Þýðingarmikil afsökunarbeiðni forsetans

Anna Katrín, Guðni Th. Jóhannesson, Glódís Tara og Halla Ólöf ...
Anna Katrín, Guðni Th. Jóhannesson, Glódís Tara og Halla Ólöf ræddu málin á Bessastöðum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Baráttukonurnar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir mættu til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Tilefni fundarins var afsökunarbeiðni forsetans á aðkomu sinni í því að veita Roberti Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, uppreist æru, fyrr á árinu.

Allar hafa þær orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi Roberts og hafa þær verið áberandi í samfélagsmiðlabyltingunni #höf­um­hátt þar sem krafist er breyt­inga í íslensku sam­fé­lagi þar sem enn sé langt í land í bar­átt­unni gegn kyn­ferðisof­beldi.

Forsetinn setti sig í samband við Önnu Katrínu í gegnum Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, þegar hún kom til fundar við forsetann eftir kosningar. „Hann vildi fá að hitta okkur og biðja okkur afsökunar,“ segir Anna Katrín í samtali við mbl.is.

Þær játa allar að hafa fundið fyrir smá stressi áður en þær mættu á Bessastaði í dag en það hvarf fljótt þegar þær sáu móttökurnar sem þær fengu.

„Þetta var mjög súrrealískt en samt vorum við spenntar að hitta hann og finnst það mjög virðingarvert að hann muni eftir okkur í miðjum stjórnarmyndunarviðræðum og að hann sé með hugann við okkur og nýti þær boðleiðir sem hann hefur til að hafa samband við okkur,“ segir Anna Katrín.

Spurðar nánar út í fundinn og formlegheit hans segir Glódís Tara: „Formlegur og ekki formlegur, við fengum okkur bara pönnukökur og kaffi og ræddum málin,“ segir hún létt í bragði. Umræðuefni fundarins var þó alvarlegt. „Það er formlegt að fara á Bessastaði og móttakan var formleg en fundurinn sjálfur var mannlegur,“ segir Halla Ólöf.

Staðfesting á baráttumálunum

Afsökunarbeiðni frá forsetanum er afar þýðingarmikil að þeirra mati. „Hún er ótrúlega mikilvæg fyrir okkur og staðfesting á öllu sem að við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Anna Katrín.

„Ég var ánægð með að hann steig fram, tók ábyrgð á sínum hlut í málinu og baðst innilegrar afsökunar. Hann sagði að það að skrifa undir svona og eiga þátt í því að þessir menn hafi fengið uppreista æru og að hafa valdið okkur þessum sársauka liggja þungt á honum. Hann vildi sjálfur, persónulega, biðjast afsökunar á sínum hluta í málinu,“ segir Glódís Tara.

„Og ekki bara endilega sem forseti. Hann er faðir og hann er mannlegur,“ bætir Anna Katrín.  

Annasamur dagur fyrir byltingarkonur

Eftir að fundinum lauk þurftu stelpurnar að hafa hraðar hendur til að koma sér á næsta stað, en þær tóku á móti viðurkenningu frá Siðmennt síðdegis í dag.

Þar tóku þær á móti húmanistaviðurkenningu Siðmenntar fyrir hönd #höfumhátt, fyrir mikilvæg störf í þágu mannréttinda og mannúðar á Íslandi.

Halla Ólöf, Glódís Tara, Þórhildur Sunna þingmaður Pírata og Anna ...
Halla Ólöf, Glódís Tara, Þórhildur Sunna þingmaður Pírata og Anna Katrín á viðburði Siðmenntar í dag þar sem þær tóku á móti viðurkenningu fyrir störf sín fyrir #höfumhátt. Ljósmynd/Aðsend

Eftir þennan annasama dag eru stelpurnar fullar af eldmóði til að halda sínum baráttumálum áfram.

„Við viljum að umræðan haldi áfram og að fleiri taki Guðna sér til fyrirmyndar,“ segir Halla Ólöf. Skilaboðunum beina þær einna helst til stjórnmálamanna, en frá þeim hafa lítil svör borist. „Þeir tala oft um okkur en aldrei við okkur,“ segir Glódís Tara.

„Fyrst að forsetinn gat gefið sér tíma til þess að muna eftir okkur og baráttunni okkar og af hverju ríkisstjórnin sprakk, þá ættu aðrir að geta tekið hann til fyrirmyndar og gert það líka. Þetta er virkilega mikilvægt málefni sem snertir langflesta Íslendinga. Við munum ekki hætta að berjast, við höldum áfram að hafa hátt,“ segir Anna Katrín.

„Við erum rétt að byrja,“ segir Glódís Tara.

 mbl.is

Innlent »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yfir 3.000 umsóknir bárust

14:51 Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember. Meira »

„Við erum að ræða almannahagsmuni“

14:28 „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“ Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »

Farþegar mæti fyrr upp í flugstöð

14:44 WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp í flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið. Meira »

Felldu kjarasamning í annað sinn

13:09 Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði. Meira »
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...