Mikill eldur í Hellisheiðarvirkjun

Mikill reykur stígur til himins frá Hellisheiðarvirkjun.
Mikill reykur stígur til himins frá Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Hanna

Mikill eldur er laus í Hellisheiðarvirkjun. Slökkviliðsbílar frá Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi og höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum. Eldurinn var nokkur og stóð, um tíma að minnsta kosti, uppúr þaki stöðvarhússins. Tveimur vélum til raforkuframleiðslu og einni varmavél hefur slegið út.

Samkvæmt fréttamanni mbl.is á staðnum kemur þykkur svartur reykur upp úr stöðvarhúsinu og er eldurinn undir mjög greinilegur. Segir hann að búið sé að loka veginum að stöðinni fyrir almennri umferð. Þá sé vináttin ekki mjög hagstæð til slökkvistarfs, en dælan frá körfubílnum fjúki alltaf aðeins til baka, enda sé hvasst á svæðinu.

„Það kemur upp eldur hérna í loftræstikerfi um hálftólf-leytið, talsverður eldur,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orku Náttúrunnar í samtali við mbl.is.

„Það eru engin meiðsli á fólki eða neitt þvíumlíkt og slökkvilið, bæði frá Brunavörnum Árnessýslu og höfuðborgarsvæðinu eru komin á staðinn og fleiri á leiðinni. Þau eru farin að vinna að því að ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eiríkur.

Mikill eldur og svartan reyk leggur upp af húsi virkjunarinnar, að sögn sjónarvottar sem keyrði þar fram hjá fyrir skömmu. Mikill viðbúnaður er vegna eldsvoðans.

Slökkviliðið vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðið vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Hanna

Allur mannskapur af höfuðborgarsvæðinu og Árborg sendur á vettvang

Samkvæmt Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var stærstur hluti flotans sendur úr bænum og allur mannskapur á frívakt kallaður til að manna vaktina í bænum. Eru þegar farnir 3 dælubílar, 2 körfubílar og 4 sjúkrabílar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru einnig farnir bílar frá Brunavörnum Árnessýslu. Samtals eru því 3 körfubílar á svæðinu, auk 4 körfubíla, tankbíls og sjúkrabíla. Þá eru reykkafarar á leið inn í húsið.

Varmavélin framleiðir einn tíunda af heitu vatni höfuðborgarsvæðisins

Eiríkur segir í samtali við mbl.is klukkan hálf eitt að tvær rafmagnsvélar séu dottnar út. Þá hefur einnig varmastöð virkjunarinnar slegið út, en hún framleiðir um einn tíunda af því heitavatni sem notað er á höfuðborgarsvæðinu.

Eiríkur segir að eldurinn hafi komið upp í miðju stöðvarhússins, en vélarnar sem slógu út eru sitt hvoru megin við þann stað þar sem eldsupptökin voru. „Við vitum ekki hvað gerðist eða umfang tjóns,“ segir Eiríkur. Allur mannskapur hafi farið úr húsinu og nú séu bara slökkviliðsmenn þar.

Til skamms tíma segir Eiríkur að áhrifin af því að vélarnar hafi slegið út séu ekki mikil, en fyrirtækið sé þó farið að hugsa til þess ef framleiðsan liggi þarna niðri í einhvern tíma. Í heild eru sjö vélar sem framleiða rafmagn í stöðinni og ein varamvél.

Uppfært kl 12:54:

Samkvæmt blaðamanni mbl.is á staðnum sést nú ekki mjög mikill eldur og reykurinn er orðinn minni. Virðist vera sem slökkvistarf sé að skila árangri.

Fréttin verður uppfærð.

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Innlent »

Bóla eða breytingar í vændum?

