Vill að stjórnvöld afturkalli lögbannið

Harlem Désir á ráðstefnu ÖSE í Vínarborg í morgun. Þar …
Harlem Désir á ráðstefnu ÖSE í Vínarborg í morgun. Þar var rætt um frelsi á netinu. Ljósmynd/OSCE

„Ég skora á íslensk stjórnvöld að stilla sig um að beita frekari hömlum á umfjöllun fjölmiðla um þetta mál og afturkalla þær aðgerðir sem þegar hefur verið ráðist í.“ Þetta sagði Harlem Désir, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, á ráðstefnu í morgun.

Hann lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af lögbanninu sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði á Stundina og Reykjavík Media í fyrrakvöld, vegna umfjöllunar um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í aðdraganda efnahagshrunsins.

Hann sagði jafnframt að úrræði af þessum toga ætti að nota af varfærni og aðeins í mjög afmörkuðum tilfellum. Hann sagði að það markmið að standa vörð um persónuupplýsingar væri gott og gilt en að aðferðirnar til að ná því yrðu að vera í samræmi við viðurkenndar hugmyndir um tjáningarfrelsi. „Það að koma í veg fyrir allan fréttaflutning af þessu máli er of langt gengið og grefur undan frelsi fjölmiðla, sem og rétti almennings til upplýsinga.

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar.
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. mbl.is/Eggert
mbl.is