Segja Steinþór fara með dylgjur

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjórn Borgunar gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Steinþórs Pálssonar bankastjóra Landsbankans í fjölmiðlum. Í tilkynningu segir að Steinþór fari ítrekað fram með dylgjur og óbeinar ásakanir um óheiðarleika og illan ásetning stjórnenda Borgunar sem standast enga nánari skoðun. Segja stjórnendur Borgunar ásakanir Steinþórs alvarlegar og að þeir frábiðji sér að verða gerðir að blórabögglum í málinu.

Segir Borgun fjórar staðreyndir vera í málinu og listar þær upp í tilkynningunni: 

  1. Stjórnendur og aðrir starfsmenn Borgunar keyptu 6,24% hlut í félaginu af Landsbankanum. Tveimur mánuðum áður en tilkynnt var um sölu Visa Europe og hagnað Borgunar, seldu þessir sömu stjórnendur Borgunar rúman helming af þeim hlut, án nokkurs fyrirvara um sölu Visa Europe. Allt tal um blekkingar verður algerlega fráleitt í þessu ljósi.
  2. Steinþór Pálsson er orðinn margsaga um hvort og hvernig Landsbankinn kynnti sér mögulegan valrétt Visa Inc. Eins hvers vegna bankinn gerði fyrirvara í viðskiptum með eign sína í Valitor en ekki í Borgun. Staðreyndin er sú að Landsbankinn hafði mun betri aðgang að upplýsingum um þennan valrétt en Borgun. Það er ótrúlegt að Landsbankinn, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn vel, hafi samt komist að þeirri niðurstöðu að Borgun, einn allra leyfishafa,  hefði ekki rétt til greiðslna, kæmi til sölu Visa Europe.
  3. Við sölu á hlut Landsbankans í Borgun árið 2014 höfðu fulltrúar Landsbankans  aðgang að öllum upplýsingum sem máli skiptu, (þar með talið samningum við VISA),að undanskilum upplýsingum um samkeppnisaðila sína. Landsbankanum var í lófa lagt að fá ytri sérfræðinga til þess að yfirfara hverjar þær upplýsingar sem hann vildi um málefni Borgunar, hefði hann kosið að gera slíkt.
  4. Alvarlegar ásakanir bankastjórans um meint lögbrot annarra í þessu máli má sjálfsagt skoða í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem Landsbankinn er kominn í. Stjórnendur Borgunar frábiðja sér með öllu að vera gerðir að blórabögglum í þessu máli.
Borgun.
Borgun. Photo: Júlíus

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert