Allar flugvélarnar skoðaðar

Flugvélar Flugskóla Íslands.
Flugvélar Flugskóla Íslands. Ljósmynd/Baldur Sveinsson

Kennsla hefst væntanlega á ný hjá Flugskóla Íslands á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Allt flug hefur legið niðri frá því að ein af nýjum kennsluvélum félagsins brotlenti sunnan við Hafnarfjörð síðastliðinn fimmtudag og tveir flugkennarar fórust.

Stjórnendur Flugskólans og tæknistjóri hans ákváðu að láta gera ítarlega og óháða rannsókn á öllum kennsluflugvélum skólans, áður en þeim yrði flogið á ný, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert