„Kallar á stóraukið eftirlit“

Öræfajökull. Áhættumatið segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur ...
Öræfajökull. Áhættumatið segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur gjósi í jöklinum. mbl.is/Rax

„Þetta kallar á stóraukið eftirlit með Öræfajökli og með ánum sem eru þarna í kring, bæði vatnsmagni og leiðni, til að reyna að gefa okkur þó meiri tíma en mögulegt er því þetta fjall er afskaplega nálægt byggð,“ segir Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri á Höfn og formaður al­manna­varna­nefnd­ar sveitarfélagsins í Hornafirði.

Greint var frá því fyrr í dag að í ný­legu hættumati fyr­ir svæðið í kring­um Öræfa­jök­ul komi fram að tím­inn frá því að eld­gos næði til yf­ir­borðs á jökl­in­um og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 væri í mörg­um til­fell­um aðeins 20 mín­út­ur.

Mikið af byggð í Öræf­um er inn­an þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga einna erfiðustu aðstæður við eld­fjöll á Íslandi. Gerð rým­ingaráætl­ana fyr­ir þetta svæði hef­ur nú verið flýtt vegna þeirr­ar auknu virkni sem hef­ur verið í jökl­in­um síðustu daga. 

Björn Ingi segir stefnt á fund með Öræfingum um þessa nýjustu atburði  á næstu dögum og þá verði einnig fundur í almannavarnanefnd í vikunni. „Síðan verða líklega daglegir fundir með vísindamönnum og lögreglustjóra og fleirum.“

Björn Ingi Jónsson gerir ráð fyrir að funda með vísindamönnum ...
Björn Ingi Jónsson gerir ráð fyrir að funda með vísindamönnum og lögreglustjóra daglega á næstunni. mbl.is/ Sigurður Bogi Sævarsson

Funda með Öræfingum

Spurður hve langan tíma hann telji það taka að gera rýmingaráætlunina kveðst hann vonast til að það skýrist á næstu dögum.   

„Þetta er allt á frumstigi, en við stefnum á fund með Öræfingum aftur um þessa nýjustu atburði og þá er þetta eitt af því sem þarf að ræða, því það eru 2-3.000 manns á svæðinu á góðum degi þó að íbúar Öræfasveitar séu ekki nema rétt um 100.“

Ekki þurfi þó endilega að taka svo langan tíma að útbúa rýmingaráætlun fyrir svæðið. „Það eru til rýmingaráætlanir fyrir eldgos og annað sem hægt er að nota til að sníða að aðstæðum þarna, þannig að menn eru vanir að vinna þessa vinnu og því á hún ekki að þurfa að taka neitt rosalega langan tíma.“  

Skoða fjölgun ferðamanna sérstaklega

Fjölgun ferðamanna á svæðinu sé þá eitthvað sem þurfi að skoða sérstaklega. „Þetta er eitt af því sem þarf að fara að skoða, hvort hægt sé að trappa áhættumatið og rýmingarnar eitthvað niður þannig að fyrsta stig væri kannski að reyna að koma í veg fyrir að fleiri færu inn á svæðið.“

Frá því að til­kynn­ing barst um tor­kenni­lega lykt við Kvíá og síðan sig­ketill myndaðist í öskju Öræfa­jök­uls und­ir lok síðustu viku hafa verið haldn­ir reglu­leg­ir fund­ir með ábyrgðaraðilum í sveit­ar­fé­lag­inu Hornafirði.

Fyr­ir um tveimur vik­um voru haldn­ir íbúa­fund­ir á svæðinu þar sem farið var yfir þau verk­efni sem fram und­an eru varðandi rým­ingaráætlan­ir og önn­ur viðbrögð sem nauðsyn­leg eru. Ekki hafði verið reiknað með að vinna við þess­ar áætlan­ir fyrr en seinni hluta næsta árs. Vegna þeirr­ar aukni virkni sem nú er staðreynd hef­ur vinn­unni hins veg­ar verið flýtt.

Björn Ingi segir þann fund hafa verið fyrsta skrefið í því að hraða vinnu við áhættumatið, en frummat Veðurstofunnar kom út fyrir um ári.

„Þegar menn fóru af stað aftur var þetta eitthvað sem varð að vinna. Það hafði ekki fundist skjálfti í Öræfasveit í ansi mörg ár, en síðasta ár er búinn að vera töluverður órói. Svo má kannski segja að þessir atburðir síðustu daga valdi því að við þurfum að hraða þessu ennþá meira.“

Enginn bær öruggur ef gýs

Spurður hvort aðstæðurnar veki íbúum ótta segist hann ekki skynja að svo sé.

„Ég myndi ekki segja að fólk fyndi fyrir ofsahræðslu en ég hef alveg fengið fyrirspurnir um hvort það verði gefin út rýmingaráætlun. Menn eru að hugsa um þetta jafnvel þó að þeir sofi kannski ekkert í fötunum eins og einn orðaði það í fréttum í gær.“

Áhættumatið  segir að enginn bær í Öræfasveit sé öruggur gjósi í jöklinum, en Björn Ingi segir menn engu að síður telja ólíklegt að gos komi upp alls staðar og allir bæir verði á sama tímapunkti í jafnmikilli hættu. „Það fer eftir því hvar hugsanlegt eldgos myndi brjóta sér leið upp á yfirborðið.“

mbl.is

Innlent »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...