„Þetta er alveg gríðarlega stórt“

Þyrlan er fyrir miðri mynd og sigketillinn fyrir neðan.
Þyrlan er fyrir miðri mynd og sigketillinn fyrir neðan. Ljósmynd/Haukur Harðarson

„Við vorum í túr frá Reykjavík á báðum þyrlunum okkar og tókum þarna hálendið og fórum út að Jökulsárlóni. Þá er yfirleitt reynt að fljúga þarna yfir Hvannadalshnjúkinn ef veðrið er gott og aðstæður leyfa. Það er eiginlega ekki hægt að sleppa því að kíkja ef maður er á ferð þarna framhjá,“ segir Haukur Harðarson, flugmaður hjá þyrluþjónustunni Helo.

Haukur tók meðfylgjandi myndir í ferðinni af Hvannadalshnjúki og sigkatlinum í Öræfajökli en sjá má á myndinni hér að ofan hversu gríðarlega stór hann er í samanburði við þyrluna. „Þetta er alveg gríðarlega stórt.“ Átta ferðamenn voru með í för en hægt er að taka tólf í hverja ferð að sögn Hauks. Fjölskylda frá Bandaríkjunum hafði leigt þyrluna í ferðina.

„Við bjóðum upp á ákveðnar fastar ferðir en einnig klæðskerasaumaðar samkvæmt óskum viðskiptavina okkar. Við sérhæfum okkur í svona dýrari lengri ferðum. Þetta var ferð með föstu fyrirkomulagi,“ segir Haukur aðspurður. „Það er hægt að komast yfir ansi mikið í einni tveggja tíma ferð í þyrlu. Þetta er líka sennilega umhverfisvænsti ferðamátinn.“

Ljósmynd/Haukur Harðarson
Ljósmynd/Haukur Harðarson
Þyrlur Helo í ferðinni.
Þyrlur Helo í ferðinni. Ljósmynd/Haukur Harðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert