Kerfið verður að laga sig að aðstæðum

„Ef það er eitthvað sem við sem samfélag eigum að ...
„Ef það er eitthvað sem við sem samfélag eigum að geta tekið höndum saman um er það velferð barnanna okkar,“ segir Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Hari

Velferð barna er eitthvað sem við getum öll verið sammála um og er eitthvað sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ætlar að leggja mjög mikla áherslu á í embætti ráðherra. Miklar breytingar hafi orðið á íslensku samfélagi og velferðarkerfið þurfi að laða sig að breyttum aðstæðum. Hann segir að þörf sé á hugarfarsbreytingu og hann vonist til þess að allir stjórnmálaflokkar geti unnið saman að þessu máli ásamt stofnunum og sérfræðingum.

„Ef það er eitthvað sem við sem samfélag eigum að geta tekið höndum saman um er það velferð barnanna okkar. Við fjárfestum á engan hátt betur í framtíðinni en með því að grípa sem fyrst inn í aðstæður með viðeigandi stuðning og aðstoð þegar þess er þörf með velferð barnanna í huga.“

Áður hafi stórfjölskyldan komið meira að uppeldi barna en núna séu afar og ömmur úti á vinnumarkaði líkt og foreldrarnir. Börn séu í minni beinum samskiptum sín á milli en áður var og nú hafi samskiptin að töluverðu leyti færst yfir í rafræn samskipti.

„Þessar samfélagslegu breytingar kalla á hugarfarsbreytingu varðandi það hvernig við nálgumst velferð barna. Ég finn að það er þörf fyrir breytingar og það er eitthvað sem maður finnur á hverjum degi en ég hef ekki nákvæmt svar um hverjar þær eiga að vera,“ segir Ásmundur í samtali við mbl.is.

Rúm vika er síðan Ásmundur tók við sem ráðherra en hann segir að hann vilji láta fara í saumana á velferðarkerfinu með það að markmiði að kanna hvernig hægt er að grípa fyrr inn í hjá börnum og koma í veg fyrir að þau leiðist út af brautinni og þurfi þar af leiðandi miklu meira á velferðarkerfinu að halda síðar á lífsleiðinni.

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki bara að tala um velferð barnanna því við erum að tala um velferð fjölskyldunnar og samfélagsins alls,“ segir Ásmundur.

Hann segir að á meðal verkefna sem þurfi að fara í sé að finna úrræði fyrir börn sem líða skort vegna fátæktar foreldra, börn sem þjást vegna áfengissýki foreldra, börn sem þjást vegna ofbeldis á heimili eða geðsýki foreldra. Börn sem hafa af einhverjum ástæðum misst tengsl við foreldra sína og eða hafa verið gefin. Börn sem eiga foreldra í fangelsi og börn sem vegna mikillar fötlunar þurfa á þjónustu að halda. Börn sem þjást vegna erfiðra sjúkdóma og börn sem glíma við einhverfu eða eru með geðsjúkdóma.

Mjög brýnt að grípa inn

„Það er mjög brýnt að grípa inn og hefja þessa umræðu. Því ætla ég fá fulltrúa hagsmunasamtaka sem og sérfræðinga á minn fund til þess að koma stefnumótunarvinnu af stað. Við þurfum að nálgast þetta verkefni sem samfélag og á þverpólitískan hátt.“

Hann bendir á að í setu í fjárlaganefnd hafi hann kynnst starfi margra frjálsra félagasamtaka sem eru að sinna verkefnum vegna þeirrar eyðu sem virðist vera í velferðarkerfinu. Á þessum vettvangi er víða unnið gríðarlega gott starf.

„Þessi mikli fjöldi félagasamtaka sem mörg hver sækja fjárstuðning til ríkisins sýnir að velferðarkerfið þarf að grípa fyrr inn með skipulögðum hætti. Þar er alls ekki við starfsmenn velferðarkerfisins að sakast heldur þurfum við að þróa kerfið samhliða breyttum tímum,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, sem er sannfærður um að með því megi spara háar fjárhæðir til lengri tíma litið og ekki síst bæta stöðu fólks andlega og félagslega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð

Í gær, 19:37 Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga. Meira »

„Það er voða góður andi í þessum kór“

Í gær, 18:30 Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum. Meira »

Ásakanirnar komu Kára á óvart

Í gær, 19:00 Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka. Meira »

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið

Í gær, 17:02 „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu. Meira »

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja

Í gær, 16:47 Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja. Meira »

„Vonandi bara að deyja út“

Í gær, 16:25 Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt. Meira »

Flugfarþegar fylgist vel með veðri

Í gær, 16:11 Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið. Meira »

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Í gær, 16:10 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna. Meira »

„Gott að fá þessa brýningu“

Í gær, 15:53 „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag. Meira »

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann

Í gær, 15:16 Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd. Meira »

Yngri börn fari ekki ein í skóla

Í gær, 15:54 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð. Meira »

Varað við brennisteinsmengun

Í gær, 15:19 Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum. Meira »

Umskurður drengja þegar refsiverður?

Í gær, 14:52 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...