Taflið er að snúast við

Framsókn Sigurðar Inga Jóhannssonar (fyrir miðju) er í lægð. Bjarni …
Framsókn Sigurðar Inga Jóhannssonar (fyrir miðju) er í lægð. Bjarni Benediktsson (l.t.h.) og Sjálfstæðisflokkur sækja á. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfstæðisflokkur og Píratar hefðu meirihluta á Alþingi yrðu úrslit kosninga eins og niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar HÍ benda til. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 28,2% og Pírata 25,8% eða samanlagt 54%.

Að undanförnu hafa Píratar mælst hátt í könnunum, en nú virðist sem taflið sé að snúast við. Í könnun Gallup um sl. mánaðamót sögðust 26,6% kjósa Pírata ef gengið væri til kosninga nú og rúm 27% Sjálfstæðisflokk. Um áramót fylgdu 35,3% Pírötum en 25,2% Sjálfstæðisflokki.

Stuðningur við VG í könnun Félagsvísindastofnunar mælist 18,9%. 8,9% segjast styðja Samfylkingu og 8,2% Framsóknarflokk, að því er fram kemur í umfjöllun um niðurstöður könnunarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »