Boða íbúa við jökulinn á fund

Sigdæld hefur myndast í Öræfajökli vegna aukinnar jarðhitavirkni.
Sigdæld hefur myndast í Öræfajökli vegna aukinnar jarðhitavirkni. mbl.is/RAX

Í kvöld klukkan 20.00 verður haldinn íbúafundur í Hofgarði í Öræfum vegna Öræfajökuls. Vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar.

Á morgun, þriðjudag, verður fundur á vegum almannavarna með aðilum í ferðaþjónustu. Fundurinn verður haldinn í Freysnesi og hefst klukkan 9.00.

Óvissu­stig er í gildi vegna auk­inn­ar virkni í Öræfa­jökli síðustu daga. „Við för­um ekki á gult stig nema það sé eitt­hvað mikið að ger­ast,“ seg­ir Krist­ín Jóns­dótt­ir, jarðeðlis­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

Veður­stof­an fylg­ist vel með ís­lensk­um eld­fjöll­um og er Öræfa­jök­ull að sögn „í gjör­gæslu“ um þess­ar mund­ir, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Ekki er þó víst að goss sé að vænta. 

mbl.is