Mikill eldur í Hellisheiðarvirkjun

Mikill reykur stígur til himins frá Hellisheiðarvirkjun.
Mikill reykur stígur til himins frá Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Hanna

Mikill eldur er laus í Hellisheiðarvirkjun. Slökkviliðsbílar frá Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi og höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum. Eldurinn var nokkur og stóð, um tíma að minnsta kosti, uppúr þaki stöðvarhússins. Tveimur vélum til raforkuframleiðslu og einni varmavél hefur slegið út.

Samkvæmt fréttamanni mbl.is á staðnum kemur þykkur svartur reykur upp úr stöðvarhúsinu og er eldurinn undir mjög greinilegur. Segir hann að búið sé að loka veginum að stöðinni fyrir almennri umferð. Þá sé vináttin ekki mjög hagstæð til slökkvistarfs, en dælan frá körfubílnum fjúki alltaf aðeins til baka, enda sé hvasst á svæðinu.

„Það kemur upp eldur hérna í loftræstikerfi um hálftólf-leytið, talsverður eldur,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orku Náttúrunnar í samtali við mbl.is.

„Það eru engin meiðsli á fólki eða neitt þvíumlíkt og slökkvilið, bæði frá Brunavörnum Árnessýslu og höfuðborgarsvæðinu eru komin á staðinn og fleiri á leiðinni. Þau eru farin að vinna að því að ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eiríkur.

Mikill eldur og svartan reyk leggur upp af húsi virkjunarinnar, að sögn sjónarvottar sem keyrði þar fram hjá fyrir skömmu. Mikill viðbúnaður er vegna eldsvoðans.

Slökkviliðið vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðið vinnur nú að því að ráða niðurlögum eldsins. mbl.is/Hanna

Allur mannskapur af höfuðborgarsvæðinu og Árborg sendur á vettvang

Samkvæmt Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var stærstur hluti flotans sendur úr bænum og allur mannskapur á frívakt kallaður til að manna vaktina í bænum. Eru þegar farnir 3 dælubílar, 2 körfubílar og 4 sjúkrabílar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru einnig farnir bílar frá Brunavörnum Árnessýslu. Samtals eru því 3 körfubílar á svæðinu, auk 4 körfubíla, tankbíls og sjúkrabíla. Þá eru reykkafarar á leið inn í húsið.

Varmavélin framleiðir einn tíunda af heitu vatni höfuðborgarsvæðisins

Eiríkur segir í samtali við mbl.is klukkan hálf eitt að tvær rafmagnsvélar séu dottnar út. Þá hefur einnig varmastöð virkjunarinnar slegið út, en hún framleiðir um einn tíunda af því heitavatni sem notað er á höfuðborgarsvæðinu.

Eiríkur segir að eldurinn hafi komið upp í miðju stöðvarhússins, en vélarnar sem slógu út eru sitt hvoru megin við þann stað þar sem eldsupptökin voru. „Við vitum ekki hvað gerðist eða umfang tjóns,“ segir Eiríkur. Allur mannskapur hafi farið úr húsinu og nú séu bara slökkviliðsmenn þar.

Til skamms tíma segir Eiríkur að áhrifin af því að vélarnar hafi slegið út séu ekki mikil, en fyrirtækið sé þó farið að hugsa til þess ef framleiðsan liggi þarna niðri í einhvern tíma. Í heild eru sjö vélar sem framleiða rafmagn í stöðinni og ein varamvél.

Uppfært kl 12:54:

Samkvæmt blaðamanni mbl.is á staðnum sést nú ekki mjög mikill eldur og reykurinn er orðinn minni. Virðist vera sem slökkvistarf sé að skila árangri.

Fréttin verður uppfærð.

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is

Innlent »

Gluggi inn í störf lögreglu

18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

18:43 Lyfjastofnun hefur borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Kitluðu við bragðlaukana í Hörpu

18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og leit við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

16:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Var bundin niður af áhöfn vélarinnar

15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »

Valt og endaði á vegriði

14:06 Engan sakaði þegar malarflutningabíll endaði á hliðinni í Gatnabrún, rétt vestan við Vík í Mýrdal, um kl. 12:30 í dag. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af. Meira »

Sýndarveruleikasýning til 30 ára

13:42 Sveitarfélag Skagafjarðar hefur samþykkt samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Um er að ræða stærstu sögutengdu sýndarveruleikasýningu á Norðurlöndum, að því er kemur fram í fundargerð, en viðfangsefnið verður Sturlungaöld. Meira »

Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

12:57 Götuljósin á höfuðborgarsvæðinu loga í kringum átján klukkustundir á hverjum sólarhring nú í svartasta skammdeginu þegar enginn er snjórinn og þungskýjað. Styst loga þau í Reykjavík því þar sem og í Hafnarfirði er stuðst við annað birtustig við stýringuna. Meira »

Árás fyrir framan lögreglu

11:52 Lögregluþjónar landsins höfðu í ýmsu að snúast í nótt, en lögregluembætti landsins greindu frá störfum sínum í rauntíma í árlegu tístmaraþoni lögreglunnar á Twitter undir myllumerkinu #löggutíst. Mörg útkallanna voru vegna ölvunar og óspekta. Meira »

Búin að safna á fjórða hundrað þúsund

10:53 Vel á fjórða hundrað þúsund krónur hafa safnast í söfnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði. Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni og mun hvert þeirra róa klukkustund í senn á sjö klukkustunda fresti. Meira »

Óska upplýsinga um frávik eða galla

10:37 Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér bréf til aðila sem bæði selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í bréfinu er vísað til laga um ríka tilkynningaskyldu framleiðenda, seljenda og/eða notenda lækningatækja vegna frávika eða óvirkni þeirra. Meira »

„Hafið ekki skoðað mig að neðan!“

10:20 „Dagarnir liðu án þess að neitt gerðist. Ég man ekki hvað læknirinn sagði við mig á þessum tíma en fljótlega gerði ég mér grein fyrir stöðunni – að sjónin kæmi ekki aftur. Það var mér auðvitað þungbært og allskonar hugsanir bærðust með mér.“ Meira »

Kröfum Atlantsolíu hafnað

10:15 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfum Atlantsolíu um að breyta orðalagi í sátt Samkeppniseftirlitsins vegna samruna N1s hf. og Festar hf. að því er kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur er á vef Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Unnið að mótun menntastefnu

10:01 Um 1.800 þátttakendur tóku þátt í fundaröð um mótun menntastefnu til ársins 2030. Alls voru haldnir 23 fræðslu- og umræðufundir út um allt land. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sótti marga fundina og þar fór yfir sýn og áherslur er koma að mótun nýrrar menntastefnu. Meira »

Skipstjórinn laus úr haldi

09:36 Lögreglan á Vestfjörðum hefur sleppt úr haldi skipstjóra sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa stjórnað fiskibáti undir áhrifum fíkniefna auk gruns um brot á lögum um lögskráningu sjómanna. Meira »

Jóladúkkur og 400 álfar á Dragavegi

08:18 „Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn. Þegar börnin ganga brosandi garðinn, tala við álfana og gera athugasemdir ef þeir eru ekki á sama stað og í fyrra þá er tilganginum náð.“ Meira »

Spá talsverðri úrkomu fyrir austan

08:13 Talsverðri rigningu er spáð á Suðausturlandi og Austfjörðum um helgina og vatnavöxtum í ám á svæðinu að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...