Hefur játað stunguárásina

Stúdentagarðar við Sæmundargötu.
Stúdentagarðar við Sæmundargötu. mbl.is/Styrmir Kári

Játning liggur fyrir á stunguárásarmálinu við Sæmundargötu aðfaranótt sunnudags. Maðurinn sem grunaður var um að hafa stungið annan mann í bakið aðfaranótt sunnudags hefur játað verknaðinn. Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðarlögregluþjónn, í samtali við mbl.is.

Lögregla hefur lokið að yfirheyra vitni að árásinni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir árásarmanninum að sögn Árna. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út kl. 16 á morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er líðan fórnarlambs árásarinnar enn óbreytt, liggur hann þungt haldinn og í öndunarvél.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert