Bærinn styrkir starfsmenn leikskóla til kennaranáms

Styrkir til starfsfólks leikskólanna í Kópavogi í leikskólafræðum hafa gefið …
Styrkir til starfsfólks leikskólanna í Kópavogi í leikskólafræðum hafa gefið góða raun. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tuttugu og einn starfsmaður í Kópavogi stundar nú nám í leikskólakennarafræðum með styrk frá bænum.

Fyrir tveimur árum endurskoðaði Kópavogsbær reglur um styrki til starfsmanna leikskóla til náms í leikskólakennarafræðum en bærinn hefur styrkt starfsmenn til náms í þónokkur ár.

Með endurskoðuninni var markmiðið að fjölga leikskólakennurum í leikskólum bæjarins. Vonast er til að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna hækki í þeim tilgangi að efla faglegt starf og auka stöðugleika í starfsmannahaldi í leikskólunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert