Gjaldtökunni slegið á frest

Hraunfossar í Borgarfirði.
Hraunfossar í Borgarfirði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjárfestar sem eru landeigendur að Hraunási II í Borgarfirði höfðu ákveðið að hefja innheimtu á aðstöðugjaldi á bílastæðunum við Hraunfossa nú fyrir helgi. Fallið var frá þeirri ákvörðun eftir að Umhverfisstofnun lagðist gegn henni.

Landið við Hraunfossa er friðlýst en samkvæmt náttúruverndarlögum þarf leyfi frá Umhverfisstofnun ef hefja á gjaldtöku, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eiga fjárfestarnir í viðræðum við Umhverfisstofnun um undanþágu og vonast til þess að gjaldtakan geti hafist innan skamms. Ef af verður er ráðgert að 1.000-2.000 króna aðstöðugjald verði innheimt af smábílum sem hækkar í samræmi við stærð bílsins upp í 6.000 krónur fyrir rútur. Eigendur Hraunsáss II eru fjárfestarnir Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson og Aðalsteinn Karlsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »