Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/Rax

Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að tíminn frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga einna erfiðustu aðstæður við eldfjöll á Íslandi. Gerð rýmingaráætlana fyrir þetta svæði hefur nú verið flýtt vegna þeirrar auknu virkni sem hefur verið í jöklinum síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Frá því að tilkynning barst um torkennilega lykt við Kvíá og síðan sigketill myndaðist í öskju Öræfajökuls undir lok síðustu viku hafa verið haldnir reglulegir fundir með ábyrgðaraðilum í sveitarfélaginu Hornafirði.

Ásamt bæjarstjóranum, Birni Inga Jónssyni, sem jafnframt er formaður almannavarnanefndar, hafa fundina setið lögreglumenn á Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri og yfirstjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Einnig hafa fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra verið á fundunum.

Rætt hefur verið um stöðuna og upplýsingar frá vísindamönnum metnar með tilliti til öryggis íbúa, ferðamanna og annarra sem dvelja eða fara um það svæði sem talið er í hættu af flóðum frá Öræfajökli. Það nýlega hættumat sem liggur fyrir hefur reynst ákaflega mikilvægt í öllu mati á ástandinu, segir í tilkynningunni.

Horft til tveggja verkþátta við gerð rýmingaráætlana

Fyrir um tveim vikum voru haldnir íbúafundir á svæðinu þar sem farið var yfir þau verkefni sem fram undan eru varðandi rýmingaráætlanir og önnur viðbrögð sem nauðsynleg eru. Ekki hafði verið reiknað með að vinna við þessar áætlanir fyrr en seinni hluta næsta árs. Vegna þeirrar aukni virkni sem nú er staðreynd hefur vinnunni hins vegar verið flýtt.

Hér sést sigketillinn vel.
Hér sést sigketillinn vel. Mynd/Ágúst J. Magnússon

Við gerð rýmingaráætlana er horft til tveggja verkþátta; áætlunar um neyðarrýmingu þar sem eldgos hefjist nánast fyrirvaralaust og enginn tími gefist til undirbúnings og hins vegar rýmingaráætlunar í fjórum þáttum þar sem hægt væri að vinna skipulega að rýmingu. 

Slík áætlun væri í meginatriðum í fjórum fösum:

Stig a:

• Slóðum og vegum frá þjóðvegi 1 lokað
• Ytri lokanir settar upp
• Lokað inn á svæðið frá Lómagnúp í vestri og Jökulsárlóni i austri
• Eingöngu íbúum, vísindamönnum, viðbragðsaðilum, flutningabílum og annarri nauðsynlegri umferð hleypt inn fyrir
• Flutningur á búfé undirbúinn

Stig b:
• Allir ferðamenn og aðrir sem ekki þurfa nauðsynlega að vera á svæðinu látnir yfirgefa það
• Búfé flutt á brott
• Lokað fyrir alla umferð inn á svæðið annarra en viðbragðsaðila og vísindamanna

Stig c:
• Allsherjarrýming svæðisins

Stig d:
• Lokanir færðar vestar og austar með tilliti til spár um öskufall
• Rýmingarsvæði endurmetið með tilliti til spár um öskufall

Hugsanlegt að komi til rýmingar án eldgoss

Lykilaðilar við gerð og útfærslu rýmingaráætlana eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar á rýmingarsvæðinu og í næsta nágrenni.

Eins og sjá má á þessum verkþáttum og væntanlegu umfangi þeirra kallar þetta á stöðuga vöktun og mat á aðstæðum. Möguleiki er á að gripið verði til rýmingar eða a.m.k. hluta af ofangreindu ferli eftir þróun atburðarásar og rýming síðar afturkölluð, án þess að til eldgoss komi. Við slíku er eðlilegt að búast þegar horft er til hættunnar og þess stutta tíma sem gefst til rýmingar þegar eldgos er hafið.

Nú þegar liggur fyrir áætlun um hvernig skilaboðum verði komið til þeirra sem eru á rýmingarsvæðinu og virkjun neyðaráætlunar um rýmingu verður háttað. Á næstu dögum verður unnið með heimamönnum í Öræfum að útfærslu hennar. Jafnframt verður mikill kraftur lagður í gerð rýmingaráætlunar byggðrar á þeim fjórum stigum er hér að framan greinir. Innlegg heimamanna skiptir þar mestu.

