Huldi andlit sitt með grímu

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þjónar fötluðum börnum og ungmennum og …
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þjónar fötluðum börnum og ungmennum og fjölskyldum þeirra. mbl.is/Kristinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn mannsins sem stakk konu með hníf í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi í gærmorgun. „Hann huldi andlit sitt með einhvers konar grímu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Árásin átti sér stað í stigagangi hússins, á milli jarðhæðar og annarrar hæðar. Var konan, sem er starfsmaður við stöðina, á leiðinni upp en árásarmaðurinn á leið niður.

„Þau mætast þarna í stiganum,“ segir Grímur og bætir við að ekkert hafi farið á milli þeirra tveggja, maðurinn hafi þannig ekki tjáð sig neitt.

Lögregla telur ekki mikla hættu á annarri árás.

„Nei, við metum það ekki þannig,“ segir Grímur. Aðspurður segir hann þá að starfsfólki hafi ekki borist hótanir í aðdraganda árásarinnar.

„Við tengjum árásina ekkert endilega við starfsemi miðstöðvarinnar.“

Fréttir mbl.is:
Hnífamannsins enn leitað
Enginn í haldi vegna hnífstungunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert