„Fullkomlega óeðlileg staða“

Óvissa er nú uppi á Bakka vegna úrskurðarins.
Óvissa er nú uppi á Bakka vegna úrskurðarins. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Uppi er algjör óvissa um hvernig hægt sé að klára þetta heildarverkefni sem búið er að stofna til. Þetta er fullkomlega óeðlileg staða enda miklar innviðaframkvæmdir langt komnar og á sama tíma er ekki hægt að tengjast við rafmagn.“

Þetta segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur nú fellt úr gildi ákvörðun Skútustaðahrepps frá því í apríl sl., þess efnis að samþykkja framkvæmdaleyfi handa Landsneti hf. fyrir Kröflulínu 4.

Á Alþingi hefur verið unnið að samkomulagi um þinglok og hvaða mál verði afgreidd innan tímarammans. Spurður hvort boðlegt sé að bíða með afgreiðslu þessa máls og taka það fyrir á næsta þingi svarar Kristján Þór: „Í mínum huga gengur það illa upp.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert