Fasteignakaup ungu fólki nánast ómöguleg

„Það kostar sitt að stofna fjölskyldu og koma þaki yfir …
„Það kostar sitt að stofna fjölskyldu og koma þaki yfir höfuðið,“ segir Kristján Þórður í viðtalinu. mbl.is/Styrmir Kári

„Við sjáum í könnunum okkar að laun hækka með hærri aldri. Við greinum þó að bilið á milli aldurshópa er að minnka. Yngra fólk sækir að því eldra, bæði í heildar- og dagvinnulaunum. Það má draga þá ályktun að ráðstöfunartekjur þeirra sem yngri eru hafi jafnvel aukist örlítið meira en þeirra eldri.“

Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ), í umfjöllun um húsnæðismál ungs fólks í Morgunblaðinu í dag.

Í pistli frá greiningardeild Arion-banka í síðustu viku sagði að ráðstöfunartekjur á almenna markaðnum hefðu aukist um að meðaltali 41% á árunum 1990 til 2014. Þó hefðu tekjurnar aukist um aðeins 7-17% hjá fólki undir þrítugu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert