„Kallar á stóraukið eftirlit“

Öræfajökull. Áhættumatið segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur ...
Öræfajökull. Áhættumatið segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur gjósi í jöklinum. mbl.is/Rax

„Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn og formaður al­manna­varna­nefnd­ar sveitarfélagsins í Hornafirði.

Greint var frá því fyrr í dag að í ný­legu hættumati fyr­ir svæðið í kring­um Öræfa­jök­ul komi fram að tím­inn frá því að eld­gos næði til yf­ir­borðs á jökl­in­um og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 væri í mörg­um til­fell­um aðeins 20 mín­út­ur.

Mikið af byggð í Öræf­um er inn­an þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga einna erfiðustu aðstæður við eld­fjöll á Íslandi. Gerð rým­ingaráætl­ana fyr­ir þetta svæði hef­ur nú verið flýtt vegna þeirr­ar auknu virkni sem hef­ur verið í jökl­in­um síðustu daga. 

Björn Ingi segir stefnt á fund með Öræfingum um þessa nýjustu atburði  á næstu dögum og þá verði einnig fundur í almannavarnanefnd í vikunni. „Síðan verða líklega daglegir fundir með vísindamönnum og lögreglustjóra og fleirum.“

Björn Ingi Jónsson gerir ráð fyrir að funda með vísindamönnum ...
Björn Ingi Jónsson gerir ráð fyrir að funda með vísindamönnum og lögreglustjóra daglega á næstunni. mbl.is/ Sigurður Bogi Sævarsson

Funda með Öræfingum

Spurður hve langan tíma hann telji það taka að gera rýmingaráætlunina kveðst hann vonast til að það skýrist á næstu dögum.   

„Þetta er allt á frumstigi, en við stefnum á fund með Öræfingum aftur um þessa nýjustu atburði og þá er þetta eitt af því sem þarf að ræða, því það eru 2-3.000 manns á svæðinu á góðum degi þó að íbúar Öræfasveitar séu ekki nema rétt um 100.“

Ekki þurfi þó endilega að taka svo langan tíma að útbúa rýmingaráætlun fyrir svæðið. „Það eru til rýmingaráætlanir fyrir eldgos og annað sem hægt er að nota til að sníða að aðstæðum þarna, þannig að menn eru vanir að vinna þessa vinnu og því á hún ekki að þurfa að taka neitt rosalega langan tíma.“  

Skoða fjölgun ferðamanna sérstaklega

Fjölgun ferðamanna á svæðinu sé þá eitthvað sem þurfi að skoða sérstaklega. „Þetta er eitt af því sem þarf að fara að skoða, hvort hægt sé að trappa áhættumatið og rýmingarnar eitthvað niður þannig að fyrsta stig væri kannski að reyna að koma í veg fyrir að fleiri færu inn á svæðið.“

Frá því að til­kynn­ing barst um tor­kenni­lega lykt við Kvíá og síðan sig­ketill myndaðist í öskju Öræfa­jök­uls und­ir lok síðustu viku hafa verið haldn­ir reglu­leg­ir fund­ir með ábyrgðaraðilum í sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði.

Fyr­ir um tveimur vik­um voru haldn­ir íbúa­fund­ir á svæðinu þar sem farið var yfir þau verk­efni sem fram und­an eru varðandi rým­ingaráætlan­ir og önn­ur viðbrögð sem nauðsyn­leg eru. Ekki hafði verið reiknað með að vinna við þess­ar áætlan­ir fyrr en seinni hluta næsta árs. Vegna þeirr­ar aukni virkni sem nú er staðreynd hef­ur vinn­unni hins veg­ar verið flýtt.

Björn Ingi segir þann fund hafa verið fyrsta skrefið í því að hraða vinnu við áhættumatið, en frummat Veðurstofunnar kom út fyrir um ári.

„Þegar menn fóru af stað aftur var þetta eitthvað sem varð að vinna. Það hafði ekki fundist skjálfti í Öræfasveit í ansi mörg ár, en síðasta ár er búinn að vera töluverður órói. Svo má kannski segja að þessir atburðir síðustu daga valdi því að við þurfum að hraða þessu ennþá meira.“

Enginn bær öruggur ef gýs

Spurður hvort aðstæðurnar veki íbúum ótta segist hann ekki skynja að svo sé.

„Ég myndi ekki segja að fólk fyndi fyrir ofsahræðslu en ég hef alveg fengið fyrirspurnir um hvort það verði gefin út rýmingaráætlun. Menn eru að hugsa um þetta jafnvel þó að þeir sofi kannski ekkert í fötunum eins og einn orðaði það í fréttum í gær.“

Áhættumatið  segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur gjósi í jöklinum, en Björn Ingi segir menn engu að síður telja ólíklegt að gos komi upp alls staðar og allir bæir verði á sama tímapunkti í jafnmikilli hættu. „Það fer eftir því hvar hugsanlegt eldgos myndi brjóta sér leið upp á yfirborðið.“

mbl.is

Innlent »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »

„Kemur verulega á óvart“

15:30 „Þetta kemur mér verulega á óvart. Mér fannst mjög skemmtilegt að vera tilnefnd, en átti alls ekki von á því að vinna enda flottar bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár – sem helgast af því að 2018 var mjög sterkt ljóðaár, “ segir Eva Rún Snorradóttir sem fyrr í dag hlaut Maístjörnuna. Meira »

Áfrýjar dómi fyrir brot gegn dætrum

15:29 Karlmaður sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni og dóttur í Héraðsdómi Reykjaness í apríl hefur áfrýjað 6 ára dómi sínum til Landsréttar. Eiginkona hans hefur ekki enn áfrýjað dóminum. Meira »

„Ég hef verið heppinn“

15:05 „Ég er þakklátur og glaður og ég hef verið heppinn. Það hefur gengið nokkuð vel og ég hef aldrei orðið fyrir manntjóni og það er ekki sjálfgefið,“ segir Ólafur Helgi Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli, sem látið hefur af störfum eftir fjörutíu ár um borð í skipinu. Meira »

Eftir að taka skýrslu af 5 farþegum

15:00 Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á rútuslysinu á Suðurlandsvegi í Öræfum 16. maí síðastliðinn miðar vel. Búið er að taka skýrslu af öllum farþegum og ökumanni að undanskildum fimm einstaklingum vegna rannsóknarinnar. Meira »

Níu hljóta styrk frá Fulbright

14:59 Fulbright-stofnunin á Íslandi veitir á ári hverju styrki til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna. Móttaka íslenskum styrkþegum til heiðurs var haldin í dag í Ráðherrabústaðnum að viðstaddri Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

16 ára á 120 með mömmu í farþegasætinu

14:39 Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði 16 ára dreng á tæplega 120 km hraða skammt austan við Vík síðastliðinn laugardag. Var móðir drengsins í farþegasætinu og ungt barn í aftursætinu, að því er fram kemur í Facebook-færslu lögreglunnar. Meira »

Þrír ákærðir fyrir nauðgun

14:36 Þrír karlmenn hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir að nauðga stúlku í febrúar 2017 í þremur herbergjum húsnæðis í Reykjavík. Í ákæru kemur fram að mennirnir hafi beitt stúlkuna ólögmætri nauðung með því að notfæra sér ölvunarástand hennar og yfirburðastöðu sína. Meira »

Hatarar spenntir að snúa heim

14:35 Íslenski Eurovision-hópurinn er lentur á Heathrow-flugvelli og bíður þess í ofvæni að taka flugið heim til Íslands, segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins Meira »

„Vekjaraklukka sem ætti að vekja okkur öll“

14:23 Skólastjórnendur segja leyfisóskum foreldra vegna fría hafa aukist á síðustu árum, foreldrar hafa of rúmar heimildir til að fá leyfi fyrir börn sín og þeir eru hlynntir því að sett verði viðmið um fjölda daga um leyfisveitingu vegna fría á skólatíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun á skólasókn grunnskólanemenda. Meira »

Halla settur saksóknari í stað Sigríðar

14:00 Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, hefur verið falið að taka afstöðu til þess hvort hefja beri lögreglurannsókn á grundvelli nýrra ábendinga um afdrif þeirra Guðmundar og Geirfinns Einarssona. Meira »

Jöklar hopa en skógar stækka

13:45 Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um 647 km2 frá árinu 2000 og jafnast það á við áttfalt flatarmál Þingvallavatns, eða um hálft Þingvallavatn á ári. Byggð svæði og skógar hafa hins vegar stækkað á tímabilinu samkvæmt nýjustu CORINE-flokkuninni. Meira »

Hatarar fengu verstu sætin í vélinni

13:40 Liðsmönnum Hatara var úthlutað verstu sætunum í flugvélinni á leið sinni frá Tel Aviv til Lundúna, ef marka má fésbókarfærslu sem trommugimpi sveitarinnar, Einar Stefánsson, deilir á síðu sinni. Meira »

Endurblik frægðarinnar við höfn

12:59 Skemmtiferðaskip eru farin að setja svip sinn á hafnir landsins. Celebrity Reflection lá við Skarfabakka í morgun en lætur úr höfn í dag. Skipið er ríflega 125 þúsund tonn, 319 metrar að lengd og 37,5 að hæð. Fram í október er áætlað að 199 farþegaskip leggist við Faxaflóahafnir. Meira »

HS Orka er bakhjarl Kvenna í orkumálum

11:50 HS Orka er bakhjarl Kvenna í orkumálum. Á dögunum var skrifað undir samstarfssamning þess efnis. Tilgangur félagsins er að efla þátt kvenna í orkumálum og styrkja tengsl þeirra sín á milli sem og að stuðla að menntun og fræðslu kvenna er varðar orkumál. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »
Jessenius Faculty
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur inntökupróf 3. júní kl. 1...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...