Mikil spenna og smá stress á Sundance

Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson í hlutverkum sínum ...
Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson í hlutverkum sínum í myndinni. Ljósmynd/Ita Zbroniec-Zajt

„Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun.

Sérstök fjölmiðlasýning myndarinnar var á föstudag og í kjölfarið á henni var birtur lofsamlegur dómur á síðunni Screendaily þar sem myndinni er líkt við kvikmyndir virtra kvikmyndahöfunda á borð Dardenne-bræður og hinn breska raunsæisleikstjóra Ken Loach sem tvívegis hefur hlotið Gullpálmann.

Að mati blaðamanns Screendaily er myndin hjartnæm og áhrifarík og leikstjórn einkennist af miklu öryggi og innsæi. Sérstaklega er minnst á náttúrulegan og áreynslulausan leik hjá leikurum myndarinnar.  

Ísold, Patrick og Babetida Sa­djo slá á létta strengi á ...
Ísold, Patrick og Babetida Sa­djo slá á létta strengi á tökustað. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Opinber heimsfrumsýning er á morgun, mánudag, en þá verður mikið um að vera hjá leikstjóra og leikhópnum sem verða í viðtölum og myndatökum fram að sýningu. Það er óneitanleg spenna í hópnum, en ásamt Ísold eru á staðnum framleiðendur og aðalleikararnir þrír, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson, ásamt föruneyti. 

Vill að fólk upplifi myndina

Andið eðli­lega fjall­ar um hæl­is­leit­and­ann Adja frá Gín­eu-Bis­sá sem belg­íska leik­kon­an Babetida Sa­djo leik­ur og hvernig ör­lög henn­ar flétt­ast sam­an við ör­lög ís­lenskr­ar konu, Láru, sem Krist­ín Þóra Haraldsdóttir leik­ur. Leiðir þeirra liggja sam­an við vega­bréfa­skoðun á Kefla­vík­ur­flug­velli þar sem Adja er stöðvuð í vega­bréfa­eft­ir­liti af Láru, sem hef­ur nýhafið störf á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þær tengj­ast óvænt­um bönd­um en með stórt hlut­verk fer líka Pat­rik Nökkvi Pét­urs­son, sem leik­ur ung­an son Láru. 

Frá tökum.
Frá tökum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

„Þetta er realísk og dramatísk saga um konur í samtímanum sem bindast óvæntum böndum,“ segir Ísold en hún vill ekki gefa of mikið upp um söguþráðinn. „Ég vil leyfa fólki að upplifa myndina, ekki bara lesa um hana.“

Ísold segir að það sé einstök tilfinning að fyrsti dómurinn sem birtist um myndina sé sterkur. „Það breytir öllu. Það er mjög ánægjulegt að skynja að verkinu manns sé vel tekið.“

Myndin var tekin upp á Suðurnesjum.
Myndin var tekin upp á Suðurnesjum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Tólf myndir voru valdar í flokkinn sem Andið eðlilega keppir í; World Cinema Dramatic Competion. „Hátt í fimm þúsund sækja um að taka þátt hverju sinni og alltaf hörð barátta um að verða einn hinna útvöldu. Það var því ólýsanleg tilfinning að komast að og breytir miklu fyrir framhald myndarinnar,“ segir Ísold  og bætir við að ef myndin fái góða dóma á hátíðinni opnist fleiri dyr:

„Það kemur í ljós hvort hún verði seld og rati í kvikmyndahús víða um heim í kjölfar hátíðarinnar. Það er auðvitað markmið okkar og að myndin verði sýnd sem víðast. Þegar Sundance lýkur förum við á aðalkeppnina á Gautaborgar-hátíðinni en þangað var okkur boðið að keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun sem veitt eru fyrir bestu norrænu myndina.

Ísold og Babetida Sa­djo njóta lífsins um helgina á Sundance-hátíðinni.
Ísold og Babetida Sa­djo njóta lífsins um helgina á Sundance-hátíðinni. Ljósmynd/Þórdís Claessen

Reynir að njóta í stressinu

Spurð hvort henni líði eins og stjörnu á hátíðarhelginni segir Ísold að það sé kannski hægt að segja að henni líði eins og lítilli stjörnu. Þó er að mörgu að huga og því lítill tími til að velta sér upp úr því.

„Það er mikið stress að sýna myndina eftir langan aðdraganda en þetta er mjög gaman,“ segir Ísold en Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í næsta mánuði.

mbl.is

Innlent »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

05:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »

Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann

Í gær, 23:01 Knattspyrnufélag Reykjavíkur var stofnað 1899 og verður 120 ára á morgun, laugardaginn 16. febrúar. „Ekki mörg félög hérlendis eiga sögu sem nær til þriggja alda,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR, en áfanganum verður fagnað með ýmsum hætti á árinu og byrjað á köku að loknu getraunakaffinu í fyrramálið. Meira »

„Þeir eru óheiðarlegir“

Í gær, 22:48 Alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe er hætt viðskiptum við íslensku bílaleiguna Procar. Sú ákvörðun var tekin í dag, að sögn forstjóra fyrirtækisins, Imad Khalidi, sem svaraði fyrirspurn mbl.is í kvöld. Meira »

Olli óhappi undir áhrifum

Í gær, 22:40 Ökumaður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna, var handtekinn eftir að hann missti stjórn á bifreið sinni og ók á annan bíl á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan níu í kvöld. Meira »

Ullin er óendanleg uppspretta

Í gær, 22:07 „Ég er alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunun,“ segir Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir í Mosfellsbæ. Síðan í barnæsku hefur handverk og prjónaskapur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur síðustu árin. Hún var kennari um langt árabil, en valdi hins vegar að róa á ný mið og setti árið 2009 á laggirnar fyrirtækið Culture and Craft. Meira »

FSu sló ríkjandi meistara úr keppni

Í gær, 22:04 Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) sigraði lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ, sigurvegara síðasta árs, í Gettu betur í kvöld, með 37 stigum gegn 22. FSu tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum en lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri eru þegar komin í undanúrslit. Meira »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

Í gær, 20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

Í gær, 20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Snjóblásarar
Öflugir snjóblásarar fyrir þrítengi á traktora allt að 240cm breiðir. Jarðtætar...
Pallhýsi Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...