20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

Íhuga að sniðganga HM

19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

18:25 Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi. Meira »

Hundrað ára rakarastóll

18:06 „Það má alveg slá því föstu að þetta sé stóll úr rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu og mjög líklega einn af stólunum sem voru þar þegar stofan var opnuð árið 1921,“ segja Þorberg Ólafsson og Kolbeinn Hermann Pálsson, sem báðir störfuðu á stofunni. Meira »

Hlaða bílana á mesta álagstíma

16:39 Rafbílaeigendur hlaða flestir bíla sína á mesta álagstíma raforkukerfisins. Sé raforkuálaginu hins vegar stýrt getur Orkuveitan vel annað 50.000 rafbílum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaverkefni Kristjáns E. Eyjólfssonar til BS-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira »

Dimma hlýtur góðar viðtökur á Englandi

17:54 Skáldsagan Dimma eftir Ragnar Jónasson kom út á Englandi í enskri þýðingu Victoriu Cribb, hjá risaforlaginu Penguin, í liðinni viku og hefur hlotið frábærar viðtökur, bæði hjá The Guardian og Sunday Times. Meira »

Bjarni hlaut 96,2% atkvæða

15:49 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson formaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari á landsfundi flokksins sem fór fram um helgina. Meira »

Keyrði á kyrrstæðan bíl og stakk af

15:24 Lögreglu barst tilkynning um umferðaróhapp á Langholtsvegi klukkan níu í morgun en þar var bifreið ekið á kyrrstæðan bíl. Ökumaður og farþegi stungu af en náðust skömmu síðar og voru vistaðir í fangageymslum. Meira »

Höfuðborgin endurheimti forystuhlutverk

14:13 „Annaðhvort verður haldið áfram með óbreytt ástand þar sem húsnæðisskortur, samgönguvandi og svifryk fá að dafna, eða Reykjavík endurheimtir forystuhlutverk sitt sem höfuðborg.“ Þetta sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í ávarpi sínu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Lýsa eftir 6 metra langri Bola-dós

13:43 „Þetta er mjög dularfullt, þetta er 3.000 lítra tankur sem er sex metra langur, þannig að maður setur hann ekkert aftan í fólksbíl,“ segir Böðvar Guðmundsson, sem saknar vatnstanks sem skreyttur var eins og dós af Bola-bjór. Meira »

Hafa ekki vanrækt þá lægst launuðu

12:19 „Það er rangt að við höfum vanrækt þá sem lægstir eru,“ sagði Gylfi Arngrímsson, formaður ASÍ, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ekki sé nóg að hækka lægstu laun og láta prósentuhlutinn sem aðrir fá fylgja því eftir. Meira »

Óvenjulegt ef blíðan héldi fram á vor

11:50 Milt veður hefur verið undanfarna daga en veðurfræðingurinn Teitur Arason hjá Veðurstofu Íslands segir ólíklegt að blíðan muni halda sér fram á vor. „Þetta er bara á meðan það liggur í þessum mildu suðlægu áttum. Það verður svipað fyrri part vikunnar en það er ekki víst að þetta rólega og góða veður haldi áfram lengi. Það væri þá mjög óvenjulegt.“ Meira »

Skíðasvæði opin fyrir norðan og austan

10:50 Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði og Hlíðarfjall eru opin í dag. Einnig hefur skíðasvæðið í Stafdal á Austurlandi verið opnað og segir í fréttatilkynningu að loksins sé „sólin farin að skína á skíðasvæðin Austanlands“. Veðrið í dag sé gott og aðstæður til skíðaiðkunar flottar. Meira »

59 á biðlista eftir offituaðgerðum

12:00 Alls eru 59 einstaklingar, þar af 49 konur og 10 karlar, á biðlista eftir magahjáveituaðgerð sem og öðrum aðgerðum á maga vegna offitu á Landspítalanum. Um áramót biðu 69 einstaklingar eftir slíkum aðgerðum á spítalanum. Meira »

„Ber ekki ábyrgð á Sigríði Andersen“

11:30 „Ég ber ekki ábyrð á Sigríði Andersen eða Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, er atvæðagreiðsla þingmannanna Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Jónssonar var rædd í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun. Meira »

Erilsamt hjá lögreglunni á Akureyri

08:27 Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt og þurfti lögreglan m.a. að keyra nokkra heim til sín eftir skemmtan næturinnar. Engir þurftu þó að gista í fangaklefa þessa nóttina. Meira »
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Ukulele
...
 
L edda 6018031319 iii
Félagsstarf
? EDDA 6018031319 III Mynd af auglýs...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...