Þurfum fjölskylduvænni vinnumarkað

Að mati sumra er vinnumarkaðurinn ekki nógu fjölskylduvænn
Að mati sumra er vinnumarkaðurinn ekki nógu fjölskylduvænn mbl.is/Ómar Óskarsson

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist vera hlynnt styttingu vinnuvikunnar en það má þó ekki verða til þess að yfirvinnutími fólks aukist. 

Fjór­ir þing­menn hafa lagt fram frum­varp um breyt­ingu á lög­um um 40 stunda vinnu­viku, en í því er lagt til að vinnu­vik­an verði stytt í 35 stund­ir og vinnu­dag­ur­inn úr 8 stund­um í 7 stund­ir. Greinagerð frumvarpsins má sjá hér.

Dagvinnulaunin þurfa að vera ásættanleg

„Við erum hinsvegar núna í okkar kjarasamningaviðræðum, í þeim samningum sem við höfum gert við Samtök atvinnulífsins, að fara yfir vinnutímafyrirkomulagsbreytingar með það í huga að vinnumarkaðurinn hér verði fjölskylduvænni. Sú vinna fer vonandi fljótlega í gang en hún er líka háð því að allir félagsmenn sem að þessum samningi koma kjósa síðan um það þegar og ef breytingin verður,“ segir Ólafía í samtali við mbl.is.

Hún segir það mikilvægt að ef að vinnuvikan verði stytt þurfi fólk samt að geta lifað á laununum sínum. „Dagvinnulaunin þurfa að vera ásættanleg og þetta má ekki fara út í það að með styttingu vinnuvikunnar aukist bara yfirvinnutími hjá fólki til að ná endum saman.“

Þarf að ná samkomulagi um málið á vinnumarkaðinum

Að mati Ólafíu þarf að ná samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar á vinnumarkaðinum. Hún segir að fyrir nokkrum árum hafi VR fengið breytingu á vinnutímastyttingu sem varð til þess að fólk þurfti að vinna meiri yfirvinnu. „Það er ekki lausnin,“ segir hún. „Hugsunin með styttingu á vinnuvikunni er að fólk vinni minna og við styðjum það algerlega og ég held að allir okkar félagsmenn geri það einnig. En það þarf að gerast með þeim hætti að yfirvinnuálagið aukist ekki.“

Hún segir að dagvinnukaup þurfi að vera hærra svo að fólk vinni síður yfirvinnu. „Það er svo merkilegt í okkar þjóðfélagi að við erum með mjög mikið af allskonar álagsgreiðslum, fimm eða sex mismunandi greiðslur fyrir utan hefðbundinn vinnutíma. Í Noregi er 18% álag eftir hefðbundinn vinnudag og þá er ásóknin í að vinna yfirvinnu miklu minni en dagvinnan líka þeim mun hærri.“

Með styttri vinnuviku þarf að huga að því að auka framleiðnina. „En grundvallahugsunin er sú að fólk geti lifað af dagvinnunni.“

Gerist ekki án samráðs aðila á vinnumarkaði

Ólafía segir frumvarpið gott innlegg sem veiti VR meiri styrk í að halda áfram í fyrrnefndum breytingum á vinnutímafyrirkomulagi. „En það þarf að sjálfsögðu stjórnvaldsákvörðun til að beita sér fyrir styttingu sem er síðan tekin inn í kjarasamninga. En ég tel þetta mjög gott innlegg.“

Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins það ekki hlutverk löggjafans að breyta ein­stök­um köfl­um kjara­samn­inga, t.d. þeim sem fjalla um vinnu­tíma. Ólafía segir að stytting vinnuviku myndi ekki gerast án samráðs aðila á vinnumarkaðinum.

„Löggjafinn getur alveg beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar, það er hið besta mál. En við á vinnumarkaðinum þurfum að finna út hvernig við ætlum að leysa þetta. Það er eitt að stytta vinnuvikuna en annað að fólkið okkar geti haf framfærslu af því að vikan sé stytt. Þá má ekki allt hérna fara á fullt í yfirvinnu og að menn í atvinnulífinu séu ekki tilbúnir að taka á móti styttingunni.“

Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR.
Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR.
mbl.is

Innlent »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A., sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Vegagerðin hefur hafnað kröfunni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

10:00 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »

Aukin áhersla á eldvarnir hjá SHS

05:30 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt.“ Meira »

Þorskur merktur á nýjan leik

05:30 Nú í marsmánuði hóf Hafrannsóknastofnun merkingar á þorski á ný eftir nokkurt hlé. Merktir voru 1800 þorskar fyrir vestan og norðan land um borð í rannsóknaskipunum þegar skipin voru í stofnmælingu botnfiska. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...