Vilja segja upp kjarasamningum

Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar sendu frá sér ályktun í gær þar sem stéttarfélagið hvetur verkalýðshreyfinguna til að nýta sér ákvæði í kjarasamningum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins með því að segja upp gildandi kjarasamningum í febrúar.

„Það er ef Samtök atvinnulífsins fallast ekki á að leiðrétta forsendubrest og þá misskiptingu sem endurspeglast í launahækkunum til annarra hópa launafólks umfram félagsmenn ASÍ,“ segir í ályktun félagsins.

Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) birti á heimasíðu sinni í gær niðurstöður viðhorfskönnunar þar sem fram kemur að meirihluti félagsmanna vill segja upp kjarasamningum, vegna skýrs forsendubrests. Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður RSÍ, segir að kjararáð hafi valdið þeim forsendubresti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert