Mjög alvarlegt að póstunum var ekki svarað

Sævar segir að lögreglan þurfi að taka sig á.
Sævar segir að lögreglan þurfi að taka sig á. mbl.is/Kristinn

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður segir það forkastanlegt að ítrekuðum tölvupóstum hans til lögreglu hafi ekki verið svarað vegna veikinda lögreglufulltrúa. Sævar er réttargæslumaður drengs sem lagði fram kæru á hendur karlmanni í ágúst í fyrra fyrir kynferðis­brot sem hann á að hafa framið gegn hon­um á ár­un­um 2004 til 2010.

Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að mistök hafi verið gerð í upphafi málsins. Einnig kom þar fram að enginn yrði rekinn, heldur yrði kynferðisbrotadeild lögreglunnar efld með sex nýjum stöðugildum frá og með 1. apríl.

Viðurkenna tölvupóst Sævars

„Upphaflega könnuðust þeir ekki við að ég ítrekaði þetta mál en í skýrslunni viðurkenna þeir núna að ég hafi sent tölvupóst í desember,“ segir Sævar við mbl.is. Fram kom á blaðamannafundinum að Sævar sendi tölvupóst 1. og 5. desember. Þeim var ekki svarað vegna þess að lög­reglu­full­trú­inn var veik­ur. Póst­arn­ir voru send­ir áfram á staðgengil en það leiddi ekki til viðbragða lög­reglu. 

„Það er forkastanlegt. Þetta er það svið hjá lögreglu sem er mjög mikilvægt að það sé virkur samskiptamáti á milli. Ég ítrekaði þennan póst og þessu var aldrei svarað og það er mjög alvarlegt,“ segir Sævar sem hafði áður samband við lögreglu og reyndi að láta reka á eftir málinu eftir að lögreglu barst kæra 24. ágúst.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á blaðamannafundi síðdegis.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á blaðamannafundi síðdegis. mbl.is/Eggert

„Við höfum samband við þá á haustmánuðum 2017 símleiðis og vorum að reka á eftir málinu,“ segir Sævar en þá fengust þau svör að ekki væri búið að úthluta því. „Þeir verða að taka sig á varðandi samskipti sem fara fram í síma og tryggja það að skilaboðum sé komið áleiðis.“

Móðir brotaþola leitaði ráða árið 2015

Sævar bendir á að móðir brotaþola hafi sett sig í samband við lögreglu í desember 2015 en engin skráning sé til um það atvik hjá lögreglu. „Þetta hefur áður komið fram en samkvæmt þessari skýrslu þá virðast þeir ekki vera með skráningu um það að móðir brotaþola kemur til lögreglu og leitar ráða varðandi þetta mál.“

Fram kom í máli lögreglustjóra að í framhaldi af þessu máli yrði kynferðisbrotadeild lögreglunnar efld. Sævar segir að það sé jákvætt að deildin sé efld. „Skýringar lögreglunnar að þeir séu vanari því að barnaverndarnefnd láti þá vita en ekki öfugt eins og í þessu tilviki segir okkur ýmislegt að menn hafi ekki hugsað út fyrir rammann þegar hugað hefur verið að skipulagsmálum í deildinni,“ segir Sævar og bætir við að það þurfi að efla deildina á þann hátt að starfsmenn svari tölvupóstum og um það gildi ákveðnar reglur.

Afleiðingarnar koma í ljós síðar

Enginn lögreglumaður var látinn axla ábyrgð vegna málsins en Sævar segir að það komi í ljós síðar hvaða afleiðingar það hefur í för með sér að málinu hafi ekki verið sinnt um leið og kæra barst.

