Mjög alvarlegt að póstunum var ekki svarað

Sævar segir að lögreglan þurfi að taka sig á.
Sævar segir að lögreglan þurfi að taka sig á. mbl.is/Kristinn

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður segir það forkastanlegt að ítrekuðum tölvupóstum hans til lögreglu hafi ekki verið svarað vegna veikinda lögreglufulltrúa. Sævar er réttargæslumaður drengs sem lagði fram kæru á hendur karlmanni í ágúst í fyrra fyrir kynferðis­brot sem hann á að hafa framið gegn hon­um á ár­un­um 2004 til 2010.

Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að mistök hafi verið gerð í upphafi málsins. Einnig kom þar fram að enginn yrði rekinn, heldur yrði kynferðisbrotadeild lögreglunnar efld með sex nýjum stöðugildum frá og með 1. apríl.

Viðurkenna tölvupóst Sævars

„Upphaflega könnuðust þeir ekki við að ég ítrekaði þetta mál en í skýrslunni viðurkenna þeir núna að ég hafi sent tölvupóst í desember,“ segir Sævar við mbl.is. Fram kom á blaðamannafundinum að Sævar sendi tölvupóst 1. og 5. desember. Þeim var ekki svarað vegna þess að lög­reglu­full­trú­inn var veik­ur. Póst­arn­ir voru send­ir áfram á staðgengil en það leiddi ekki til viðbragða lög­reglu. 

„Það er forkastanlegt. Þetta er það svið hjá lögreglu sem er mjög mikilvægt að það sé virkur samskiptamáti á milli. Ég ítrekaði þennan póst og þessu var aldrei svarað og það er mjög alvarlegt,“ segir Sævar sem hafði áður samband við lögreglu og reyndi að láta reka á eftir málinu eftir að lögreglu barst kæra 24. ágúst.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á blaðamannafundi síðdegis.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á blaðamannafundi síðdegis. mbl.is/Eggert

„Við höfum samband við þá á haustmánuðum 2017 símleiðis og vorum að reka á eftir málinu,“ segir Sævar en þá fengust þau svör að ekki væri búið að úthluta því. „Þeir verða að taka sig á varðandi samskipti sem fara fram í síma og tryggja það að skilaboðum sé komið áleiðis.“

Móðir brotaþola leitaði ráða árið 2015

Sævar bendir á að móðir brotaþola hafi sett sig í samband við lögreglu í desember 2015 en engin skráning sé til um það atvik hjá lögreglu. „Þetta hefur áður komið fram en samkvæmt þessari skýrslu þá virðast þeir ekki vera með skráningu um það að móðir brotaþola kemur til lögreglu og leitar ráða varðandi þetta mál.“

Fram kom í máli lögreglustjóra að í framhaldi af þessu máli yrði kynferðisbrotadeild lögreglunnar efld. Sævar segir að það sé jákvætt að deildin sé efld. „Skýringar lögreglunnar að þeir séu vanari því að barnaverndarnefnd láti þá vita en ekki öfugt eins og í þessu tilviki segir okkur ýmislegt að menn hafi ekki hugsað út fyrir rammann þegar hugað hefur verið að skipulagsmálum í deildinni,“ segir Sævar og bætir við að það þurfi að efla deildina á þann hátt að starfsmenn svari tölvupóstum og um það gildi ákveðnar reglur.

Afleiðingarnar koma í ljós síðar

Enginn lögreglumaður var látinn axla ábyrgð vegna málsins en Sævar segir að það komi í ljós síðar hvaða afleiðingar það hefur í för með sér að málinu hafi ekki verið sinnt um leið og kæra barst.

Ég veit ekki hver staða rannsóknar málsins er og það getur vel verið að viðkomandi hafi hugsanlega misnotað börn eftir að kæran barst lögreglu. Ef það er reyndin, og það má því um kenna að málinu hafi ekki verið sinnt með nægjanlegum hætti, þá finnst mér auðvitað að einhver þurfi að bera ábyrgð hvað mína umbjóðendur varðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í eigu erlendra félaga

05:30 Flugvélafloti WOW air samanstendur af 20 flugvélum sem flestar eru í eigu félaga sem sérhæfa sig í flugvélafjármögnun og útleigu. Meira »

Skuldir í borginni aukast

05:30 Kostnaður við þrjár skólabyggingar í Reykjavík er nú áætlaður alls um milljarði meiri en áður var talið. Meirihlutinn í borginni hefur samþykkt endurskoðaða fjárfestingaráætlun A-hluta borgarsjóðs árið 2018. Dagur B. Meira »

Kosið um skipulag á Selfossi í dag

05:30 Íbúakosningar verða á Selfossi í dag. Greidd verða atkvæði um breytingar á aðal- og deiliskipulagi miðbæjarins.   Meira »

Aldrei of seint að byrja að vera með

05:30 Pálína Bjarnadóttir, elsti þátttakandinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer í dag, skráði sig í þriggja kílómetra skemmtiskokk með fjölskyldu og vinum. Meira »

20 milljónir vegna umframafla

05:30 Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlíloka losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð.   Meira »

Öflug jarðvegssög flýtir fyrir lögnum

05:30 „Þetta er sög sem sagar ofan í jarðveg fyrir jarðstrengjum, rörum og lögnum,“ segir Hörður Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Línuborun hf., en fyrirtækið var að festa kaup á 38 tonna jarðvegssög fyrir 120 milljónir króna. Meira »

Laugar ætla að stækka við Lágafell

05:30 Laugar ehf. hafa samið við Mosfellsbæ um að fá að reisa 900 fermetra viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina Lágafell. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir samninginn fela í sér góða viðbót við Íþróttamiðstöðina Lágafell, þar sem Laugar leigi nú aðstöðu fyrir líkamsræktarstöð sína. Meira »

Vannærðir kettlingar í pappakassa

Í gær, 23:25 Í dag kom dýravinur með læðu og fimm kettlinga hennar í Kattholt, en kettlingarnir höfðu fundist í pappakassa við ruslatunnur í Reykjanesbæ og læðan þar í grenndinni. Frá þessu er greint á vef Kattholts og brýnt fyrir kattaeigendum að sýna ábyrgð. Meira »

Sólin lætur víða sjá sig

Í gær, 22:55 Flestir landsmenn ættu að geta notið sólarinnar á morgun og vel virðist ætla að viðra til útiveru í miðborg Reykjavíkur, þar sem Menningarnótt fer fram og þúsundir hlaupara taka þátt í Reykjavíkumaraþoni. Meira »

Deilibílalausn fyrir ferðamenn á Íslandi

Í gær, 21:15 „Koride er leið fyrir ferðamenn til að tengjast á auðveldan hátt og sjá nákvæmlega hverjir vilja fara hvert. Þú getur á einfaldan hátt fundið ferðafélaga og gengið frá praktískum málum,“ segir Kristinn Evertsson, einn af stofnendum Koride, í samtali við mbl.is. Meira »

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

Í gær, 20:35 Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Íslenska módelið virkar

Í gær, 20:00 Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi nær hámarki í 7.-8. bekk þegar um 80% ungmenna eru virk í hverri viku. Eftir það hefst brottfall af alvöru. Þetta er meðal þess sem fram kemur á fyrirlestri Margrétar Guðmundsdóttur félagsfræðings á alþjóðlegri ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum. Meira »

Metanframleiðsla mun tvöfaldast

Í gær, 19:45 Fyrsta skóflustungan að nýrri gas- og jarðgerðarstöð SORPU var tekin í dag í Álfsnesi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og sex fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og eigenda SORPU tóku fyrstu stunguna. Meira »

Skaraði fram úr í tónleikaröð

Í gær, 19:30 Kristín Anna Guðmundsdóttir sópransöngkona varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valin af tónleikagestum sá söngvari sem þótti skara mest fram úr á sjö tónleikum sem nýverið voru haldnir í Torgau í NV-Saxlandi í Þýskalandi. Meira »

Leitar sameiginlegra lausna

Í gær, 19:30 „Það að hafa aðgengi að 500 millj­ón manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs. Meira »

Fiskidagsferðin varð til fjár

Í gær, 19:27 Vinningshafarnir heppnu, sem unnu fimmfaldan Lottópott um síðustu helgi eru búnir að gefa sig fram. Þau unnu 51,7 milljónir króna og voru stödd á Fiskideginum mikla á Dalvík er þau skutust á Akureyri og keyptu vinningsmiðann. Meira »

Segir ásakanirnar misbjóða sér

Í gær, 19:01 Þórður Georg Lárusson, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gefið út yfirlýsingu vegna fyrirlesturs Þóru Bjargar Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu, sem hún hélt á ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Kyn og Íþróttir,“ í Háskólanum í Reykjavík í gær. Meira »

Formaður hrifinn af furðubrögðum

Í gær, 18:57 Á milli þess sem Guðrún Hafsteinsdóttir starfar sem formaður Samtaka iðnaðarins og gegnir formennsku í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða, situr hún og smakkar til ís í raspi og kæstan síldarís svo fátt eitt sé nefnt. Meira »

Útilíkamsrækt í hreystigörðum

Í gær, 18:30 Fimm sveitarfélög hafa sett upp hreystigarða fyrir íbúa sína. Í görðunum, sem eru úti og ýmist kallaðir hreyfi- eða hreystigarðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...