Mikil spenna og smá stress á Sundance

Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson í hlutverkum sínum ...
Kristín Þóra Haraldsdóttir og Patrik Nökkvi Pétursson í hlutverkum sínum í myndinni. Ljósmynd/Ita Zbroniec-Zajt

„Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun.

Sérstök fjölmiðlasýning myndarinnar var á föstudag og í kjölfarið á henni var birtur lofsamlegur dómur á síðunni Screendaily þar sem myndinni er líkt við kvikmyndir virtra kvikmyndahöfunda á borð Dardenne-bræður og hinn breska raunsæisleikstjóra Ken Loach sem tvívegis hefur hlotið Gullpálmann.

Að mati blaðamanns Screendaily er myndin hjartnæm og áhrifarík og leikstjórn einkennist af miklu öryggi og innsæi. Sérstaklega er minnst á náttúrulegan og áreynslulausan leik hjá leikurum myndarinnar.  

Ísold, Patrick og Babetida Sa­djo slá á létta strengi á ...
Ísold, Patrick og Babetida Sa­djo slá á létta strengi á tökustað. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Opinber heimsfrumsýning er á morgun, mánudag, en þá verður mikið um að vera hjá leikstjóra og leikhópnum sem verða í viðtölum og myndatökum fram að sýningu. Það er óneitanleg spenna í hópnum, en ásamt Ísold eru á staðnum framleiðendur og aðalleikararnir þrír, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson, ásamt föruneyti. 

Vill að fólk upplifi myndina

Andið eðli­lega fjall­ar um hæl­is­leit­and­ann Adja frá Gín­eu-Bis­sá sem belg­íska leik­kon­an Babetida Sa­djo leik­ur og hvernig ör­lög henn­ar flétt­ast sam­an við ör­lög ís­lenskr­ar konu, Láru, sem Krist­ín Þóra Haraldsdóttir leik­ur. Leiðir þeirra liggja sam­an við vega­bréfa­skoðun á Kefla­vík­ur­flug­velli þar sem Adja er stöðvuð í vega­bréfa­eft­ir­liti af Láru, sem hef­ur nýhafið störf á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þær tengj­ast óvænt­um bönd­um en með stórt hlut­verk fer líka Pat­rik Nökkvi Pét­urs­son, sem leik­ur ung­an son Láru. 

Frá tökum.
Frá tökum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

„Þetta er realísk og dramatísk saga um konur í samtímanum sem bindast óvæntum böndum,“ segir Ísold en hún vill ekki gefa of mikið upp um söguþráðinn. „Ég vil leyfa fólki að upplifa myndina, ekki bara lesa um hana.“

Ísold segir að það sé einstök tilfinning að fyrsti dómurinn sem birtist um myndina sé sterkur. „Það breytir öllu. Það er mjög ánægjulegt að skynja að verkinu manns sé vel tekið.“

Myndin var tekin upp á Suðurnesjum.
Myndin var tekin upp á Suðurnesjum. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Tólf myndir voru valdar í flokkinn sem Andið eðlilega keppir í; World Cinema Dramatic Competion. „Hátt í fimm þúsund sækja um að taka þátt hverju sinni og alltaf hörð barátta um að verða einn hinna útvöldu. Það var því ólýsanleg tilfinning að komast að og breytir miklu fyrir framhald myndarinnar,“ segir Ísold  og bætir við að ef myndin fái góða dóma á hátíðinni opnist fleiri dyr:

„Það kemur í ljós hvort hún verði seld og rati í kvikmyndahús víða um heim í kjölfar hátíðarinnar. Það er auðvitað markmið okkar og að myndin verði sýnd sem víðast. Þegar Sundance lýkur förum við á aðalkeppnina á Gautaborgar-hátíðinni en þangað var okkur boðið að keppa um hin eftirsóttu Drekaverðlaun sem veitt eru fyrir bestu norrænu myndina.

Ísold og Babetida Sa­djo njóta lífsins um helgina á Sundance-hátíðinni.
Ísold og Babetida Sa­djo njóta lífsins um helgina á Sundance-hátíðinni. Ljósmynd/Þórdís Claessen

Reynir að njóta í stressinu

Spurð hvort henni líði eins og stjörnu á hátíðarhelginni segir Ísold að það sé kannski hægt að segja að henni líði eins og lítilli stjörnu. Þó er að mörgu að huga og því lítill tími til að velta sér upp úr því.

„Það er mikið stress að sýna myndina eftir langan aðdraganda en þetta er mjög gaman,“ segir Ísold en Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í næsta mánuði.

mbl.is

Innlent »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »

Nokkrir hlauparar fluttir á slysadeild

17:50 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í kringum Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fór í morgun. Flytja þurfti á bilinu 7-9 hlaupara til aðhlynningar á slysadeild sökum örmögnunar og er það minna en mörg fyrri ár. Meira »

Glaður Dagur á Menningarnótt

16:55 „Það er allt á fullu alls staðar og hvar sem maður fer er fullt af fólki með bros á vör,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mikið er um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem Menningarnótt fer fram í 23. skiptið. Meira »

Stefnir í yfir 50% kjörsókn

16:45 Ágætislíkur eru á að kjörsókn fari yfir 50 prósent í íbúakosningum í Árborg þar sem íbúar kjósa um aðal- og deiliskipulag nýs miðbæjar á Selfossi. Þetta segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar. Meira »

Tuga hvala vaða við Rif

15:30 Hátt í hundrað grindhvalir hafa safnast saman í hafnargarðinum við Rif á Snæfellsnesi. Ólíklegt er að um sömu hvalatorfu og varð innlyksa í Kolgrafafirði fyrr í mánuðinum sé að ræða þar sem kálfar eru í vöðunni við Rif. Björgunaraðilum hefur ekki tekist að reka þá út. Meira »

Missti sjónina á hálfu ári

13:59 Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson var 19 ára þegar hann missti sjónina, þá að ljúka námi á rafiðnaðarbraut og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr fullkominni hundrað prósenta sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári. Meira »

„Heppin að vera á lífi“

13:23 „Það hefur alltaf verið viðloðandi við kattahald að það séu einhverjir óábyrgir aðilar inn á milli. Við viljum ekki að það séu neinir kettlingar úti í kössum. Þessi grey eru bara heppin að vera á lífi. Þeir voru svo svakalega vannærðir og litlir. Þeir koma ekki úr góðum aðstæðum, það er alveg ljóst. Mamma þeirra var líka mjög vannærð,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

12:37 Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »

Munaði aðeins sjö sekúndum

11:55 Sigurvegarar í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel, en aðeins munaði sjö sekúndum á fyrsta og öðru sæti í karlaflokki. Meira »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiliskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...