Ég veit ekki hver staða rannsóknar málsins er og það getur vel verið að viðkomandi hafi hugsanlega misnotað börn eftir að kæran barst lögreglu. Ef það er reyndin, og það má því um kenna að málinu hafi ekki verið sinnt með nægjanlegum hætti, þá finnst mér auðvitað að einhver þurfi að bera ábyrgð hvað mína umbjóðendur varðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Farið verði ofan í alla ferla

15:10 „Þarna eru vísbendingar um að ákveðnum verkferlum sé verulega ábótavant. Ég fagna því að þessari úttekt innri endurskoðunar sé lokið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, um úttekt sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á íbúðum Félagsbústaða. Meira »

Yfirheyra skútuþjófinn á Ísafirði

14:55 Maðurinn, sem er grunaður um að hafa tekið skútuna Inook ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags, er erlendur. Yfirheyrslur yfir manninum standa nú yfir að sögn Hlyns Hafbergs Snorrasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Krefst lögbanns á Tekjur.is

14:28 „Það er mjög skýrt í mínum huga að hér er um brot að ræða, að það sé ómaklega vegið að friðhelgi einkalífs almennings, og að það sé rétt að fá lögbann á þessa vinnslu upplýsinga,“ segir Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem hefur krafist lögbanns á vefinn Tekjur.is. Meira »

Afnema refsingar vegna ærumeiðinga

14:18 Afnema á refsingar vegna ærumeiðinga og fella út ómerkingu ummæla sem úrræði vegna ærumeiðinga samkvæmt tillögum nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Meira »

Um 1.400 miðar eftir á landsleikinn

13:30 Enn eru til um 1.400 miðar á landsleik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.   Meira »

Íbúar skildir eftir í mikilli óvissu

13:19 Vestfirðingar þekkja það allt of vel að framfaramál í fjórðungnum séu stöðvuð af óljósum tæknilegum ástæðum. Óásættanlegt er að rekstrargrundvelli fyrirtækja þar, sem og annars staðar á Íslandi, sé kippt undan þeim eins og staðan er nú í íslensku fiskeldi. Meira »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »

330 milljóna framúrkeyrsla Félagsbústaða

11:53 Ráðist verður í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða í kjölfar úttektar sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á 53 íbúðum Félagsbústaða við Írabakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn Félagsbústaða sendi frá sér. Meira »

Hótaði að berja lögregluþjón með kylfu

11:29 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað lögreglumanni líkamsmeiðingum í Grafarvogi í mars í fyrra. Meira »

Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill

11:29 Meginmunur á vefsíðunni Tekjur.is og Tekjublaði Frjálsrar verslunar og DV, sem birt hafa upplýsingar um laun einstaklinga um árabil, er að þær upplýsingar sem aðgengilegar eru á Tekjur.is flokkist ekki undir fjölmiðlun vegna þess hversu mikið magn upplýsinga er aðgengilegt á vefnum. Meira »

Beiðni Stakkbergs rædd í bæjarstjórn

11:13 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun hvorki funda með fulltrúum Stakkbergs ehf. um deiliskipulag United Silkon í dag né á morgun að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Málið verður þó tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar annað kvöld. Meira »

Hrikalegur veruleiki fíkla

10:48 Kvikmyndin „Lof mér að falla“ byggir að langstærstum hluta á raunverulegum sögum og sjónvarpsþættirnir „Lof mér að lifa” fjalla um persónurnar á bak við sögurnar og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra sem í hlut eiga. Í þáttunum, sem eru um margt verulega sláandi, fylgist áhorfandinn með lífi sprautufíkla sem verður að teljast vægast sagt óhugnanlegt. Meira »

Stjórn HB Granda fundar í dag

10:42 Stjórn HB Granda, sem hugðist funda síðastliðinn fimmtudag vegna bréfs frá framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, frestaði fundinum. Verður hann þess í stað haldinn í dag, samkvæmt tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni. Meira »

Ari ekki lengur eftirlýstur

10:36 Ari Rún­ars­son, sem alþjóðalög­regl­an Interpol lýsti eftir í síðasta mánuði, er kominn til landsins og því ekki lengur eftirlýstur að sögn Arn­fríðar Gígju Arn­gríms­dótt­ur, aðstoðarsak­sókn­ara hjá embætti héraðssaksóknara. Meira »

Búa lengur á hóteli mömmu

09:02 Karlar búa mun lengur í foreldrahúsum en konur. Fimmtungur fólks á aldrinum 25-29 ára bjó enn í foreldrahúsum árið 2016. Tæp 25% karla og tæp 16% kvenna á þessum aldri. Meira »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

08:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »