„Hef ríka samúð með stöðu þessa fólks“

Hanyie Maleki hélt upp á afmælið sitt á Klambratúni fyrir ...
Hanyie Maleki hélt upp á afmælið sitt á Klambratúni fyrir mánuði. mbl.is/Hanna

Þor­steinn Víg­lunds­son, fé­lags- og jafn­rétt­is­málaráðherra, segist hafa ríka samúð með stöðu flóttafólks frá Afganistan og Nígeríu sem ákveðið hefur verið að vísa úr landi. Hann segir að það þurfi að gæta að því að móttaka flóttamanna dragist ekki á langinn en nígeríska fjölskyldan hefur verið hér í eitt og hálft ár. 

„Ég hef mjög ríka samúð með stöðu þessa fólks. Við verðum auðvitað sjálf að gæta að því í móttöku flóttamanna, sérstaklega þegar kemur málsmeðhöndlun hælisleitenda, að hún dragist ekki of mikið á langinn,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is.

Aukinn hagvöxtur vegna innflytjenda og flóttamanna

Hann benti á það á Face­book-síðu sinni um helgina að ef ekki væri fyr­ir inn­flytj­end­ur og flótta­menn hefði hag­vöxt­ur lík­ast til orðið tals­vert minni en raun ber vitni á und­an­förn­um árum. Það þýddi minni vel­meg­un og veik­ara vel­ferðar­kerfi. 

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála synjaði níg­er­ísku hjón­un­um Sunday Iserien og Joy Lucky um end­urupp­töku á máli þeirra í lok ágúst og þar með staðfest ákvörðun um að senda þau og átta ára gamla dótt­ur þeirra Mary úr landi og til Níg­er­íu.

Sunday, Mary og Joy.
Sunday, Mary og Joy. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í gær var einnig staðfest að afgönsku feðginunum Hanyie og Abra­him Maleki verði vísað úr landi. Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hafði tekið fram að þau væru í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu en Abra­him er bæklaður eft­ir bíl­slys. 

Afgönsku feðginin hafa dvalið hér á landi síðan um jólin en nígeríska fjölskyldan hefur verið hér á landi í eitt og hálft ár.

Ekki óeðlilegt að horft sé til mannúðarsjónarmiða

Þorsteinn segir það ljóst að íslensk stjórnvöld þurfi að einbeita sér að þeim hópi sem kemur hingað, leitar hælis og á rétt á því í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar okkar og augljós mannúðarsjónarmið.

Þarna er í báðum tilvikum verið að vinna út frá því að réttur viðkomandi einstaklings liggi í öðru Evrópulandi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Þá finnst mér hins vegar ekkert óeðlilegt að horft sé til mannúðarsjónarmiða ef málsmeðferð hefur dregist mjög á langinn,“ segir Þorsteinn.

Með breyt­ing­um á reglu­gerð um út­lend­inga, sem tók gildi 30. ág­úst, er Útlend­inga­stofn­un veitt heim­ild til að hraða málsmeðferð hæl­is­leit­enda eins og unnt er. Breyt­ing­in fel­ur meðal ann­ars í sér nán­ari út­færslu á meðferð for­gangs­mála hjá Útlend­inga­stofn­un. Þau varða um­sókn­ir ein­stak­linga frá ríkj­um sem stofn­un­in met­ur sem ör­ugg upp­runa­r­íki auk annarra ber­sýni­lega til­hæfu­lausra um­sókna. Þetta kom fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu í morgun.

Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson. mbl.is/Hanna

Vont þegar málsmeðferð tekur mjög langan tíma

„Ég hef ekki sett mig í smáatriðum inn í stöðu eða rök á bak við ákvörðun í málum þessara tveggja fjölskyldna enda liggur málið ekki á mínu borði. Það er mjög vont þegar málsmeðferð tekur mjög langan tíma, fólk er farið að festa rætur með einhverjum hætti og farið að mynda tengsl við landið. Þá finnst manni ekkert óeðlilegt að það sé ekki síður horft til mannúðarsjónarmiða í málum,“ segir Þorsteinn og bætir við að það verði að forgangsraða.

Þarna er jafnvægi sem er vandmeðfarið. Það er alltaf einhverjum takmörkunum háð hversu mörgum við getum tekið á móti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

Í gær, 14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

Í gær, 12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

Í gær, 13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

Í gær, 12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
Heimavík
...
 
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...