Mikill eldur í Hellisheiðarvirkjun

Mikill reykur stígur til himins frá Hellisheiðarvirkjun.
Mikill reykur stígur til himins frá Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Hanna

Mikill eldur er laus í Hellisheiðarvirkjun. Slökkviliðsbílar frá Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi og höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum. Eldurinn var nokkur og stóð, um tíma að minnsta kosti, uppúr þaki stöðvarhússins. Tveimur vélum til raforkuframleiðslu og einni varmavél hefur slegið út.

Samkvæmt fréttamanni mbl.is á staðnum kemur þykkur svartur reykur upp úr stöðvarhúsinu og er eldurinn undir mjög greinilegur. Segir hann að búið sé að loka veginum að stöðinni fyrir almennri umferð. Þá sé vináttin ekki mjög hagstæð til slökkvistarfs, en dælan frá körfubílnum fjúki alltaf aðeins til baka, enda sé hvasst á svæðinu.

„Það kemur upp eldur hérna í loftræstikerfi um hálftólf-leytið, talsverður eldur,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orku Náttúrunnar í samtali við mbl.is.

„Það eru engin meiðsli á fólki eða neitt þvíumlíkt og slökkvilið, bæði frá Brunavörnum Árnessýslu og höfuðborgarsvæðinu eru komin á staðinn og fleiri á leiðinni. Þau eru farin að vinna að því að ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eiríkur.

Mikill eldur og svartan reyk leggur upp af húsi virkjunarinnar, að sögn sjónarvottar sem keyrði þar fram hjá fyrir skömmu. Mikill viðbúnaður er vegna eldsvoðans.

Slökkviliðið vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðið vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Hanna

Allur mannskapur af höfuðborgarsvæðinu og Árborg sendur á vettvang

Samkvæmt Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var stærstur hluti flotans sendur úr bænum og allur mannskapur á frívakt kallaður til að manna vaktina í bænum. Eru þegar farnir 3 dælubílar, 2 körfubílar og 4 sjúkrabílar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru einnig farnir bílar frá Brunavörnum Árnessýslu. Samtals eru því 3 körfubílar á svæðinu, auk 4 körfubíla, tankbíls og sjúkrabíla. Þá eru reykkafarar á leið inn í húsið.

Varmavélin framleiðir einn tíunda af heitu vatni höfuðborgarsvæðisins

Eiríkur segir í samtali við mbl.is klukkan hálf eitt að tvær rafmagnsvélar séu dottnar út. Þá hefur einnig varmastöð virkjunarinnar slegið út, en hún framleiðir um einn tíunda af því heitavatni sem notað er á höfuðborgarsvæðinu.

Eiríkur segir að eldurinn hafi komið upp í miðju stöðvarhússins, en vélarnar sem slógu út eru sitt hvoru megin við þann stað þar sem eldsupptökin voru. „Við vitum ekki hvað gerðist eða umfang tjóns,“ segir Eiríkur. Allur mannskapur hafi farið úr húsinu og nú séu bara slökkviliðsmenn þar.

Til skamms tíma segir Eiríkur að áhrifin af því að vélarnar hafi slegið út séu ekki mikil, en fyrirtækið sé þó farið að hugsa til þess ef framleiðsan liggi þarna niðri í einhvern tíma. Í heild eru sjö vélar sem framleiða rafmagn í stöðinni og ein varamvél.

Uppfært kl 12:54:

Samkvæmt blaðamanni mbl.is á staðnum sést nú ekki mjög mikill eldur og reykurinn er orðinn minni. Virðist vera sem slökkvistarf sé að skila árangri.

Fréttin verður uppfærð.

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Innlent »

Bíll valt í Ártúnsbrekkunni

Í gær, 22:37 Fólksbíll fór út af veginum neðarlega í Ártúnsbrekkunni upp úr klukkan tíu í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn og endaði á toppnum. Meira »

Stolið frá leigusala en fær enga aðstoð

Í gær, 22:05 Maður sem leigði íbúð sína öðrum manni fær hvorki hjálp frá lögreglu né lögmönnum í kjölfar þess að leigjandi hans stal öllum húsgögnum og búnaði úr íbúð og bílskúr mannsins. Hann brá því á það ráð að auglýsa eftir lögmanni í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær. Meira »

Mikið um dýrðir á bíladögum

Í gær, 21:47 Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Meira »

Blásið til tónlistarveislu í Þorlákshöfn

Í gær, 21:25 Rekstur veitingastaðarins Hendur í höfn í Þorlákshöfn hefur gengið vonum framar, en hann fagnaði nýlega fimm ár afmæli og í maí flutti hann í stærra og endurbætt húsnæði við aðalgötuna í bænum. Í sumar verður svo blásið til tónleikaraðar á veitingastaðnum. Meira »

