki borið kennsl á líkið

Enn hafa ekki verið borin kennsl á líkið og bíður lögregla á Suðurlandi eftir niðurstöðum rannsóknar kennslanefndar. Nefndin hefur meðal annars sent upplýsingar til erlendra lögregluyfirvalda og er beðið eftir niðurstöðum þaðan. Meðal þeirra upplýsinga sem sendar hafa verið eru tannlæknaskýrslur nefndarinnar.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að kennslanefndin vinni með frönskum lögregluyfirvöldum vegna málsins sem og rannsóknarstofu í Svíþjóð sem framkvæmir m.a. DNA-greiningar fyrir sænsku kennslanefndina. Nokkurn tíma getur tekið að fá staðfest auðkenni þannig að unnt sé að bera kennsl á hinn látna

Benda á vini og ættingja vegna málsins

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, segir í samtali við mbl.is að að fjöldi ábendinga hafi borist vegna málsins. Meðal annars er um að ræða ábendingar frá fólki sem telur hugsanlegt að um ákveðinn einstakling að ræða, ættingja eða vin sem ekki hefur spurst til í nokkurn tíma.

Sveinn Kristján tekur þó fram að yfirleitt hafi lögregla haft upp á umræddum einstaklingum eftir stutta leit. Hann staðfestir að ábendingin um Frakkann sé meðal þeirra sem borist hafa vegna málsins og hafi ekki verið útilokað að um unga manninn sé að ræða.

Þá er heldur ekki búið að útiloka að um Íslending sé að ræða. „Nei, það er svo sem ekki búið að útiloka það. Við vitum ekkert hver þetta er, ekki ennþá allavega, þannig að við getum ekki útilokað það. Þetta getur verið einhver sem á engan að og öllum er sama um ,“ segir Sveinn Kristján. Um ungan mann er að ræða en kennslanefndin hefur ekki geta áætlað aldur hans nákvæmlega.

Ekki náðist í fulltrúa kennslanefndar við vinnslu fréttarinnar.

Fréttir mbl.is um málið: 

Vinna með lögreglu erlendis vegna líkfundarins

„Fólk er með allskonar hugmyndir“

Líkfundur í Laxárdal í Nesjum

Lögreglan á Suðurlandi og kennslanefnd ríkislögreglustjóra kanna meðal annars hvort ...
Lögreglan á Suðurlandi og kennslanefnd ríkislögreglustjóra kanna meðal annars hvort líkið sé af tvítugum Frakka. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Ukulele
...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...