Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Ófeigur Lýðsson

„Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is.

Til stóð að Herjólfur færi í viðgerð í nóvember. Um helgina kom hins vegar í ljós að varahlutirnir sem nota átti í skipið standast ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-Gl í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni.

Flugsamgöngur verði efldar

Elliði segir að mikilvægt sé að bregðast við þeirri stöðu sem nú er komin upp. „Við vitum hvernig þetta óöryggi er og eitt af því sem við myndum vilja láta skoða er að þennan tíma sem Herjólfur verður þetta ótryggur eins og núna er, þá verði flugsamgöngur efldar enn frekar. Það verði reynt að mæta stöðunni með því að gera flugið að raunhæfum kosti fyrir íbúa í Vestmannaeyjum og að ríkið hafi slíka aðkomu.“

Elliði bendir í því samhengi á að ríkið gæti styrkt flugsamgöngur, líkt og gert hefur verið í Skagafirði. Þar er flug rík­is­styrkt, meðal ann­ars á þeirri for­sendu að Sigl­f­irðing­ar hafa ekki bein­ar flug­sam­göng­ur og því þurfi að aka þeim til og frá Sauðár­króki.

„Þessi aðgerð sem farið var í gagnvart Skagafirði, mér þykir hún mjög góð og það er gott að sjá að íslenska ríkið ætlar að standa vörð um innanlandsflug og mæta þörfunum í Skagafirði með þessum hætti. Þetta er eitthvað sem við myndum vilja sjá gerast líka í Vestmannaeyjum,“ segir Elliði.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að nauðsynlegt sé að ...
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að nauðsynlegt sé að efla flugsamgöngur til og frá Eyjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin með Herjólf. mbl.is/Árni Sæberg

„Þurfum að stóla á þetta eins og þjóðveginn“

Auknar flugsamgöngur eru þó einungis bráðabirgðalausn, að mati Elliða. „Það er einn af plástrunum sem hægt er að nota. En við þurfum að stóla á þetta eins og þjóðveginn. Við erum útflytjandi af verðmætum, af fiskafurðum, og það þarf að vera hægt að flytja þær á öllum stundum. Ef einhvers staðar virðist horfa í það að það verði alvarlegri raskanir en verið hefur á siglingum í Þorlákshöfn, þá þarf að koma hratt og örugglega öflugt skip til landsins, eins og skipið Bodø.“

Norska ferjan Bodø átti að leysa Herjólf af frá 20. nóvember. Bodø er 80 metra langt skip, tekur 330 farþega og u.þ.b. 72 bíla. Skipið hefur leyfi til siglinga í Þorlákshöfn, á svokölluðu „B“ siglingasvæði. Að mati Elliða er afar mikilvægt að varaskip, líkt og Bodø, verði tiltækt öllum stundum.

„Það þarf að hafa það tryggt að ef upp koma alvarlegri bilanir í Herjólfi, ef í ljós kemur að hann getur jafnvel ekki þjónustað í Þorlákshöfn, þá þarf auðvitað vera tiltækt varaskip á öllum stundum,“ segir Elliði.

Herjólfur siglir, en þolir minna álag

Eins og staðan er núna mun Herjólfur sigla í vetur. „Mér skilst það á rekstraraðilanum og Vegagerðinni að Herjólfur geti þjónustað en hann þolir minna álag sem þýðir það að frátafir í Landeyjahöfn verði jafnvel enn meiri og jafnvel frátafir í Þorlákshöfn. Þetta er náttúrulega bara alveg hroðaleg staða,“ segir Elliði.

Viðræður um auknar flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru ekki hafnar en fyrir Elliða liggur enginn vafi á því að ríkið verði að koma til móts við íbúa og fyrirtæki í Vestmannaeyjum.

„Þetta mál er allt hið einfaldasta. Ríkinu ber að tryggja samgöngur í þessu landi og það er alveg sama hvort sá staður heitir Vestmannaeyjar, Þórshöfn eða Kópavogur, það verða að vera traustar samgöngur. Nú er það alfarið á ábyrgð ríkisins að tryggja það að þessi staða sem upp er komin með Herjólf valdi ekki truflunum fyrir hvorki íbúa eða fyrirtæki í Vestmannaeyjum.“

mbl.is

Innlent »

Sunna Elvira komin til Sevilla

15:31 Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem hef­ur legið lömuð á sjúkra­húsi í Malaga á Spáni und­an­far­inn mánuð í kjöl­far falls, er komin á bæklunarspítala í Sevilla. Hún var flutt þangað frá Malaga í morgun og gekk flutningurinn vel. Meira »

Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion

15:28 Fjármálaráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Meira »