Fíknigeðdeild lokuð fram í ágúst

Í gær, 21:21 Þrátt fyrir að minna sé um lokanir á geðdeildum Landspítalans nú en í fyrra verða margar þeirra lokaðar stóran hluta sumars. Fíknigeðdeild lokaði þann 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Meira »

Búið að grafa helming ganganna

Í gær, 20:44 Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.   Meira »

Lýsi er ógeðslegt – En það virkar

Í gær, 20:10 „Frá víkingum til súrs hákarls – Tíu ástæður fyrir því að Íslendingar eru svona sterkir“ er fyrirsögn greinar þýska vefmiðilsins Kölner Stadt-Anzieger þar sem þjóðverjarnir reyna að gera sér í hugarlund ástæður þess að Íslendingar séu svo sterkir. Meira »

Sleppt að loknum yfirheyrslum

Í gær, 20:09 Mennirnir tveir sem voru yfirheyrðir í dag, grunaðir um að hafa fótbrotið karlmann, var sleppt úr haldi seinnipartinn að loknum yfirheyrslum. Meira »

Fengu lýðveldishátíðarköku í Vatnaskógi

Í gær, 19:44 Um eitt hundrað drengir úr sumarbúðunum í Vatnaskógi fengu lýðveldishátíðarköku í dag, enn í gleðivímu eftir leik Íslands og Argentínu í gær. Meira »

Á kajak meðfram vesturströnd Evrópu

Í gær, 19:10 Toby Carr, breskur 36 ára arkítekt og kajakræðari, er um þessar mundir að hefja ferðalag sitt sjóleiðina um Vestur-Evrópu á kajak. Carr hlaut styrk frá minningarsjóði Winston Churchill til þess að rannsaka allar þær 31 siglingaveðurstöðvar sem lesnar eru upp í sjóveðurspám Bretlands. Meira »

Hátíðlegt á Akureyri og Húsavík: Myndir

Í gær, 18:27 Norðlendingar héldu 17. júní hátíðlegan eins og aðrir landsmenn. Á Akureyri fór skrúðganga niður Gilið, auk þess sem venjan er að útskrifa stúdenta á þjóðhátíðardeginum. Meira »

Um 2.500 mættu í Zaryadye-garðinn

Í gær, 18:14 Talið er að rúmlega 2.500 stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi mætt í upphitunargleði í Zaryadye-garðinum í Moskvu í gær fyrir leik Íslands og Argentínu. Meira »

Vatnsleki í kjallara í Hjaltabakka

Í gær, 17:55 Tveir dælubílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir í fjölbýlishús í Hjaltabakka í Breiðholti vegna vatnsleka. Meira »

Almenningur telur sig harðari

Í gær, 17:41 „Í samstarfi við norræna kollega sýndum við að almenningur hefur tilhneigingu til að vanmeta refsiþyngd dómstóla, einkum í kynferðisbrotamálum, segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands,sem hefur í fjölda ára rannsakað glæpi frá öllum hliðum. Meira »

2,4 milljarða króna sektarheimildir

Í gær, 17:20 Stórfyrirtæki sem vinna mikið með persónuupplýsingar hafa tilhneigingu til að leita til ríkja þar sem reglugerðir og eftirlit eru linari en í öðrum ríkjum. Þetta segir Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

Fjölmenni fagnar 17. júní: Myndir

Í gær, 16:20 Fjöldi fólks gerði sér dagamun í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, og skellti sér miðbæinn til þess að fagna fullveldi Íslands. Meira »

Vatnsnotkun lítil á meðan á leik stóð

Í gær, 15:25 Leikur Íslands og Argentínu á HM í gær hafði mikil áhrif á vatnsnotkun Reykvíkinga í gær, en eins og af grafinu hér að neðan má lesa hafa Íslendingar að mestu leyti haldið í sér á meðan á leik stóð. Margir hafa þó nýtt hálfleikinn til þess að fara á salernið. Meira »

Fjórtán hlutu fálkaorðuna

Í gær, 15:10 Fjórtán manns hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní.  Meira »

Hjólreiðafólk þekki blinda svæðið

Í gær, 15:05 Mikil hætta hefur skapast við Klettagarða og Vatnagarða að undanförnu vegna aukinnar hjólreiðaumferðar. Þetta segir Haukur Jón Friðbertsson, vörubílstjóri, sem segist verða var við mikla hjólaumferð á vinnusvæðinu. Meira »
Skartgripur sem á sér 1700 ára sögu.
Men úr silfri eða gulli smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr. Gunnars Jónssonar. Ve...
Skúffuhirsla
NEOLT / Stile / Ítalía - 1984 Skúffuhirsla á hjólum úr plasti. Þrjár læstar sk...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Le Corbusier LC4 Legubekkur með kálfskinni
Legubekkur eftir Le Corbusier með kálfskinni frá fyrirækinu CASINA - Verðhugmy...