Frumvarp um námslán afgreitt

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um námslán og námsstyrki var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu verður frumvarpið kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna á morgun. Ekki er hægt að fá frekari upplýsingar um frumvarpið fyrr en það hefur verið gert.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði á síðasta ári að þörf væri á því að endurskoða útlánakerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna í heild sinni.

mbl.is