Kerfið verður að laga sig að aðstæðum

„Ef það er eitthvað sem við sem samfélag eigum að ...
„Ef það er eitthvað sem við sem samfélag eigum að geta tekið höndum saman um er það velferð barnanna okkar,“ segir Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Hari

Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Hann segir að þörf sé á hugarfarsbreytingu og hann vonist til þess að allir stjórnmálaflokkar geti unnið saman að þessu máli ásamt stofnunum og sérfræðingum.

„Ef það er eitthvað sem við sem samfélag eigum að geta tekið höndum saman um er það velferð barnanna okkar. Við fjárfestum á engan hátt betur í framtíðinni en með því að grípa sem fyrst inn í aðstæður með viðeigandi stuðning og aðstoð þegar þess er þörf með velferð barnanna í huga.“

Áður hafi stórfjölskyldan komið meira að uppeldi barna en núna séu afar og ömmur úti á vinnumarkaði líkt og foreldrarnir. Börn séu í minni beinum samskiptum sín á milli en áður var og nú hafi samskiptin að töluverðu leyti færst yfir í rafræn samskipti.

„Þessar samfélagslegu breytingar kalla á hugarfarsbreytingu varðandi það hvernig við nálgumst velferð barna. Ég finn að það er þörf fyrir breytingar og það er eitthvað sem maður finnur á hverjum degi en ég hef ekki nákvæmt svar um hverjar þær eiga að vera,“ segir Ásmundur í samtali við mbl.is.

Rúm vika er síðan Ásmundur tók við sem ráðherra en hann segir að hann vilji láta fara í saumana á velferðarkerfinu með það að markmiði að kanna hvernig hægt er að grípa fyrr inn í hjá börnum og koma í veg fyrir að þau leiðist út af brautinni og þurfi þar af leiðandi miklu meira á velferðarkerfinu að halda síðar á lífsleiðinni.

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki bara að tala um velferð barnanna því við erum að tala um velferð fjölskyldunnar og samfélagsins alls,“ segir Ásmundur.

Hann segir að á meðal verkefna sem þurfi að fara í sé að finna úrræði fyrir börn sem líða skort vegna fátæktar foreldra, börn sem þjást vegna áfengissýki foreldra, börn sem þjást vegna ofbeldis á heimili eða geðsýki foreldra. Börn sem hafa af einhverjum ástæðum misst tengsl við foreldra sína og eða hafa verið gefin. Börn sem eiga foreldra í fangelsi og börn sem vegna mikillar fötlunar þurfa á þjónustu að halda. Börn sem þjást vegna erfiðra sjúkdóma og börn sem glíma við einhverfu eða eru með geðsjúkdóma.

Mjög brýnt að grípa inn

„Það er mjög brýnt að grípa inn og hefja þessa umræðu. Því ætla ég fá fulltrúa hagsmunasamtaka sem og sérfræðinga á minn fund til þess að koma stefnumótunarvinnu af stað. Við þurfum að nálgast þetta verkefni sem samfélag og á þverpólitískan hátt.“

Hann bendir á að í setu í fjárlaganefnd hafi hann kynnst starfi margra frjálsra félagasamtaka sem eru að sinna verkefnum vegna þeirrar eyðu sem virðist vera í velferðarkerfinu. Á þessum vettvangi er víða unnið gríðarlega gott starf.

„Þessi mikli fjöldi félagasamtaka sem mörg hver sækja fjárstuðning til ríkisins sýnir að velferðarkerfið þarf að grípa fyrr inn með skipulögðum hætti. Þar er alls ekki við starfsmenn velferðarkerfisins að sakast heldur þurfum við að þróa kerfið samhliða breyttum tímum,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, sem er sannfærður um að með því megi spara háar fjárhæðir til lengri tíma litið og ekki síst bæta stöðu fólks andlega og félagslega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni

10:06 Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás

10:06 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættu- og umferðarlagabrot 24. febrúar á þessu ári. Í fyrri ákæruliðnum kemur að hann hafi ekið bifreið af ásetningi á aðra bifreið á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún skall á vegrið og valt. Meira »

55,7% milljarðar í rannsóknir og þróunarstarf

09:03 Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017 voru 55,7 milljarðar króna en það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu. Meira »

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

08:51 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna

08:42 Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu. Meira »

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

07:57 „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Meira »

Styttist í sviðslistafrumvarpið

07:37 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Meira »

Varað við stormi

06:59 Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu. Meira »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »

Úrræðaleysið algjört

05:30 Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í umræðuhópnum Góða systir. Meira »

Kanni bótaskyldu vegna Banksy

05:30 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgun listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr. Meira »

Hrun hjá haustfeta

05:30 Eftir að haustfeti hafði varla sést í haust kom smáskot í síðustu viku og sjá mátti fiðrildið við útiljós við heimili fólks.  Meira »

Þverárkot í vegasamband

05:30 „Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar. Meira »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...