Nýr matsmaður fenginn í mál Thomasar

Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í september.
Thomas Møller Olsen í Héraðsdómi Reykjaness í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrir viku síðan úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að fenginn yrði nýr matsmaður til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. Í haust var Thomas Møller Ol­sen fundinn sekur um að hafa myrt Birnu, en deilt er um hvar Birnu var komið fyrir og hvort mögulegt er að Thomas hafi getað gert það.

Ríkissaksóknari kærði úrskurð héraðsdóms en Hæstiréttur vísaði kærunni í gær frá dómi. Það þýðir að fá þarf nýjan matsmann.

Lögmaður Thomas­ar, Páll Rún­ar M. Kristjáns­son, sagði fyr­ir dómi að á milli klukk­an sjö og ell­efu, morg­un­inn eft­ir að Birna hvarf, hefði hann, sam­kvæmt rann­sókn lög­reglu og dómi héraðsdóms ekið um 140 kíló­metra. Páll Rún­ar sagði fyr­ir dómi í dag að ef það yrði niðurstaða sér­fræðings að Birnu hefði verið komið fyr­ir í sjó utan þeirr­ar vega­lengd­ar sem Thom­as á að hafa getað ekið miðað við rann­sókn máls­ins, „þá úti­loki það sekt sókn­araðila“.

Við munnlegan málflutning málsins 20. nóvember sagði Páll að staðir þar sem gott aðgengi væri að sjó, aust­an meg­in við Sel­vogs­vita (þar sem hún fannst), væru mjög fáir. Hann sagði enn frem­ur að þeir væru eng­ir vest­an Sel­vogs­vita, nema al­veg við Grinda­vík.

Úrskurður héraðsdóms og dómur Hæstaréttar

mbl.is
Loka