Missti meðvitund í Silfru

Silfra á Þingvöllum.
Silfra á Þingvöllum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri sem var að snorkla í Silfru á Þingvöllum hefur verið fluttur meðvitundarlaus með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.

Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var maðurinn í skipulagðri ferð hér á landi með fjölskyldu sinni.

Útkall barst Neyðarlínunni klukkan 15.59 í dag eftir að manninum hafði verið bjargað á land úr Silfru. 

Rúmur mánuður er liðinn síðan bandarískur karlmaður á sjötugsaldri lést við yfirborðsköfun í Silfru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert