Mikil spenna og smá stress á Sundance

Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson í hlutverkum sínum ...
Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson í hlutverkum sínum í myndinni. Ljósmynd/Ita Zbroniec-Zajt

„Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun.

Sérstök fjölmiðlasýning myndarinnar var á föstudag og í kjölfarið á henni var birtur lofsamlegur dómur á síðunni Screendaily þar sem myndinni er líkt við kvikmyndir virtra kvikmyndahöfunda á borð Dardenne-bræður og hinn breska raunsæisleikstjóra Ken Loach sem tvívegis hefur hlotið Gullpálmann.

Að mati blaðamanns Screendaily er myndin hjartnæm og áhrifarík og leikstjórn einkennist af miklu öryggi og innsæi. Sérstaklega er minnst á náttúrulegan og áreynslulausan leik hjá leikurum myndarinnar.  

Ísold, Patrick og Babetida Sa­djo slá á létta strengi á ...
Ísold, Patrick og Babetida Sa­djo slá á létta strengi á tökustað. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Opinber heimsfrumsýning er á morgun, mánudag, en þá verður mikið um að vera hjá leikstjóra og leikhópnum sem verða í viðtölum og myndatökum fram að sýningu. Það er óneitanleg spenna í hópnum, en ásamt Ísold eru á staðnum framleiðendur og aðalleikararnir þrír, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson, ásamt föruneyti. 

Vill að fólk upplifi myndina

Andið eðli­lega fjall­ar um hæl­is­leit­and­ann Adja frá Gín­eu-Bis­sá sem belg­íska leik­kon­an Babetida Sa­djo leik­ur og hvernig ör­lög henn­ar flétt­ast sam­an við ör­lög ís­lenskr­ar konu, Láru, sem Krist­ín Þóra Haraldsdóttir leik­ur. Leiðir þeirra liggja sam­an við vega­bréfa­skoðun á Kefla­vík­ur­flug­velli þar sem Adja er stöðvuð í vega­bréfa­eft­ir­liti af Láru, sem hef­ur nýhafið störf á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þær tengj­ast óvænt­um bönd­um en með stórt hlut­verk fer líka Pat­rik Nökkvi Pét­urs­son, sem leik­ur ung­an son Láru. 

Frá tökum.
Frá tökum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

„Þetta er realísk og dramatísk saga um konur í samtímanum sem bindast óvæntum böndum,“ segir Ísold en hún vill ekki gefa of mikið upp um söguþráðinn. „Ég vil leyfa fólki að upplifa myndina, ekki bara lesa um hana.“

Ísold segir að það sé einstök tilfinning að fyrsti dómurinn sem birtist um myndina sé sterkur. „Það breytir öllu. Það er mjög ánægjulegt að skynja að verkinu manns sé vel tekið.“

Myndin var tekin upp á Suðurnesjum.
Myndin var tekin upp á Suðurnesjum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Tólf myndir voru valdar í flokkinn sem Andið eðlilega keppir í; World Cinema Dramatic Competion. „Hátt í fimm þúsund sækja um að taka þátt hverju sinni og alltaf hörð barátta um að verða einn hinna útvöldu. Það var því ólýsanleg tilfinning að komast að og breytir miklu fyrir framhald myndarinnar,“ segir Ísold  og bætir við að ef myndin fái góða dóma á hátíðinni opnist fleiri dyr:

„Það kemur í ljós hvort hún verði seld og rati í kvikmyndahús víða um heim í kjölfar hátíðarinnar. Það er auðvitað markmið okkar og að myndin verði sýnd sem víðast. Þegar Sundance lýkur förum við á aðalkeppnina á Gautaborgar-hátíðinni en þangað var okkur boðið að keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun sem veitt eru fyrir bestu norrænu myndina.

Ísold og Babetida Sa­djo njóta lífsins um helgina á Sundance-hátíðinni.
Ísold og Babetida Sa­djo njóta lífsins um helgina á Sundance-hátíðinni. Ljósmynd/Þórdís Claessen

Reynir að njóta í stressinu

Spurð hvort henni líði eins og stjörnu á hátíðarhelginni segir Ísold að það sé kannski hægt að segja að henni líði eins og lítilli stjörnu. Þó er að mörgu að huga og því lítill tími til að velta sér upp úr því.

„Það er mikið stress að sýna myndina eftir langan aðdraganda en þetta er mjög gaman,“ segir Ísold en Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í næsta mánuði.

mbl.is

Innlent »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðar Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Í gær, 17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

Í gær, 17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

Í gær, 16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

Í gær, 16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

Í gær, 15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

Í gær, 15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

Í gær, 15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

Í gær, 15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
HARMÓNIKUHURÐIR _ ÁLBRAUTIR OG LEGUHJÓL
Getum núna skaffað allar hurðirnar með álbrautum og leguhjólum. Smíðum eftir mál...
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...