Vildi skipa 2. sæti listans

15:18 „Mér líst vel á nýju konurnar á framboðslistanum og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Meira »

Orsakir slyssins enn óljósar

15:09 Rannsókn lögreglunnar á banaslysinu við höfnina á Árskógssandi í fyrra er á lokastigi. Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu um orsakir slyssins. Svo virðist sem bifreiðinni hafi ekki verið hemlað áður en hún lenti út af bryggjunni og í sjóinn. Ekkert bendir til bilunar í bifreiðinni. Meira »

14 bjóða sig fram í Hafnarfirði

14:58 Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor rann út í vikunni en kjörnefnd bárust fjórtán framboð. Allir fimm bæjarfulltrúar flokksins sækjast eftir endurkjöri. Prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars næstkomandi. Meira »

Björgunarsveitir eru á tánum

14:55 Björgunarsveitir hafa verið sendar í eitt útkall vegna þakplötu sem hafði losnað. Leiðindaveður gengur yfir allt landið seinni partinn í dag og kvöld. Þegar er farið að hvessa all hressilega á suðvesturhorninu og fer vindhraði til að mynda í 32 m/s í hviðum á Kjalarnesi. Meira »

Flugvallarvinir þrátt fyrir breytt nafn

14:30 Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun ekki bjóða sig fram undir merkjum flugvallarvina líkt og flokkurinn gerði í síðustu sveitarstjórnarkosningum, en áherslur hans í málefnum Reykjavíkurflugvallar verða áfram hin sömu. Meira »

Hærra fargjald vegna útboðs Isavia

14:32 Fargjald Flugrútunnar sem sinnir rútuferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hækkar í 2.950 krónur um næstu mánaðarmót.  Meira »

„Velur ekki bara stjörnur“

13:56 „Ég er ánægður með niðurstöðuna. En eftir að við höfðum gengið frá vinnunni þá lak heilmikið út um listann sem voru auðvitað vonbrigði,“ segir Sveinn H. Skúlason, formaður kjörnefndar um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira »

Stormur og leiðindi í kvöld

13:26 „Rigningin er að magnast upp fyrir suðaustan og það er orðið hvasst alveg syðst,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Leiðindaveðri, roki og rigningu, er spáð um allt land síðdegis og í kvöld. Meira »

Gagnrýna seinagang í orkumálum

13:09 Ríkisendurskoðun telur að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafi ekki enn brugðist við ábendingu stofnunarinnar frá árinu 2015 um að marka heildstæða stefnu í orkumálum til að tryggja að uppbygging og rekstur flutningskerfis raforku sé í samræmi við vilja stjórnvalda og taki mið af almannahag. Meira »

VG með forval í Reykjavík á morgun

13:02 Á morgun fer fram rafrænt forval hjá Vinstri grænum í Reykjavík, en valið verður í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar til borgarstjórnarkosninga. Valið er leiðbeinandi og leggur kjörnefnd endanlegan lista 46 frambjóðenda fyrir félagsfund VG í Reykjavík í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar. Meira »

Ellefu karlar og ellefu konur

12:40 Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor var samþykktur á félagsfundi sem fram fór í gær. Framboðslistann skipa 11 karlar og 11 konur. Meira »

Vill stuðla að lögmætum viðskiptum með rafrettur

12:14 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Meira »

Hlakkar til að bretta upp ermarnar

11:59 „Ég hef lengi haft áhuga á því að fara út í stjórnmálin og þykir borgarmálin sérstaklega spennandi. Ég hafði rætt þennan möguleika við mikið af vinum og félögum sem hafa starfað innan Sjálfstæðisflokksins, en ég taldi mig í raun ekki endilega eiga mikla möguleika þar sem ég á enga forsögu í flokknum.“ Meira »

Var skilin eftir af Strætó í öðru hverfi

12:25 Stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin eftir ein að kvöldi til fyrir utan skólann sinn, þegar keyra átti hana á ball í félagsmiðstöðinni sem er í öðru hverfi. Móðir stúlkunnar, Áslaug Ósk Hinriksdóttir fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og segist bæði sár og reið. Meira »

Bragi í ársleyfi frá Barnaverndarstofu

12:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, er nú farinn í eins árs leyfi frá stofnuninni að því er fram kemur í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Heiða Björg Pálmadóttir, staðgengill Braga, staðfesti í samtali við mbl.is að hún taki við forstjórastarfinu á meðan. Meira »

Krefjast væntanlega áframhaldandi varðhalds

11:39 Lögreglan mun í dag líklega fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum vegna um­fangs­mik­ill­ar rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á þrem­ur inn­brot­um í gagna­ver í Reykja­nes­bæ og Borg­ar­byggð þar sem sam­tals 600 tölv­um var stolið. Meira »
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...