Mikill eldur í Hellisheiðarvirkjun

Mikill reykur stígur til himins frá Hellisheiðarvirkjun.
Mikill reykur stígur til himins frá Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Hanna

Mikill eldur er laus í Hellisheiðarvirkjun. Slökkviliðsbílar frá Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi og höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum. Eldurinn var nokkur og stóð, um tíma að minnsta kosti, uppúr þaki stöðvarhússins. Tveimur vélum til raforkuframleiðslu og einni varmavél hefur slegið út.

Samkvæmt fréttamanni mbl.is á staðnum kemur þykkur svartur reykur upp úr stöðvarhúsinu og er eldurinn undir mjög greinilegur. Segir hann að búið sé að loka veginum að stöðinni fyrir almennri umferð. Þá sé vináttin ekki mjög hagstæð til slökkvistarfs, en dælan frá körfubílnum fjúki alltaf aðeins til baka, enda sé hvasst á svæðinu.

„Það kemur upp eldur hérna í loftræstikerfi um hálftólf-leytið, talsverður eldur,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orku Náttúrunnar í samtali við mbl.is.

„Það eru engin meiðsli á fólki eða neitt þvíumlíkt og slökkvilið, bæði frá Brunavörnum Árnessýslu og höfuðborgarsvæðinu eru komin á staðinn og fleiri á leiðinni. Þau eru farin að vinna að því að ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eiríkur.

Mikill eldur og svartan reyk leggur upp af húsi virkjunarinnar, að sögn sjónarvottar sem keyrði þar fram hjá fyrir skömmu. Mikill viðbúnaður er vegna eldsvoðans.

Slökkviliðið vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðið vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Hanna

Allur mannskapur af höfuðborgarsvæðinu og Árborg sendur á vettvang

Samkvæmt Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var stærstur hluti flotans sendur úr bænum og allur mannskapur á frívakt kallaður til að manna vaktina í bænum. Eru þegar farnir 3 dælubílar, 2 körfubílar og 4 sjúkrabílar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru einnig farnir bílar frá Brunavörnum Árnessýslu. Samtals eru því 3 körfubílar á svæðinu, auk 4 körfubíla, tankbíls og sjúkrabíla. Þá eru reykkafarar á leið inn í húsið.

Varmavélin framleiðir einn tíunda af heitu vatni höfuðborgarsvæðisins

Eiríkur segir í samtali við mbl.is klukkan hálf eitt að tvær rafmagnsvélar séu dottnar út. Þá hefur einnig varmastöð virkjunarinnar slegið út, en hún framleiðir um einn tíunda af því heitavatni sem notað er á höfuðborgarsvæðinu.

Eiríkur segir að eldurinn hafi komið upp í miðju stöðvarhússins, en vélarnar sem slógu út eru sitt hvoru megin við þann stað þar sem eldsupptökin voru. „Við vitum ekki hvað gerðist eða umfang tjóns,“ segir Eiríkur. Allur mannskapur hafi farið úr húsinu og nú séu bara slökkviliðsmenn þar.

Til skamms tíma segir Eiríkur að áhrifin af því að vélarnar hafi slegið út séu ekki mikil, en fyrirtækið sé þó farið að hugsa til þess ef framleiðsan liggi þarna niðri í einhvern tíma. Í heild eru sjö vélar sem framleiða rafmagn í stöðinni og ein varamvél.

Uppfært kl 12:54:

Samkvæmt blaðamanni mbl.is á staðnum sést nú ekki mjög mikill eldur og reykurinn er orðinn minni. Virðist vera sem slökkvistarf sé að skila árangri.

Fréttin verður uppfærð.

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Innlent »

Veitur ohf. svarar athugasemdum VFÍ

17:36 Framkvæmdarstjóri Veitna ohf. hefur svarað athugasemdum sem fyrirtækinu barst frá Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ) vegna menntunarkrafna til stjórnendastarfa sem verið er að ráða í. VFÍ taldi Veitur gera sérfræðiþekkingu og háskólamenntun lágt undir höfði. Meira »

Tengingar við borgina á áætlun eftir 2023

17:35 Gert er ráð fyrir 13,5 milljörðum til nýframkvæmda á árunum 2019-2021 í nýrri samgönguáætlun og 14,5 milljörðum árlega á árabilinu 2024-2033. Fæst dýrari verkefni á höfuðborgarsvæðinu virðast þó eiga að koma til framkvæmda fyrr en eftir 2023 Meira »