Lögreglumenn munu áfram sinna sérstöku eftirliti á svæðinu sem m.a. felur í sér aðstoð við mælingar vísindamanna þar til síritandi eftirlitsbúnaði hefur verið komið fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »

Eldaði fyrir Bayern München

14:00 Það er ekki hver sem er sem fær að elda ofan í þýska fótboltaliðið Bayern München. Það fékk þó íslensk-þýski kokkurinn Daníel Rittweger að gera eftir að hafa sigrað í matreiðslukeppni. Daníel, sem útskrifaðist í síðustu viku úr náminu, starfar nú á sínum öðrum Michelin-stjörnu-veitingastað. Meira »

Siðmennt styður bann við umskurði drengja

13:47 Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur Alþingi til þess að samþykkja frumvarp um bann við umskurði drengja. Meira »

Viðvörun gildir fyrir allt landið

13:28 Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir allt landið á miðvikudag en spáin í dag gerir ráð fyrir suðaustanstormi og er spáð að það fari í 35 metra á sekúndu í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Gullleitarmaðurinn Eldur

12:14 Nafnið passar vel við þennan unga mann; Eldur Ólafsson er jarðfræðingur með brennandi áhuga á auðlindum og viðskiptum. Eftir jarðhitavinnu í Kína beinir Eldur nú sjónum að Grænlandi. Þar er fókusinn á gullgreftri. Meira »

Spáð 35 m/s í hviðum

12:12 Veðrið er farið að versna en það hvessir af austri síðdegis í dag með snjókomu og skafrenningi á fjallvegum sunnan- og suðvestanlands en rigningu á láglendi. Meira »

„Langar ekki að svara þessum spurningum“

11:38 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það sé öllum þingmönnum hollt að gera ráð fyrir að allt sem þeir gera sé opinbert. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli hans í Silfrinu á Rúv í dag þar sem hann var gestur ásamt þremur öðrum þingmönnum. Meira »

Akstursreikningar yfirfarnir af fjármálaskrifstofu

11:51 Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að allir reikningar sem þingmenn skili í þingið séu yfirfarnir af fjármálaskrifstofu þingsins til samþykktar eða synjunar og ef þeir eru samþykktir fá þingmenn greitt. Aksturpeningar voru ræddir á Sprengisandi í morgun. Meira »

Útboð á færslu Hamraneslína úr byggð

11:06 Landsnet hefur auglýst útboð á fyrsta áfanga við færslu Hamraneslína úr byggð í Hafnarfirði. Ásamt færslu Ísallína frá íbúðabyggð. Meira »

Dregur úr skjálftavirkni við Grímsey

10:51 Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni við Grímsey síðasta hálfa sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa mælst um 170 skjálftar á svæðinu það sem af er degi. Á síma tíma í gær höfðu um 400 skjálftar mælst á svæðinu. Meira »

Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður

09:28 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að umskurn á drengjum verði gerð refsiverð með breytingum á hegningarlögum. Hún segir að hætta sé á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir. Meira »

Lokuðu skemmtistað

08:55 Skemmtistað í efri byggðum Reykjavíkur var lokað í nótt þar sem nokkrir gesta staðarins voru undir aldri. Þetta ekki í fyrsta skipti sem lögregla grípur til þessara aðgerða gagnvart umræddum stað, segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en mikill erill var í nótt og fangageymslur nánast fullar.   Meira »

Stefnir í góðan dag í Hlíðarfjalli

08:44 Forsvarsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli segja að það stefni í góðan dag í fjallinu en um tvö þúsund manns voru á skíðum þar í gær. Lokað verður í Bláfjöllum en opið í Skálafelli. Meira »

„Ég man ekki hvernig hann hlær“

08:07 Hann er sextán ára gamall þegar hann byrjaði að fikta við kannabis með vinum sínum. Hann er á þrítugsaldri í dag og hefur verið í mikilli neyslu undanfarin ár en átt mjög góð tímabil á milli. Móðir segir hann ekki sama mann og hann var og gleðin sé horfin. Hún muni ekki lengur hvernig hlátur hans hljómi. Meira »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Hálka og þæfingur

08:14 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingur er austan við Hellu að Ásmundarstöðum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

66 ára og líður ekki degi eldri en 39 ára

07:30 Birna Guðmundsdóttir hefur stundað íþróttir allt sitt líf og helgað íþróttakennslu krafta sína. Árið 2014 hætti hún kennslu í Flataskóla sökum aldurs. Nú þjálfar Birna ýmsa líkamsræktarhópa allt frá ungbörnum til fullorðinna í Mýrinni og Sjálandslaug. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Antik bollar, kaffikanna og sykurkar
Til sölu ónotað fallegt 6 manna bollastell með gyllingu. Verð 15000 kr. Uppl í ...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...