Mikil spenna og smá stress á Sundance

Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson í hlutverkum sínum ...
Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson í hlutverkum sínum í myndinni. Ljósmynd/Ita Zbroniec-Zajt

„Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun.

Sérstök fjölmiðlasýning myndarinnar var á föstudag og í kjölfarið á henni var birtur lofsamlegur dómur á síðunni Screendaily þar sem myndinni er líkt við kvikmyndir virtra kvikmyndahöfunda á borð Dardenne-bræður og hinn breska raunsæisleikstjóra Ken Loach sem tvívegis hefur hlotið Gullpálmann.

Að mati blaðamanns Screendaily er myndin hjartnæm og áhrifarík og leikstjórn einkennist af miklu öryggi og innsæi. Sérstaklega er minnst á náttúrulegan og áreynslulausan leik hjá leikurum myndarinnar.  

Ísold, Patrick og Babetida Sa­djo slá á létta strengi á ...
Ísold, Patrick og Babetida Sa­djo slá á létta strengi á tökustað. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Opinber heimsfrumsýning er á morgun, mánudag, en þá verður mikið um að vera hjá leikstjóra og leikhópnum sem verða í viðtölum og myndatökum fram að sýningu. Það er óneitanleg spenna í hópnum, en ásamt Ísold eru á staðnum framleiðendur og aðalleikararnir þrír, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson, ásamt föruneyti. 

Vill að fólk upplifi myndina

Andið eðli­lega fjall­ar um hæl­is­leit­and­ann Adja frá Gín­eu-Bis­sá sem belg­íska leik­kon­an Babetida Sa­djo leik­ur og hvernig ör­lög henn­ar flétt­ast sam­an við ör­lög ís­lenskr­ar konu, Láru, sem Krist­ín Þóra Haraldsdóttir leik­ur. Leiðir þeirra liggja sam­an við vega­bréfa­skoðun á Kefla­vík­ur­flug­velli þar sem Adja er stöðvuð í vega­bréfa­eft­ir­liti af Láru, sem hef­ur nýhafið störf á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þær tengj­ast óvænt­um bönd­um en með stórt hlut­verk fer líka Pat­rik Nökkvi Pét­urs­son, sem leik­ur ung­an son Láru. 

Frá tökum.
Frá tökum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

„Þetta er realísk og dramatísk saga um konur í samtímanum sem bindast óvæntum böndum,“ segir Ísold en hún vill ekki gefa of mikið upp um söguþráðinn. „Ég vil leyfa fólki að upplifa myndina, ekki bara lesa um hana.“

Ísold segir að það sé einstök tilfinning að fyrsti dómurinn sem birtist um myndina sé sterkur. „Það breytir öllu. Það er mjög ánægjulegt að skynja að verkinu manns sé vel tekið.“

Myndin var tekin upp á Suðurnesjum.
Myndin var tekin upp á Suðurnesjum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Tólf myndir voru valdar í flokkinn sem Andið eðlilega keppir í; World Cinema Dramatic Competion. „Hátt í fimm þúsund sækja um að taka þátt hverju sinni og alltaf hörð barátta um að verða einn hinna útvöldu. Það var því ólýsanleg tilfinning að komast að og breytir miklu fyrir framhald myndarinnar,“ segir Ísold  og bætir við að ef myndin fái góða dóma á hátíðinni opnist fleiri dyr:

„Það kemur í ljós hvort hún verði seld og rati í kvikmyndahús víða um heim í kjölfar hátíðarinnar. Það er auðvitað markmið okkar og að myndin verði sýnd sem víðast. Þegar Sundance lýkur förum við á aðalkeppnina á Gautaborgar-hátíðinni en þangað var okkur boðið að keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun sem veitt eru fyrir bestu norrænu myndina.

Ísold og Babetida Sa­djo njóta lífsins um helgina á Sundance-hátíðinni.
Ísold og Babetida Sa­djo njóta lífsins um helgina á Sundance-hátíðinni. Ljósmynd/Þórdís Claessen

Reynir að njóta í stressinu

Spurð hvort henni líði eins og stjörnu á hátíðarhelginni segir Ísold að það sé kannski hægt að segja að henni líði eins og lítilli stjörnu. Þó er að mörgu að huga og því lítill tími til að velta sér upp úr því.

„Það er mikið stress að sýna myndina eftir langan aðdraganda en þetta er mjög gaman,“ segir Ísold en Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í næsta mánuði.

mbl.is

Innlent »

Kvennafangelsið líklega rifið

08:18 Húsið Kópavogsbraut 17, sem áður hýsti Kvennafangelsið, verður líklega rifið. Kópavogsbær keypti húsið af ríkinu 2015. Hluti þess er nú leigður AA-samtökunum. Meira »

Ólík viðhorf eftir búsetu í borginni

08:00 Mismunandi fylgi framboðslistanna í Reykjavík eftir borgarhlutum er enn mjög áberandi í lokakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Könnunin var birt hér í blaðinu í gær. mbl.is sýnir þennan mun á gagnvirku korti þar sem sjá má fylgið eftir mismunandi breytum. Meira »

Hækkun fasteignamats verði ógilt

07:57 Fyrirtæki innan raða Félags atvinnurekenda hefur stefnt Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings fasteignamats og álagningar fasteignagjalda. Meira »

Fyrsta gagnaverið rís á Blönduósi

07:37 „Við fáum aukna starfsemi inn í samfélagið. Reksturinn skapar umsvif og störf,“ segir Valgarður Hilmarsson, sveitarstjóri á Blönduósi. Meira »

Ákærður fyrir hatursorðræðu

07:01 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í athugasemdakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Meira »

Samfelld úrkoma

06:55 Fremur hæg breytileg vindátt verður á landinu í dag. Samfelld úrkoma suðaustan- og austanlands og einnig um tíma fyrir norðan. Vestan til á landinu má búast við skúraleiðingum. Heldur vaxandi suðvestan- og vestanátt þegar líður á daginn. Meira »

Enn snjóflóðahætta til fjalla

06:51 Eftir lægðagang undanfarið er töluverður snjór til fjalla á jöklum og hálendinu. Sleðamenn komu af stað snjóflóði í Skriðutindum á mánudag og segja mikið vera af flóðum á því svæði. Á fimmtudag í síðustu viku lentu menn í snjóflóði á Grímsfjalli. Meira »

Eignaspjöll og líkamsárás í Garðabæ

06:34 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við eignaspjöll á bifreið í Garðabæ og hugsanlega líkamsárás þar í bæ. Meira »

Nýr formaður Heimilis og skóla

06:11 Sigrún Edda Eðvarðsdóttir var kjörin nýr formaður samtakanna Heimili og skóli í gær.   Meira »

Ók á 170 km hraða

05:54 Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann sem ók á 170 km hraða á hringveginum skömmu eftir miðnætti í nótt.  Meira »

Komið að ögurstund í Reykjavík

05:30 Hörð kosningabarátta hefur verið háð í höfuðborginni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á laugardaginn dregur til tíðinda. Stærstu valkostir kjósenda virðast snúast um það hvort núverandi meirihluti hafi verið á réttri leið eða hvort breytinga sé þörf. Meira »

Ekki mátti tæpara standa

05:30 Ungur maður á Akureyri, Helgi Freyr Sævarsson, komst naumlega út af heimili sínu ásamt þriggja ára dóttur þegar kviknaði þar í fyrir nokkrum dögum. Meira »

Stóðu einhuga að launahækkun

05:30 Bæjarfulltrúar Kópavogs eru ekki sáttir við launakjör bæjarstjóra þrátt fyrir að hafa samþykkt þau einróma á sínum tíma. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, segir að hækkun á launum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa byggist á tveimur ákvörðunum. Meira »

Fágætur Kjarval á uppboði

05:30 „Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykilverka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold. Meira »

Tillaga um raflínu við Héraðsvötn

05:30 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur fallið frá lagningu Blöndulínu 3 á svonefndri Efribyggðarleið og leggur í staðinn fram tillögu um að nýja byggðalínan fari um svonefnda Héraðsvatnaleið. Meira »

Salurinn tekinn í gegn

05:30 „Þetta er allt á áætlun, en fráfarandi borgarstjórn á eftir að halda þarna einn fund og verður það 5. júní næstkomandi. Þegar honum er lokið verður farið í framkvæmdir inni í borgarstjórnarsalnum og unnið hratt,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Risaskip væntanlegt á laugardag

05:30 Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, Meraviglia, er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardaginn.  Meira »

Ljósleiðari GR kostað 30 milljarða

05:30 Gagnaveita Reykjavíkur, sem leggur ljósleiðarakerfi um land allt í samkeppni við Mílu, hefur fjárfest í fjarskiptum fyrir nálægt 30 milljarða króna að núvirði á síðustu 20 árum, þrátt fyrir að aldrei hafi verið jákvætt fjárflæði af starfseminni. Meira »

Leit við Ölfusá hætt í bili

Í gær, 21:21 Leit að manni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags hefur ekki borið árangur. Um 30 björgunarsveitarmenn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag. Meira »
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
Íbúð til leigu
Til leigu 3ja herbergja íbúð með bílskúr á svæði 110 Reykjavík. Langtímaleiga....
 
Sölumaður
Sölu/markaðsstörf
...
Forstöðumaður hornbrekku
Stjórnunarstörf
Laus staða í Fjallabyggð STAÐA HJÚKRU...
Skólastjóri tónlistarskólans
Listir
Laus störf í Skaftárhreppi Starf ...
Organisti í háteigskirkju
Listir
Organisti í Háteigskirkju ...