Mældu sótspor tegundanna í Vínbúðunum

Þyngdin á vínflöskunni getur haft áhrif á hversu umhverfisvæn framleiðslan ...
Þyngdin á vínflöskunni getur haft áhrif á hversu umhverfisvæn framleiðslan er. mbl.i.s/Heiðar Kristjánsson

Eldsneytisbrennsla og loftslagsbreytingar eru þeir mengunarþættir sem vega þyngst í framleiðslu á áfengum drykkjum. Notkun á glerumbúðum undir vín og bjór er heldur ekki jákvæð, þó það geti skipt máli hversu þungar glerflöskurnar eru. Nýi heimurinn stendur sig þó betur en sá gamli í þessum efnum og hafa framleiðendur þar sýnt sig mun meðvitaðri um umhverfisáhrifin af framleiðslunni.

Þetta segir Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, en norrænu áfengiseinkasölurnar sameinuðust árið 2014 um að láta útbúa vistferilsgreiningu á áfengum drykkjum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skrá heildarumhverfisáhrif allra áfengistegunda sem eru í sölu hjá norrænu áfengiseinkasölunum.

Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, Vistferilsgreiningin gerir starf ÁTVR markvissara að ...
Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, Vistferilsgreiningin gerir starf ÁTVR markvissara að hans sögn. „Þá vitum við hvar stærstu umhverfisáhrifin liggja og getum þá einbeitt okkur að stóra málinu, sem eru umbúðirnar og þá aðallega glerið,“ Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Í vistferilsgreiningunni eru tilgreindir níu umhverfisáhrifaflokkar: áhrif á öndunarfæri (öndun ólífrænna og lífrænna efna),  hnattræn hlýnun, upptaka náttúru, visteitrun í jörðu og vatni, ofauðgun í jörðu, ljósefnafræðilegt óson, ofauðgun í vatni, súrnun og vinnsla jarðefna.

Umbúðir vega þungt hjá léttvíni en framleiðsla og geymsla hjá sterku drykkjunum

Fæstir leiða væntanlega hugann að kolefnissporinu sem að vínglasið eða bjórflaskan sem þeir dreypa á skilur eftir sig og kemur væntanlega einhverjum á óvart hversu stórt hlutverk eldsneytisbrennslan leikur þar, jafnvel þó að áhrifaþættirnir vegi misjafnlega þungt eftir áfengisgerðum.

Þannig vegur landbúnaður og umbúðaframleiðsla þyngst í tilfelli léttvína og bjórs, þó að framleiðsla og geymsla séu einnig veigamiklir þættir varðandi bjórframleiðsluna. Framleiðsla og geymsla eru hins vegar áberandi þyngstu þættirnir hvað sterku drykkina varðar, þó að landbúnaður og umbúðaframleiðsla eigi þar einnig þátt að máli. Sigurpáll bendir á að raforkan sem notuð sé við framleiðsluna sé yfirleitt drifin áfram af jarðefnaeldsneyti á borð við kol og olíu sem hafi umtalsverð áhrif.

Þessi vistferilsgreining gerir starf ÁTVR markvissara að sögn Sigurpáls. „Þá vitum við hvar stærstu umhverfisáhrifin liggja og getum einbeitt okkur að stóra málinu, sem eru umbúðirnar og þá aðallega glerið,“ útskýrir hann. „Það sem við þurfum síðan að gera og munum vera að gera næstu árin er að upplýsa framleiðendur og svo neytendur.“

Þyrfti að nýta hverja glerflösku 20 sinnum

Áhrif glersins koma eflaust einhverjum á óvart, enda plastefni og ál meira verið í umræðunni. Sigurpáll segir að glerumbúðirnar væru vissulega mjög góðar, ef að þær væru endurnýttar. „Ég hef séð rannsóknir sem sýna að það þyrfti að nýta glerflöskuna 20 sinnum til þess að ná sömu umhverfisáhrifum og með fernur, plast- eða áldósir.“

Sigurpáll segir ríki á borð við Suður-Afríku og Ástralíu, vera farin að átta sig á þessum áhrifum og því séu ýmsir framleiðendur þar nú byrjaðir að nýta léttari glerflöskur og miði nú við að flöskur sem taka 750 ml vegi ekki meira en 420 g.

 „Með því að minnka þyngd glersins þá þarf minna efni í framleiðsluna og minni orku til að búa flöskuna til, sem sömuleiðis verður léttari í flutningum,“ útskýrir hann. „Nýi heimurinn er meðvitaðri um þetta en sá gamli og við ætlum að fara að fylgjast með því hversu  mikið af þeim flöskum sem eru í hvað mestri sölu munu koma til með að uppfylla þessi viðmið.“

Ætla ekki að kaupa þungu flöskuna aftur

Sigurpáll segir ákveðinn hóp íslenskra neytenda þegar vera meðvitaða um þetta. Þannig séu dæmi um að viðskiptavinir Vínbúðanna hafi sett sig í samband við starfsfólk eftir að hafa vegið vínflösku og komist að því að 750 ml flaska vegi jafnvel 1,5 kg. „Þegar fólk áttar sig á þessu þá hefur það jafnvel tilkynnt okkur að það ætli ekki að kaupa þetta vín framar.“

Spurður hvort ÁTVR hafi hug á að kynna betur hvaða vörur teljist umhverfisvænar, segir hann fyrirtækinu þeir annmarkar settir að það megi ekki hampa neinum einum frekar en öðrum út frá hlutleysissjónarmiðum. „Það sem við getum gert er að upplýsa, en síðan á neytandinn alltaf síðasta orðið. Við getum þó birt brúttóþyngd flöskunnar á vefsíðu okkar og þá getur neytandinn séð þetta þar.“

Sigurpáll bendir þó á að lífrænu vínin séu sérstaklega tilgreind í verslunum Vínbúðanna og að það sé stefna allra vínframleiðenda að vera komnir með lífræna framleiðslu árið 2030.

Forsvarsmenn ÁTVR hafa verið að rýna í skýrsluna frá því að hún kom út í sumar og verið er að útbúa samræmda áætlun fyrir næstu ár um það hvernig málinu verður fylgt eftir. Sigurpáll segir athyglinni þá einkum verða beint að þeim vörum sem seljast í hvað mestu magni, enda hafi þær hvað mest áhrif.

„Nokkur ríki, eins og til að mynda Kanada, hafa verið leiðandi í þessum efnum. Þeir hafa sett þá staðla að ódýrari vín, þ.e. vín sem kostar til að mynda undir 15-20 dollurum flaskan, megi ekki vera í flösku sem er þyngri en 420 g og þegar svona stórir aðilar fara af stað,  þá hefur það áhrif á markaðinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
NÁNAST ÓNOTAÐUR KÆLISKÁPUR MEÐ FRYSTIHÓLFI
Hæð 85 cm og breidd 48 cm Kr. 15.000,- Sími 848 3216...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...