Tímafrekt að koma jáeindaskanna í notkun

17:22 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að misskilningshafi gætt í umræðunni um nýjan jáeindaskanna, sem var nýleg tekið í notkun á spítalanum. „Einhverjar væntingar voru um að mögulega yrði hægt að taka skannann í notkun fyrr en reynslan sýnir að þetta er tímafrekt verkefni og gera má ráð fyrir að undirbúningur taki a.m.k. 3-4 ár.“ Meira »

Margþætt mismunun viðgengist

17:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstofnunum beri að tryggja að viðeigandi áætlanir séu fyrir hendi til að bregðast við áreitni og ofbeldi innan vinnustaða en einnig, og ekki síður, að sinna forvarnarhlutverki sínu þannig að uppræa megi þá menningu sem skarpar farveg fyrir áreitni og ofbeldi. Meira »

Efla samgöngur og skoða gjaldtöku

16:28 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Eyða á flöskuhálsum, bæta umferðaflæði og skoða fjármögnunarleiðir með gjaldtöku. Meira »

Tvö bílslys á Öxi

16:12 Tvö minniháttar bílslys urðu á Öxi í morgun og hafnaði önnur bifreiðin utan vegar. Sjúkrabíll var kallaður til en engin alvarleg slys urðu á fólki. Björgunarsveitin á Djúpavogi var kölluð út til aðstoðar á vettvangi þar sem færðin var mjög slæm á köflum. Fjöldi ferðamanna er á svæðinu og fáir á vetrardekkjum. Meira »

Fáir hnökrar í samræmdu prófunum

16:04 Nemendur í 7. bekk hafa nú lokið við töku samræmdra könnunarprófa í stærðfræði og íslensku en um það bil 4.100 nemendur þreyttu hvort próf. Í tveimur skólum varð tímabundin truflun á netsambandi við töku prófanna. Atvikin voru þó leyst á skömmum tíma og ekki þurfti að endurtaka prófin. Meira »

Hörkumæting og samstaðan greinileg

15:45 „Hörkumæting“ var á opnum fundi hjá Flugfreyjufélagi Íslands í hádeginu þar sem rætt var um stöðu flugfreyja í hlutastarfi hjá Icelandair. Þetta segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður félagsins hún segir fólk ennþá vera að átta sig á þeirri stöðu sem það er gagnvart vinnuveitandanum. Meira »

„Hvaða rugl er í gangi?“

15:37 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki tekist að hafa uppi á konunum tveimur sem brutust inn í hjálpartækjabúðina Adam og Evu í nótt. Eigandinn segir að heildartjónið nemi á bilinu einni til einni og hálfri milljón króna. Sílikondúkkunni Kittý, sem kostar 350 þúsund krónur, var stolið. Meira »

Þurfi ekki að tala íslensku

15:20 Ekki verður lengur gerð krafa um að dýralæknar sem starfa á Íslandi tali íslensku, samkvæmt frumvarpi sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Frítt í strætó á laugardag

15:15 Á morgun verður frítt í strætó allan daginn í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum, sem haldinn verður á morgun.   Meira »

Ákvarðanirnar á ábyrgð borgarinnar

15:08 Minjastofnun hefur ekki sett fram kröfur um endurgerð húsa í Nauthólsvík, bragga, skála og náðhúss, enda falla húsin ekki undir ákvæði laga um menningarminjar, sem stofnunin starfar eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Minjastofnun vegna umfjöllunar um endurbyggingu húsanna. Meira »

Tveir lausir úr gæsluvarðhaldi

15:07 Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á mánudag vegna ráns í Hafnarfirði eru lausir úr haldi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag en mennirnir losnuðu fyrr úr haldi. Landsréttur snéri við gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir öðrum manninum. Meira »

SÍ greip inn í og seldi 9 milljónir evra

14:42 Í síðustu viku, þegar krónan hafði veikst um tæplega 7% frá mánaðarmótum og um rúmlega 2% innan dags, greip Seðlabankinn inn í og seldi 9 milljónir evra. Þetta eru fyrstu inngrip Seðlabankans síðan í nóvember 2017, þegar bankinn keypti 3 milljónir evra. Meira »

Myndi ríða rafrettuverslunum að fullu

14:34 Félag atvinnurekenda (FA) krefst þess að reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins um rafrettur verði felld úr gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða framleiðendur og innflytjendur rafrettna að tilkynna Neytendastofu um allar vörur sex mánuðum áður en þær eru settar á markað. Meira »

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

14:24 Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Barnaþing verði lögfest

14:12 Sérstakt barnaþing mun fara fram á tveggja ára fresti undir stjórn umboðsmanns barna, samkvæmt frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

14:07 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa. Meira »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
RENAULT TRAFIC III stuttur
RENAULT TRAFIC III stuttur Bíll sem er eins og nýr! Beinskiptur, Dísel, 2015 árg...