Hnífamaður talinn vera 20 til 25 ára

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. mbl.is/Kristinn

Maðurinn sem lögreglan leitar að vegna hnífsstunguárásarinnar í Kópavogi á mánudagskvöld er talinn vera á bilinu 20 til 25 ára.

Maðurinn skildi eftir hnífinn sem notaður var við árásina og Scream-grímu, sem er þekkt úr samnefndum hryllingsmyndum.

Frétt mbl.is: Með Scream-grímu er hann stakk konuna

Aðspurður segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að verið sé að rannsaka hvort einhver hafi orðið var við mann með grímu fyrir árásina. Það myndi hjálpa lögreglunni varðandi tímalínuna.

Grímur veit ekki til þess að gríma sem þessi hafi áður verið notuð í glæpum hérlendis.

Frétt mbl.is: Hnífamannsins enn leitað

Lögreglan er að vinna úr þeim ábendingum sem hafa borist vegna málsins. Árásin var gerð í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Digranesi.

Konan hlaut skurð á handlegg þannig að blæddi úr.

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á mánudaginn grunaður um árásina en hann var látinn laus úr haldi síðar um daginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert