Blaðamannafundur með Cameron í beinni

Ráðstefnan Northern Future Forum stendur nú yfir í Reykjavík en þátttakendur eru forsætisráðherrar átta ríkja auk um 80 sérfræðinga. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 2011 að frumkvæði Davids Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og hefur síðan farið fram árlega. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni eru skapandi greinar og nýsköpun í opinberum rekstri.

Blaðamannafundur í lok ráðstefnunnar hefst klukkan 13:00 og stendur yfir í um klukkutíma. Auk Camerons og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra verða á fundinum Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Juha Sipilä, forsærisráðherra Finnlands, Laimdota Straujuma, forsætisráðherra Lettlands, Taavi Rõivas, forsætisráðherra Eistlands, og Algirdas Butkevičius, forsætisráðherra Litháens.

Mbl.is streymir beint frá fundinum hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert