Mjög alvarlegt að póstunum var ekki svarað

Sævar segir að lögreglan þurfi að taka sig á.
Sævar segir að lögreglan þurfi að taka sig á. mbl.is/Kristinn

Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður segir það forkastanlegt að ítrekuðum tölvupóstum hans til lögreglu hafi ekki verið svarað vegna veikinda lögreglufulltrúa. Sævar er réttargæslumaður drengs sem lagði fram kæru á hendur karlmanni í ágúst í fyrra fyrir kynferðis­brot sem hann á að hafa framið gegn hon­um á ár­un­um 2004 til 2010.

Fram kom á blaðamannafundi lögreglu að mistök hafi verið gerð í upphafi málsins. Einnig kom þar fram að enginn yrði rekinn, heldur yrði kynferðisbrotadeild lögreglunnar efld með sex nýjum stöðugildum frá og með 1. apríl.

Viðurkenna tölvupóst Sævars

„Upphaflega könnuðust þeir ekki við að ég ítrekaði þetta mál en í skýrslunni viðurkenna þeir núna að ég hafi sent tölvupóst í desember,“ segir Sævar við mbl.is. Fram kom á blaðamannafundinum að Sævar sendi tölvupóst 1. og 5. desember. Þeim var ekki svarað vegna þess að lög­reglu­full­trú­inn var veik­ur. Póst­arn­ir voru send­ir áfram á staðgengil en það leiddi ekki til viðbragða lög­reglu. 

„Það er forkastanlegt. Þetta er það svið hjá lögreglu sem er mjög mikilvægt að það sé virkur samskiptamáti á milli. Ég ítrekaði þennan póst og þessu var aldrei svarað og það er mjög alvarlegt,“ segir Sævar sem hafði áður samband við lögreglu og reyndi að láta reka á eftir málinu eftir að lögreglu barst kæra 24. ágúst.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á blaðamannafundi síðdegis.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á blaðamannafundi síðdegis. mbl.is/Eggert

„Við höfum samband við þá á haustmánuðum 2017 símleiðis og vorum að reka á eftir málinu,“ segir Sævar en þá fengust þau svör að ekki væri búið að úthluta því. „Þeir verða að taka sig á varðandi samskipti sem fara fram í síma og tryggja það að skilaboðum sé komið áleiðis.“

Móðir brotaþola leitaði ráða árið 2015

Sævar bendir á að móðir brotaþola hafi sett sig í samband við lögreglu í desember 2015 en engin skráning sé til um það atvik hjá lögreglu. „Þetta hefur áður komið fram en samkvæmt þessari skýrslu þá virðast þeir ekki vera með skráningu um það að móðir brotaþola kemur til lögreglu og leitar ráða varðandi þetta mál.“

Fram kom í máli lögreglustjóra að í framhaldi af þessu máli yrði kynferðisbrotadeild lögreglunnar efld. Sævar segir að það sé jákvætt að deildin sé efld. „Skýringar lögreglunnar að þeir séu vanari því að barnaverndarnefnd láti þá vita en ekki öfugt eins og í þessu tilviki segir okkur ýmislegt að menn hafi ekki hugsað út fyrir rammann þegar hugað hefur verið að skipulagsmálum í deildinni,“ segir Sævar og bætir við að það þurfi að efla deildina á þann hátt að starfsmenn svari tölvupóstum og um það gildi ákveðnar reglur.

Afleiðingarnar koma í ljós síðar

Enginn lögreglumaður var látinn axla ábyrgð vegna málsins en Sævar segir að það komi í ljós síðar hvaða afleiðingar það hefur í för með sér að málinu hafi ekki verið sinnt um leið og kæra barst.

Ég veit ekki hver staða rannsóknar málsins er og það getur vel verið að viðkomandi hafi hugsanlega misnotað börn eftir að kæran barst lögreglu. Ef það er reyndin, og það má því um kenna að málinu hafi ekki verið sinnt með nægjanlegum hætti, þá finnst mér auðvitað að einhver þurfi að bera ábyrgð hvað mína umbjóðendur varðar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »

Hælisleitandinn 22 ára en ekki 18

12:51 Hælisleitandi sem var sendur af landi brott í fyrradag er 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefur fram áður. Þetta segir Útlendingastofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni, en vísað er til þess að yfirvöld í heimalandi mannsins, Marokkó, hafi staðfest auðkenni hans og þar með aldur hans. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

12:26 Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »

Að hámarki greitt fyrir 15 þúsund km

12:10 Þingmenn munu að hámarki geta fengið endurgreiðslu fyrir 15.000 kílómetra akstri á eigin bíl á hverju ári samkvæmt breyttum reglum um þingfararkostnað sem forsætisnefnd Alþingis samþykkti í dag. Meira »

Enn er klakastífla í Hvítá

11:49 Lögreglumenn af Suðurlandi fóru í morgun og könnuðu og mynduðu klakastífluna í Hvítá við veiðihúsið við Oddgeirshóla.   Meira »

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

11:13 Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

11:31 Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

11:00 Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Kosið um tillögu kjörnefndar

10:24 Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fundar í dag klukkan 17:15 í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga kjörnefndar að framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

10:13 Grunur er um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Meira »

Innri endurskoðun rannsakar málið

09:55 Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag. Meira »

4% atvinnuleysi í janúar

09:23 Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 203.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í janúar 2018, sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku. Meira »

Morgunblaðið langvinsælast á timarit.is

08:18 Morgunblaðið er eins og jafnan áður langvinsælasti titillinn á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman rúmlega 1.100 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Meira »

Rikka, Logi og Rúnar Freyr í nýjum morgunþætti

07:37 Nýr morgunþáttur hefur göngu sína 1. mars næstkomandi á K100. Mun hann bera heitið „Ísland vaknar“ og mun hann fylgja hlustendum inn í virka daga vikunnar milli 6.45 og 9.00. Meira »

3,7 jarðskjálfti á Öxarfirði

09:07 Skjálfti af stærð 3,7 varð úti á Öxarfirði um hálfáttaleytið í morgun um 15 km vestsuðvestur af Kópaskeri. Hafa minni skjálftar orðið í kjölfarið að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann mögulega tengjast Grímseyjarhrinunni. Meira »

Vilja óháða matsmenn í veggjatítluhúsið

07:57 Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar mælir með að fengið verði álit fleiri og óháðra ráðgjafa á því hvort húsið við Austurgötu 36 í Hafnarfirði, sem dæmt var ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítla og myglu, teljist í raun ónýtt eða hvort hægt sé að bjarga því frá niðurrifi. Meira »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
 
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...