Kári safnar liði

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er að safna liði sem mun fylgjast grannt með því hvernig núverandi stjórnarflokkar sinna heilbrigðiskerfinu fyrir kosningar. Þetta kemur fram í aðsendri grein Kára í Fréttablaðinu í dag.

„Ef þið gerið ekki raunverulegt átak, sem ætti að vera auðvelt fyrir ykkur vegna þess að fjárhirslur ríkisins eru að springa af peningum og meiri uppgangur í efnahagslífi þjóðarinnar en í nokkurn annan tíma, þá munum við gera allt sem við getum til þess að sannfæra kjósendur um að hunsa ykkur.

Það er nefnilega ekki líklegt að þeir sem treysta sér ekki til að setja fé í heilbrigðiskerfið rétt fyrir kosningar, þegar þeir gætu nýtt sér það til þess að sækja atkvæði, muni gera það að kosningum loknum. Við munum einnig gera okkar besta til þess að sjá til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir heiti stuðningi við heilbrigðiskerfið á þann hátt að það verði ekki auðveldlega svikið. Við fylgjumst með því hvernig haldið er utan um velferðarkerfið í heild sinni, bæði það sem er á ábyrgð ríkis og bæjar og svo stöndum við vaktina að kosningum loknum,“ segir í grein Kára.

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Biður Bjarna afsökunar og lætur Dag heyra það

Kári biður Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra afsökunar í greininni en á laugardaginn birtist aðsend grein eftir Kára í Morgunblaðinu þar sem hann fjallaði um heilbrigðiskerfið.

„Því bið ég þig afsökunar, ekki á því sem ég sagði um þig, vegna þess að það er allt meira og minna satt, heldur á því að ég skyldi hafa þig einan í mynd í stað þess að láta sjást í aðra.

Ég hefði til dæmis átt að sýna félagshyggjutröllið og borgarstjórann hann Dag B. Eggertsson sem ríkir í umboði Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Besta flokksins: Grunnskólar borgarinnar eru þær stofnanir þar sem stór hluti þjóðarinnar hefur menntun sína sex ára að aldri. Það er í grunnskólunum sem börnin eru mótanlegust og móttækilegust fyrir hollum áhrifum. Góður grunnskóli er líka sú stofnun sem getur hlúð að börnum sem búa við erfiðar aðstæður heima fyrir. Grunnskólar Reykjavíkur eru hins vegar illa mannaðir og sveltir af fé að því marki að skólastjórar þeirra hafa mótmælt svo kröftuglega að búast má við að næsta skref þeirra verði vopnuð bylting.

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Og svo eru það leikskólarnir þar sem gullin okkar og gimsteinar, blómin okkar allra, dvelja í fyrsta sinn utan heimilis og undir umsjón vandalausra. Leikskólar Reykjavíkur búa svo illa að þeir geta ekki einu sinni séð börnunum fyrir almennilegum mat.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og læknir, sættir sig við að leikskólabörn í hans umdæmi fái ekki almennilega næringu á meðan borgin eyðir fé í að mjókka Grensásveg fyrir hjólreiðamenn, til dæmis. Þetta er allt spurning um forgangsröð og staða grunnskólanna og leikskólanna í þeirri röð er í engu samræmi við vilja fólksins í borginni.

Það er alltaf þrautin þyngri að skilja Dag þegar hann tjáir sig munnlega, en þegar hann svaraði fyrir gagnrýni á ástand skólanna í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu á þriðjudaginn held ég að hann hafi sagt að hún væri ósanngjörn og að það væri búið að laga flest sem laga þyrfti,“ segir enn fremur í grein Kára í Fréttablaðinu í dag.

Framkvæmdir við Grensásveg.
Framkvæmdir við Grensásveg. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

Í gær, 19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

Í gær, 19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

Í gær, 19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

Í gær, 18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

Í gær, 18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

Í gær, 18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

Í gær, 16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

Í gær, 16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

Í gær, 16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

Í gær, 16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

Í gær, 16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar fást báðir fyrir kr: 8,900,- Voru keyptir hjá Rekstrar...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...