Einn áfram í gæsluvarðhaldi

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hlutafé í Market ehf., sem rekur …
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hlutafé í Market ehf., sem rekur Euromarket, meðal þeirra fjármuna sem lagt var hald á. mbl.is/Eggert

Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi rann út á föstudag og var ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra. Hinn var aftur á móti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar á grundvelli almannahagsmuna.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að það þýði að hann er ekki lengur í einangrun. Tvímenningarnir tengjast pólsku fyr­ir­tæki sem rek­ur versl­an­ir hér á landi, Euro Mar­ket. 

Í fyrstu voru þrír Pól­verj­ar úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 22. des­em­ber í tengsl­um við rann­sókn á um­fangs­miklu smygli og fram­leiðslu á fíkni­efn­um, fjár­svik og pen­ingaþvætti hér á landi. Menn­irn­ir eru grunaðir um að hafa komið ólög­lega fengnu fé inn í rekst­ur fyr­ir­tækja á Íslandi. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í þriggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald 22. desember eða til 12. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Grímur segir að rannsókn málsins miði vel en það sé flókið enda nær það til fleiri landa en Íslands. 

Menn­irn­ir þrír voru hand­tekn­ir í aðgerð sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra klukk­an sex að morgni 12. des­em­ber en alls voru 20 manns hand­tekn­ir þann dag í sam­ræmd­um aðgerðum lög­reglu­yf­ir­valda á Íslandi, í Póllandi og Hollandi. Íslenska lög­regl­an lagði hald á fimm bíla, inni­stæður í bönk­um og eign­ar­hluti í fyr­ir­tækj­um ásamt því að kyrr­setja fast­eign­ir í eigu hinna hand­teknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert