Ferðamenn verði skyldaðir á námskeið

Ferðamenn skoða sig um í Krísuvík.
Ferðamenn skoða sig um í Krísuvík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Lagt er til að erlendir ferðamenn greiði tíu þúsund króna aðgangseyri að listasal náttúrunnar, Íslandi. Ennfremur að þeir verði skyldaðir til að sækja tveggja til þriggja klukkustunda námskeið um sögu landsins og hvernig þeim beri að haga sér hér á landi. Hvað megi og hvað ekki.

Þessar hugmyndir koma fram í tillögum sem „nokkrir Vestfirðingar“ eru að setja saman um samræmdar aðgerðir við móttöku erlendra ferðamanna til landsins. Kjarninn í hópnum er spekingaklúbbur sundlaugarinnar á Þingeyri. „Við þurfum að gera eitthvað. Einhver þarf að taka af skarið. Þetta er framlag í þann pott,“ segir Hallgrímur Sveinsson, fyrrverandi staðarhaldari á Hrafnseyri.

Í tillögunum er vakin athygli á því að það sé á ábyrgð Íslendinga að varðveita landið sem þeir hafa að láni. Mikil áhætta felist í því að hleypa útlendingum milljónum saman meira og minna eftirlitslaust „inn í okkar stóra og mikla listasal náttúrunnar“. Þeim verði að stýra af festu ef ekki eigi illa að fara og byggja upp um allt land. Nauðsynlegt sé að innheimta aðgangseyri til að standa undir uppbyggingunni. Fram kemur það álit að ferðalangar sem hingað koma til að skoða náttúruna skilji það og muni greiða gjaldið með ánægju. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »