Áhyggjuefni ef ólöglegir fjármunir verða löglegir

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Árni Sæberg

Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi, sem kom út í gær, kemur fram að styrkja verði rannsóknardeildir lögreglu og fjölga lögreglumönnum umtalsvert til að hægt verði að sporna við skipulagðri brotastarfsemi í landinu. Áhættustig vegna skipulagðrar glæpastarfsemi er nú „mikil áhætta“ að því er fram kemur í skýrslunni.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vill vara við því að upphlaup verði vegna skýrslunnar, þrátt fyrir að hún dragi upp ansi dökka mynd af ástandinu. „Engu að síður er það þannig að við teljum okkur vanta bjargir til að takast á við þetta með sóma. Eins og við teljum að þurfi að gera. Það er staðreyndin með skipulagða brotastarfsemi að það þarf að beita ákveðnum aðferðum til að takast á við hana, sem eru kannski ekki þær sömu og notaðar eru við hefðbundin brot,“ segir Grímur. Hann vill þó ekki fara nánar út í það um hvernig aðferðir er að ræða, en þær séu mannskapsfrekar.

Hefur áhrif á öryggisstigið í landinu

Í skýrslunni segir að ljóst sé að dregið hafi úr getu lögreglu til að sinna mörgum þeim málaflokkum er falla undir hugtakið skipulögð glæpastarfsemi. Jafnframt segir að eftir því sem skipulögð glæpastarfsemi aukist og verði alvarlegri hafi það áhrif á öryggisstigið í landinu. Álagið á almenna löggæslu aukist, sem og rannsóknardeildir. Þá kalli slík aukning í skipulagðri glæpastarfsemi einnig á stóraukna frumkvæðislöggæslu á sviði afbrotavarna.

„Til að geta tekið á þessu og stemmt stigu við þessu þá þurfum við meiri mannskap. Það er bara þannig. Ekki nema að taka hann úr einhverju öðru og við teljum okkur ekki geta gert það.“ Grímur segir að það myndi einfaldlega bitna á annarri löggæslu.

Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram að lagt hafi verið til árið 2013 að lögreglumönnum yrði fjölgað úr 712 í 860 á árunum 2014 til 2017. Það eru hins vegar ekki nema 660 lögreglumenn starfandi í dag og því ljóst að um 200 lögreglumenn vantar til starfa. „Stærstur hlutinn af þeirri tölu væri hjá okkur, því við erum með næstum helminginn af lögregluliðinu í landinu,“ segir Grímur og vísar þar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Undirheimarnir taka sjálfir á brotunum

Í skýrslunni kemur fram að vitað sé um að minnsta kosti tíu hópa sem séu virkir í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi, eins og fíkniefnabrotum, mansali og vændi. Ekki hefur verið ófriður á milli þessara hópa upp á síðkastið, en þannig var það á tímabili, að sögn Gríms.

„Það er eðli svona skipulagðrar brotastarfsemi, ef brotahópunum lendir saman, þá er ekkert endilega verið að tilkynna lögreglu um það, og það er alvarlegt. Þá eru kannski brot framin, lögreglu ekki tilkynnt um þau og undirheimarnir taka á þeim sjálfir. Þetta er eitt af því sem er alvarlegt við að það nái að skjóta hér rótum brotahópar.“

Hóparnir samanstanda bæði af Íslendingum og erlendum aðilum, en eru þó lítið blandaðir innbyrðis. Algengt er að hóparnir séu í fleiri en einni tegund brota, að sögn Gríms og vísar hann til skýrslna sem gefnar hafa verið út á Norðurlöndunum og hjá Europol. „Þá er staðreyndin sú að menn eru í skipulagðri brotastarfsemi til að hagnast á henni og þá eru menn í því sem hægt er að hagnast á.“

Hann segir lögreglu hins vegar ekki hafa orðið sérstaklega vara við að íslensku hóparnir séu í vændisstarfsemi. Það þurfi engu að síður að fylgjast vel með því. „Við höfum verið með það til rannsóknar hvort hingað séu sendar konur af einhverjum glæpasamtökum til að stunda vændi, sem eigi svo að skila ágóðanum af því til þeirra.“

Forgangsatriði að uppræta mansal

Grímur segir mestu hættuna við að skipulögð brotastarfsemi fái að blómstra vera að fjármunir, sem verði til við ólöglega iðju, verði með einhverjum hætti gerðir löglegir. „Að við fáum ólögmæta fjármuni inn í lögmæta starfsemi. Mér finnst það eitthvað til að hafa áhyggjur af.“

Í skýrslunni kemur fram að skipulögð brotastarfsemi sé iðulega samofin löglegum rekstri fyrirtækja og því sé mikilvægt að rannsaka skattahluta brotastarfseminnar. Enda geti brotamönnum reynst erfitt að gera grein fyrir hagnaði, tekjum eða eignum sem aflað er með ólögmætum hætti. Þá kemur fram að upptaka ólöglegs ávinnings sé úrræði sem margir lögreglumenn telji vannýtt.

Aðspurður hvaða brotastarfsemi sé mikilvægast að uppræta, ef það þurfi að forgangsraða, segir hann: „Það sem við viljum beina athyglinni að núna, ef við þyrftum að forgangsraða, það er mansalið. Við viljum geta rannsakað mál þar sem brotaþoli er eins augljós og í slíku máli. Ef viðkomandi er þvingaður til einhvers og getur ekki farið þá viljum við taka á því.

Grímur á þar bæði við vinnumansal og vændismansal og vill síður segja að annað sé alvarlegra en hitt, þó að vissulega sé kynferðisofbeldi mjög alvarlegur hlutur.

mbl.is

Innlent »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Litlar líkur á að fiskur hafi sloppið

05:30 Matvælastofnun telur, á grundvelli ljósmynda og annarra gagna sem henni hafa borist, meðal annars lýsingum kafara, að litlar líkur séu á því að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins í síðustu viku í kjölfar tjóns á tveimur kvíum. Önnur er í Arnarfirði en hin í Tálknafirði. Meira »

Lendi á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
Heimavík
...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...